AFL starfsgreinafélag

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning.

thumb_smabataNú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning við Landssamband smábátaeigenda.
Félagsmenn sem starfa á smábátum hafa fengið sendan atkvæðaseðil og eru minntir á að senda inn atkvæðaseðlana í síðasta lagi 28. september n.k

Czytaj dalej

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna

thumb_starfsd-grunnskFélagsmenn AFLs Starfsgreinafélags er starfa í grunnskólum – við bjóðum til árlegs starfsdags
14. september nk. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði. Félagsmenn FOSA eru velkomnir.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. eða í síma 4700 303. Við munum aðstoða við
að skipuleggja ferðir frá þéttbýlisstöðum félagssvæðisins.
Eins og áður verða fróðleg erindi um skólastarfið og önnur mál. Við bjóðum síðan upp á
kvöldverð að dagskrá lokinni.

Czytaj dalej

Sumarbústaðir Einarsstaðir, Klifabotn og Illugastaðir

thumb_einarsstadirheiturpotturFrá 31. ágúst er boðið upp á helgarleigu í sumarbústöðum félagsins, nær hún frá klukkan þrjú á föstudegi fram að hádegi á mánudegi, helgin kostar 12.000 kr. Við alla bústaðina eru heitir pottar, við flesta bústaðina er möguleiki á berja- og sveppatínslu. Einarsstaðir, Illugastaðir, Klifabotn einnig er eitt tímabil ennþá laust á Torrevieja, Costa Blanca 17. okt. - 31. október.

Czytaj dalej

Atvinnulífssýningin "Okkar samfélag"

thumb_atv-kynningUm helgina tók AFL Starfsgreinafélag þátt í atvinnulífssýningunni "Okkar samfélag" sem fram fór í Egilsstaðaskóla. AFL var með kynningu á starfsemi félagsins ásamt 80 fyrirtækjum og stofnunum sem einnig tóku þátt og sýndu hvað í þeim býr, margir nýttu sér tækifærið og kynntu sér sprotafyrirtæki, hugmyndaríkt handverk og gæddu sér á afurðum matvælafyrirtækja á svæðinu.

Czytaj dalej

Bókagjöf!

Nýverið barst AFLi Starfsgreinafélagi höfðingleg bókargjöf. Um er að ræða í töluverðu magni, bæði kiljur, skáldsögur og ævisögur.  Bækurnar munu verða félagsmönnum AFLs góð afþreying í sumarbústöðum félagsins á Einarsstöðum, Klifabotni í Lóni og á Illugastöðum.

Gefandinn er Jósep Hjálmar Jósepsson Vopnafirði og kann félagið honum bestu þakkir fyrir.