AFL starfsgreinafélag

Starfsendurhæfing: Komin í gang

Tíu einstaklingar hófu í gær formlega endurhæfingu á vegum Starfsendurhæfingar Austurlands en átta mánuðir eru síðan fyrst komu fram hugmyndir um stofnun StarfA. Erla Jónsdóttir er forstöðumaður StarfA.

Czytaj dalej

Ársfundur trúnaðarmanna: Undirbúningur á fullu

Undirbúningur fyrir ársfund trúnaðarmanna AFLs 2008 stendur nú sem hæst en búist er við um 80 trúnaðarmönnum félagsins á fundinn. Ársfundurinn verður haldinn á Höfn á Hornafirði að þessu sinni. Dagskráin verður sniðin að breyttum aðstæðum á vinnumarkaði og á félagssvæði félagsins.

Czytaj dalej

Póstatkvæðagreiðsla - talið 10. mars

Samninganefnd AFLs ákvað á fundi sínum í gærkvöld að það færi fram allsherjaratkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamnigna með póstatkvæðagreiðslu. Atkvæðaseðlar verða settir í póst á morgun eða mánudag en atkvæði verða talin 10. mars nk.

Czytaj dalej

Kjarasamningur: Vinnustaðafundir og kynningar

Kynningarfundir um nýgerðan kjarasamning meðal almennra félagsmanna hefjast á morgun föstudag en í gærkvöld samþykkti samninganefnd félagsins að mæla með því við félagsmenn að þeir samþykki samninginn.

Vinnustaðir og hópar sem óska eftir kynningu fyrir utan meðfylgjandi fundarplan geta haft samband við næstu skrifstofu félagsins. Ennfremur verður opnuð ný undirsíða á heimasíðu félagsins á morgun þar sem settar verða inn allar upplýsingar um nýgerða samninga og kynningarefni sett fram og fréttir af kynningum. 

Czytaj dalej

Hjallastefna fyrir fullorðna

Myndir Hjallastefna fyrir fullorðnaLaugardaginn 16. febrúar stóð AFL Starfsgreinafélag fyrir ráðstefnunni „Hjallastefna fyrir fullorðna“ á Hótel Héraði á Egilsstöðum en ráðstefnan var fyrir konur í félaginu.  Þátttakan  var mjög góð en um 90 konur víðs vegar að af Austurlandi sóttu hana.  Margir góðir gestir héldu áhugaverð erindi og í lok ráðstefnunnar var hópavinna.  AFL bauð upp á kvöldverð og það voru glaðar og ánægðar konur sem héldu heim síðar um kvöldið.

Búið að semja!

Hækkun launa þeirra tekjulægstu, kaupmáttaraukning og efnahagslegur stöðugleiki var meginmarkmið Starfgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta markmið hefur að mestu náð fram í þeim kjarasamningi sem undirritaður var í kvöld.

Czytaj dalej