AFL starfsgreinafélag

Launafólkið fær alltaf reikninginn!

Reikningurinn verður sendur á launafólk – og það vitið þið sem hér eruð. Reikningarnir eru alltaf sendir á launafólk. Því er mikilvægt í umræðu næsta árs að verkalýðshreyfingin hafi afskipti af stjórnmálaumræðu sem víðast – inni í flokkunum og í grasrótarsamtökum og sem víðast – og að við reynum að koma sjónarmiðum okkar að – því ella er hætta á því að á næstu misserum verði sumu af fólkinu í landinu réttar miklar eignir – og sumu af fólkinu í landinu sendur reikningurinn fyrir.

Hér fyrir neðan er 1. maí ávarp AFLs Starfsgreinafélags í heild.

Czytaj dalej

Vinnum ekki á 1. maí

thumb_verslun1Á aðalfundi AFLs á laugardag kom fram í umræðum mikil óánægja með það hversu víða væri unnið á 1. maí og var formanni falið að beita sér í málinu í framtíðinni. Miðstjórn ASÍ fjallaði um sama mál á miðstjórnarfundi í síðustu viku og samþykkti eftirfarandi áskorun:

 

"Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum verslanamiðstöðva að hafa búðir opnar á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. Dagurinn er frídagur verslunarmanna eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur verið svo um áratugaskeið. miðstjórnin fordæmir allar tilraunir til að breyta þessu."

Czytaj dalej

Aðalfundi AFLs lokið

thumb_arsfundur2012Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags var haldinn á Höfn, Hornafirði, sl. laugardag. Fundurinn var vel sóttur og voru rösklega 50 félagsmenn AFLs í kvöldverði er félagið bauð upp á í kjölfar fundarins.

Czytaj dalej

Laus tímabil í sumarhúsum félagsins sumar 2012

thumb_einarsstadirheiturpottur2Úthlutun hefur átt sér stað í sumarbústöðum félagsins og eiga allir þeir sem sóttu um að vera komnir með tilkynningu þess efnis hvort þeir hafi fengið úthlutað því tímabili sem þeir óskuðu eftir eða ekki. Því miður eru alltaf einhvejir sem ekki fá óskatímabil og einnig eru einhver tímabil sem ganga af, að þessu eru laus tímabil að:

Czytaj dalej

Aðalfundarboð

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2012
Laugardaginn 28 apríl klukkan 15:00 á Hornafirði

Czytaj dalej