AFL starfsgreinafélag

AFL staðfestir samning

Búið er að telja í atkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs við Launanefnd sveitarfélaga.

thumb_gratk2

   * Á kjörskrá voru 525
   * Atkvæði greiddu 151 eða 28,76%
   * Já sögðu 135 eða 89,40%
   * Nei sögðu 14 eða 9,27%
   * Auðir seðlar 2 eða 1,32%

Samningurinn er því samþykktur.

Atkvæðagreiðslur.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamning við Ríkið hjá félagsmönnum sem starfa samkvæmt þeim kjarasamningi.

Jafnframt stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga hjá félagsmönnum sem starfa hjá sveitarfélögum.

AFL hvetur félagsmenn til að taka afstöðu og greiða atkvæði og skila inn atkvæðaseðlum fyrir tilskilinn tíma. Mikilvægt er að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýni vilja félgsmanna.

Hækkun Launataxta.

AFL vill minna á hækkun á launatöxtum á almenna vinnumarkaðnum sem tók gildi þann 1. júlí s.l.

Allir gildandi kauptaxtar verkafólks og verslunarmann hækka um 6.750 krónur  en iðnaðarmanna og skrifstofufólks um 8.750 á mánuði

Jafnframt hækka ákvæðisvinnutaxtar, kostnaðarliðir og fastákveðnar launabreytingar um helming þeirrar hækkunar sem frestað var 1 febrúar s.l.

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum athugið!

Kynningafundir um nýgerðan kjarasamning við Launanefnd Sveitarfélaga verða haldnir sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. júlí kl 12:00   Sambúð Djúpavogi
Fimmtudaginn 16. júlí kl. 16:00  Víkurbraut 4 Hornafirði
Mánudaginn 20. júlí kl 12:00  Miðvangi 2-4 Egilsstöðum

Czytaj dalej

AFL semur við sveitarfélögin!

AFL Starfsgreinafélag hefur undirritað framlenginu á gildandi kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga með nokkrum breytingum í anda stöðugleikasáttmála er gerður var í síðustu viku. 

Megináhersla var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum. Laun hækka nú frá 1. júlí, 1. nóvember nk. og 1. júní 2010.

Czytaj dalej

SGS semur við ríkið!

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands skrifaði í gær undir framlengingu og breytingu á  kjarasamningi við fjármálaráðuneytið. Helstu atriði samningsins eru:

Czytaj dalej

Fundur hjá samninganefnd AFLs

thumb_fundur_samninganefndar_aflsÍ gærkvöldi var haldinn fundur samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags að Búðareyri 1 á Reyðarfirði.  Mæting var nokkuð góð og komust menn að einróma niðurstöðu varðandi afstöðu til nýs kjarasamnings ASÍ og SA og hefur sú niðurstaða verið send Alþýðusambandi Íslands.