AFL starfsgreinafélag

Sjómannafélag Íslands stundar félagsleg undirboð

Ungt fólk á Austurlandi og víðar er unnið hefur um borð í Norröna - ferjunni frá Seyðisfirði, hefur verið í sambandi við félagið síðustu daga vegna hótana og ógnanna sem það hefur orðið fyrir um borð en unnið hefur verið að því að þvinga þetta unga fólk til að skrifa undir nýja ráðningarsamninga með mun lægri launum en áður.

Czytaj dalej

Samið um bræðslur og höfnina

Í dag laust fyrir kl. 15:00 var skrifað undir nýjan kjarasamning AFLs og Drífanda vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum. Umræður um þann samning hafa staðið frá því í vetur og verið harðar.

Czytaj dalej

1. maí á Austurlandi

Hátíðahöld AFLs Starfsgreinafélags vegna 1. maí verða eins og hefðbundið er á öllum þéttbýliskjörnum félagssvæðisins. Dagskránna má sjá hér að neðan.

Czytaj dalej

SGS leggur fram samningstilboð

SGS hefur lagt fram tilboð að kjarasamningi við SA. Tilboð SGS hljóðaði upp á samning til eins árs með 15.000 kr. taxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5% svo og hækkun lágmarkstekjutryggingar í 200.000 kr.  Auk þess sem SGS lagði áherslu á að þar sem samkomulag hefur náðst í sérmálum undanfarnar vikur – héldi það samkomulag inn í nýjan samning.

Czytaj dalej

Samningamenn boðaðir suður

Samningamenn AFLs vegna fiskimjölsverksmiðja og vegna samningaviðræðna við Eimskipafélagið vegna starfa við Mjóeyrarhöfn, voru um kvöldmatarleyti kallaðir til fundar í húsi sáttasemjara í fyrramálið. Ríkissáttasemjari hefur boðað fund í deilu AFLs og Drífanda við SA vegna bræðslusamninga og sömuleiðis vegna deilu AFLs við SA/Eimskipafélagið vegna Mjóeyrarhafnar.

Czytaj dalej