AFL starfsgreinafélag

Af hverju afboðuðum við verkfallið?

Í dag afboðaði samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélags í fiskimjölsverksmiðjum, verkfall sem hefjast átti um 19:30 í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun og eflaust mörgum sem voru tilbúnir til átaka, mikil vonbrigði. Við fulltrúar í samninganefnd skuldum því félögum okkar og félagsmönnum skýringar.

Czytaj dalej

Sterkari verkalýðshreyfing í boði SA!

Umræða um kjarasamninga síðustu vikurnar hefur vakið upp á heimilum og vinnustöðum umræðu um verkalýðspólitík – sem var kannski því miður næsta lítil síðustu ár. Þau skilyrði sem SA hefur sett fyrir því að ganga til samninga, þ.e. . SA-þóknanleg lausn í fiskveiðistjórnunarmálum svo og einstrengingsleg og nánast hrokafull afstaða til kröfugerða einstakra verkalýðssamtaka, kallar á að menn skoði enn og aftur tilgang og baráttuaðferðir verkalýðshreyfingarinnar.

Czytaj dalej

Einhugur í bræðslumönnum!

Mikill einhugur er í samninganefnd bræðslumanna AFLs og Drífanda. Samninganefndin hittist á fundi nú síðdegis og fór yfir stöðuna í viðræðum við SA og í ljósi frétta um viðræður ASÍ og SA í gær. Trúnaðarmenn félaganna í 8 bræðslum sátu fundinn, en fundarmenn voru staðsettir víða um land og nýttu símtæknina við fundinn.

Czytaj dalej

Verkalýðsfélögum, alþingi og almenningi stillt upp við vegg!

Samtök Atvinnulífsins hafa tekið stefnu sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en grímulausa ögrun gagnvart samtökum launafólks, gagnvart ríkisstjórn og raunar almenningi öllum. Það uppnám sem nú er á vinnumarkaði þar sem þegar eru boðuð verkföll og fleiri verkfallsboðanir í undirbúningi, verður ekki rakið til neins annars en „harðlínustefnu“ SA.

Czytaj dalej

AFL og Drífandi til Færeyja og Noregs?

Fulltrúi AFLs og Drífanda hefur sett sig í samband við Færeyska Alþýðusambandið og mun á morgun senda formlega beiðni um löndunarbann á íslensk uppsjávarskip í færeyskum höfnum á meðan verkfalli bræðslumanna á Íslandi stendur. Þá munu félögin hafa samband við systursambönd Alþýðusambandsins í Danmörku og Noregi en afkastamiklar fiskimjölsverksmiðjur eru í báðum löndunum.

Czytaj dalej

Hin hliðin á fréttunum

Þegar atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun í fiskimjölsverksmiðjum stendur sem hæst á Austurlandi og Vestmannaeyjum er við hæfi að fara yfir helstu atriði í málinu:Samtök atvinnulífsins hafa farið mikinn í fjölmiðlum vegna „ofurlauna“ starfsmanna fiskimjölsverksmiðja og háum launakröfum.

Á sama tíma hefur kröfum okkar verið hafnað og málamyndatilboð sett fram á móti. Skoðun okkar er því að verulega skorti á samningsvilja Samtaka Atvinnulífsins og að ef tjón verður vegna verkfallsins má skrifa það tjón á Samtök atvinnulífsins sem létu frá sér gullið tækifæri sl. laugardag til að ná góðum samningi.

Czytaj dalej