AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags þriðjudaginn 8. júní  2021 kl. 17:00 á Hótel Framtíð, Djúpavogi.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
  • Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
  • Kjör félagslegra skoðunarmanna
  • Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Önnur mál
    1. Laun stjórnar
    2. Kosning fulltrúaráðs Stapa
    3. Framlag í menntasjóð IMA

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Boðið verður upp á léttan kvöldverð að fundi loknum.

Ársreikningar félagsins, tillögur að laga og reglugerðarbreytingum liggja frammi á skrifstofum félagsins.

Skv. gr. 21 í lögum AFLs þarf að tilkynna framboð til stjórnar í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfund. Senda má framboð á netfangið Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript..  Ath. Framboð þarf að vera með 20 meðmælendur fullgildra félagsmanna.

AFL Starfsgreinafélag

 
 

Gul stéttarfélög - ganga jafnvel erinda launagreiðenda

Sigurður PéturssonUmræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna.

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, þekkir vel sögu verkalýðshreyfingarinnar en hann hefur sérstaklega kynnt sér svokölluð gul stéttarfélög. Í þessu viðtali (14:44) segir hann frá slíkum félögum í nútíð og fortíð.  Sjá - Hlaðvarp Alþýðusambandsins

 

Af hverju ekki PLAY ?

Verkalýðsfédrifa playlög hafa alltaf átt óvildarmenn og munu eiga áfram. Einhverjir í hópi launagreiðenda og athafnamanna hugsa með trega til þess tíma sem verkafólk var áhrifalaust og samningslaust og kaup og kjör fóru að mestu eftir duttlungum þeirra sem áttu fjármagnið og réðu atvinnutækjunum. 

Það kostaði harða baráttu og mikla samstöðu launafólks að stofna verkalýðsfélögin og að knýja fyrirtækin að samningaborði þar sem gerðir eru lágmarkskjarasamningar.  Það er árangur sem verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til að gefa eftir.

Ef verkalýðshreyfingin situr hljóð hjá á meðan fyrirtæki stofna sín prívat verkalýðsfélög og gera samninga við sjálf sig - er baráttan töpuð.

Ef íslenskt launafólk ekki sýnir samstöðu með flugliðum sem munu starfa hjá Play flugfélaginu - þá stendur launafólk ekki með sjálfu sér því næst verða þá stofnuð prívat verkalýðsfélög við hvert fyrirtæki og einstaka starfsmenn knúðir til að standa með yfirmönnum.  Þetta er vel þekkt víða að úr heiminum.  Lágmarkskjör launafólks eru í húfi.

Sjá nánar pistil forseta Alþýðusambandsins sl. föstudag.  https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/thau-i-dag-thu-a-morgun-nei-vid-play/

 

Sveitarfélögin fá falleinkun – vegna styttingar vinnuvikunnar í dagvinnu

Verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir því í áratugi að vinnuvikan verði stytt hjá launafólki og í kjarasamningum við ríki og sveitarfélög sem undirritaðir voru 2020 voru stigin þýðingarmikil skref til styttingar vinnuvikunnar.


Innleiðing þeirra breytinga í dagvinnu sem tóku gildi 1. janúar 2021 á nú að vera komin til framkvæmda. Í þeirri vinnu skiptir öllu máli að opinberir vinnuveitendur standi við kjarasamninginn og tryggi launafólki þá styttingu sem um var samið.

Formannafundur SGS haldinn í Mývatnssveit, 20. – 21. maí 2021, lýsir yfir miklu áhyggjum með framkvæmd á útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá sveitarfélögunum um land allt. Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitafélögin vítt og breytt um landið hafa ekki sinnt verkemfninu og fá algera falleinkun.

Samantekin tölfræði sýnir að starfsfólk á skrifstofum semur um fulla styttingu án teljandi vandkvæða en starfsfólk í  leik- og grunnskólum og slíkum störfum fái litla eða enga styttingu. Ríki og Reykjavíkurborg hafa staðið sig betur.

Fundurinn skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin að hysja upp um sig buxurnar og standa við gerðan kjarasamning. (fréttin er tekin af heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands - www.sgs.is )

Ungir félagsmenn sækja sér menntun

Starfsmenntasjóðir mynd

 

Á síðasta ári sóttu 714 félagsmenn sér styrk til náms úr starfsmenntasjóðum sem AFL á aðild að.  Heildarupphæð styrkja var kr. 60.709.246 sem greiddist í 959 styrkjum.  Meðal styrkur var að upphæð kr. 63.570. Langflestir styrkir voru greiddir til félagsmanna á aldrinum 21 - 30 ára eða 444 styrkir. 

Félagsmenn í atvinnuleit sem sóttu sér styrk til náms voru 36 talsins.  Félagsmenn með íslenskt ríkisfang voru 514 talsins en með erlent ríkisfang 200 félagsmenn.  Karlar fengu greidda 388 styrki en konu 547. 

Samt sem áður var heildarupphæð styrkja til kynjanna svipuð upphæð eða um 29 milljónir á hvort kyn - en það skýrist af því að fjöldi karla tók út "uppsafnaðan" styrk til að sækja sér t.d. aukin ökuréttindi. (34 félagsmenn fengu á síðasta ári 8,6 milljónir króna til að sækja sér aukin ökuréttindi).

 

Hefðbundnar endurgreiðslureglur orlofshúsa og íbúða

Síðustu vikur hefur verið vikið frá hefðbundnum endurgreiðslureglum íbúða vegna Covid 19.  Þannig hafa íbúðir verið endurgreiddar þó svo að afbókun hafi borist nánast á síðustu stundu.  

Með hliðsjón af því ástandi sem nú ríki - hefur verið horfið til endurgreiðslureglna félagsins og því er "Covid" ekki haldbær skýring á afbókun íbúðar lengur.  Ef íbúða- eða orlofshúsaleiga er afbókuð innan við 10 dögum áður en leiga hefst  - er endurgreiðsla háð því að eignin leigist út aftur.

Ath. staðfestingagjald er aldrei endurgreitt.

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags þriðjudaginn 8. júní  2021 kl. 17:00 á Hótel Framtíð, Djúpavogi.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
  • Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
  • Kjör félagslegra skoðunarmanna
  • Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Önnur mál
    1. Laun stjórnar
    2. Kosning fulltrúaráðs Stapa
    3. Framlag í menntasjóð IMA

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Boðið verður upp á léttan kvöldverð að fundi loknum.

Ársreikningar félagsins, tillögur að laga og reglugerðarbreytingum liggja frammi á skrifstofum félagsins.

Skv. gr. 21 í lögum AFLs þarf að tilkynna framboð til stjórnar í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfund. Senda má framboð á netfangið Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript..  Ath. Framboð þarf að vera með 20 meðmælendur fullgildra félagsmanna.

AFL Starfsgreinafélag