AFL starfsgreinafélag

Fyrirlestrar um staðbundið veðurfar

Dagana 11. og 12. janúar mun Austurbrú standa fyrir erindum um staðbundið veðurfar á Austurlandi. Fyrirlesari er Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, en hann hefur heimsótt bæi og þorp víða um land og rætt við heimamenn um hinar stóru breytur sem áhrif hafa á staðbundið veðurfar

Czytaj dalej

Orlofskerfi

thumb_orlofsvefurÁkveðið hefur verið að fresta innleiðingu á nýjum orlofsvef AFLs Starfsgreinafélags fram í janúar. Ástæða seinkunarinnar er að þrátt fyrir að kerfið virki mjög vel að flestu leyti – komu ákveðnir gallar í ljós við prófanir. Ekki hefur tekist ennþá að lagfæra þessa galla  - sem lýsa sér aðallega í að ákveðinn hluti bakvinnslunnar er hægvirkari en við teljum æskilegt.  Við viljum taka fram að ekki er ástæða til að kenna forriturum okkar um seinkunina – þar sem þeir vöruðu við innleiðingu á sínum tíma og töldu kerfið ekki nægilega prófað. Í ljós kom að þeir höfðu rétt fyrir sér.
Við biðjum félagsmenn afsökunar á þessu bráðlæti í okkur – að kynna kerfið til notkunar áður en tímabært var. Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Verkefnisstjórn Orlofskerfis AFLs Starfsgreinafélags.

Czytaj dalej

Aðalfundur sjómannadeildar 28. desember 2012

thumb_hornarfjardarhofnAðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði föstudaginn 28. desember 2012 kl. 14:00
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns um liðið starfsár
2. Kjaramál
3. Þing Sjómannasambandsins
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál
AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild

Czytaj dalej

Viðleitni starfsfólks AFLs skilar árangri

jonusta_afl_2012Samkvæmt könnun Capacent Gallup á viðhorfi félagsmanna AFLs til ýmissa þátta eru félagsmenn almennt sáttir við þjónustu félagsins. Athygli vekur að hópur "hvorki né" hefur minnkað en ánægðir og mjög ánægðir eru fleiri en í fyrra. Óánægðir eru svipað hlutfall og í fyrra.

 

Czytaj dalej