AFL starfsgreinafélag

Vinnumiðlun og vinnumarkaðsúrræði

thumb_atvinnuleitendurFrá 1. júní 2012 tók AFL Starfsgreinafélag yfir þjónustu við þá atvinnuleitendur á Austurlandi sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ.

Nokkur stéttarfélög á Austurlandi, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eru aðilar að þriggja ára tilraunaverkefni sem tekur við hlutverki vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða af Vinnumálastofnun fyrir félagsmenn þeirra sem eru atvinnuleitendur. Tilraunaverkefnið er skipulagt af Starf-vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), sem er félag sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnsettu til að halda utan um verkefnið og annast faglega stýringu þess. Sérstakir atvinnuráðgjafar á vegum STARF hafa verið ráðnir af stéttarfélögunum til að annast þjónustuna.

Czytaj dalej

Páskaúthlutun 2013

orlofshusUmsóknarfrestur vegna páskaúthlutunar orlofshúsa félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og Klifabotni í Lóni er til kl. 16:00  þann 28. febrúar, úthlutun fer fram þann 5. mars kl. 17:00. Umsóknareyðublað

Átak í nýráðningum atvinnuleitenda.

thumb_lidsstLiðsstyrkur er átaksverkefni Samtaka atvinnulífsins, stéttarfélaga, sveitarfélaga og ríkisins. Markmið verkefnisins er að auðvelda atvinnurekendum nýráðningar á einstaklingum sem hafa verið lengi án vinnu með niðurgreiðslu á stofnkostnaði nýrra starfa. Með því skapast ný tækifæri bæði fyrir atvinnulífið og þá einstaklinga sem í hlut eiga sem með þessu fá tækifæri til innkomu á vinnumarkað að nýju. Ráðningarferlið er einfalt og skilyrði fyrir styrkveitingu skýr. Nánari upplýsingar á Lidsstyrkur.is Einnig geta áhugasamir haft samband við Karen eða Erlu hjá AFLi í síma 4700300

Czytaj dalej

Kjarasamningum ekki sagt upp.

Undirritað var á mánudaginn samkomulag milli ASÍ og SA um endurskoðun kjarasamninga. Það felur í sér að samningstíminn verður styttur um tvo mánuði og renna því gildandi samningar út í lok nóvember á þessu ári. Samningurinn heldur gildi sínu og launahækkun upp á 11.000 krónur til taxtavinnufólks og 3,25% til yfirborgaðra hópa koma því til framkvæmda þann 1. febrúar nk.
Önnur ákvæði í samkomulaginu er mótun atvinnustefnu, mótun stefnu í gengis og verðlagsmálum og aukin framlög atvinnurekenda i starfsmenntasjóði. Þetta gildir fyrir félagmenn sem starfa á almenna markaðnum, verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn.

Ekki hefur verið samið um styttingu á samningstíma þeirra sem starfa hjá Ríkinu né hjá sveitarfélögunum.

Czytaj dalej

Viðhorf félagsmanna kannað

Capacent Gallup framkvæmdi í nóvember umfangsmikla viðhorfskönnun meðal félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags líkt og gert var 2011. Könnunin var gerð í samvinnu við Einingu Iðju á Akureyri og er í stórum dráttum byggð á svipuðum grunni og Flóabandalagsfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa látið vinna síðustu ár.

Czytaj dalej

AFL varar við löngum samningi

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags telur að þrátt fyrir að forsendur almenns kjarasamnings félagsins við SA séu brostnar í veigamiklum atriðum, sé ekki staða til að segja upp samningum að sinni. Félagið varar við því að gerðir verði kjarasamningar til lengri tíma - með endurskoðunarákvæðum - í ljósi reynslu af yfirstandandi samningstímabili.

Um 40 fulltrúar samninganefndarinnar mættu til fundar í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 á Reyðarfirði í gærkvöld og samþykkti eftirfarandi ályktun:

Czytaj dalej