AFL starfsgreinafélag

Kynningarnámskeið um veraldarvefinn

Efni hvers námskeiðs fer eftir þátttakendum hverju sinni en meðal þess sem boðið er upp á er: notkun leitarvéla (að gúggla), bókun farseðla, vistun ljósmynda, blogg, tölvupóstur og notkun heimasíða. Nýttu þér netið! nánar >>>  Skráning  í síma 4712838

Ársfundur trúnaðarmanna - skrifstofur félagsins lokaðar

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs hefst í dag kl. 14:30 á Höfn í Hornafirði. Alls sækja rösklega 60 trúnaðarmenn fundinn en loðnuveiði hefur haft áhrif á þátttöku því þrátt fyrir rétt trúnaðarmanna til að sækja ársfundinn verða margir þeirra við vinnu sína vegna mikils vinnuálags þar sem verið er að verka loðnu.

Czytaj dalej

Greitt vegna máls gegn GT verktökum!

4,2 milljónirGreiddar hafa verið 4,2 milljónir króna vegna launa er AFL Starfsgreinafélag krafði GT verktaka um í október sl. vegna vinnu þrettán félagsmanna AFLs er störfuðu við Kárahnjúkaframkvæmdir. Mál 13 starfsmanna fyrirtækisins og afskipti AFLs Starfsgreinafélags af málum mannanna og lögreglurannsókn og vitnaleiðslur vegna málsins vöktu athygli í fjölmiðlum og var mikið um málið fjallað. Málið snerti einnig NCL starfsmannaleigu er AFL hélt fram að væri í eigu eigenda GT verktaka.

Czytaj dalej

Kynningarfundum lokið - kosningar hafnar

Kynningarfundum á nýjum kjarasamningum lýkur í dag. Í morgun var haldinn fundur í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystri og mátti fulltrúi félagsins grípa til skóflunar á leið sinni á fundinn. Það var vel mætt á fundinn á Borgarfirði.

Síðasti fundur starfsmanna félagsins til að kynna kjarasamningana er á Höfn á Hornafirði fyrir verslunarmenn í félaginu. 

Czytaj dalej

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs 2008

13 - 14 mars á Hótel Höfn, Hornafirði

Dagskrá:

13. mars:
14:00 – fundargögn og hressing
14:30 – Setning – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
14:40 – Ávarp – Grétar Þorsteinsson
15:00 – Trúnaðarmaðurinn og vinnufélaginn – Gylfi Ingvarsson, trúnaðarmaður ÍSAL
15:45 –  Forystan og baklandið – Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri SGS
16:15 – Kaffihlé
16:30 – Einelti / vinnuumhverfi / öryggi – Sigurlaug  B. Gröndal, Mími -  Símenntun
17:00 – Áfengisvandamál / persónuleg vandamál – lagalegar og siðferðilegar heimildir
trúnaðarmanna til inngrips – Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, Mímir  - Símenntun
17:45 – Hópavinna
18:30 – Móttaka – Gleðigjöf
19:30 – Kvöldverður
21:00 – Kvöldstund með hægfara hugleiðslu

14. mars
08:00 – Morgunverður
09:00 – Ímynd, áhrif og fjölmiðlar – Snorri Már Skúlason Deildarstjóri ASÍ
09:50 – Kaffihlé
10:00 – AFL – ímynd – aðgerð og árangur - Sverrir Albertsson, AFLi
10:45 – Hópavinna
11:30 – Pallborð um ímyndarvinnu
12:30 – Hádegisverður
13:30 – Ráðstefnustjóri tekur saman umræður. Eyrún Björk Valsdóttir
14:00 – Pallborð með niðurstöðum hópa og umræður um málefni fundarins
15:00 – Ráðstefnu slitið - Kaffi
15:30 – Heimför

Ferðir verða á vegum AFLs Starfsgreinafélags. Þátttaka tilkynnist á næstu skrifstofu félagsins eða til Gunnars Guðmundssonar, tengiliðs trúnaðarmanna félagsins, Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. eða 4700 303.
Fæði og gisting á vegum félagsins.