AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Opið fyrir bókanir um jól og áramót

Stakkh

Opnað hefur verið fyrir umsóknir / bókanir í íbúðir og orlofshús félagsins um nk. jól og áramót.  Sótt er um á "mínum síðum" en úthlutað er jafnóðum og umsóknir berast.  Félagsmenn geta ekki bókað sig í sérstaka íbúð en sækja um staðsetningu og íbúðastærð.

Staðfestingagjald er kr. 5.000 og er óendurkræft.  Gjalddagi þess er 2. október en greiða þarf leigu að fullu fyrir 2. desember.  

Fullbókað í orlofsíbúðir og hús AFLs

orlof21

Síðustu vikurnar hefur verið fullbókað í allar íbúðir AFLs og orlofshús.  Eitthvað hefur verið um afbókanir síðustu daga vegna aukningar í Covid smitum - en starfsmenn félagsins hafa þá leitað í biðlista og eignir hafa þá leigst út samstundis.

Sumarið hefur gengið vonum framar og félagsmenn hafa almennt verið ánægðir með orlofskostina sem í boði eru.  Metaðsókn var að sumarhúsum AFLs og bárust rúmlega 900 umsóknir um tæplega 300 orlofsvikur á 9 orlofssvæðum.  Eru þá íbúðir félagsins á Akueyri og í Reykjavík ekki taldar með.

 

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags þriðjudaginn 8. júní  2021 kl. 17:00 á Hótel Framtíð, Djúpavogi.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
  • Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
  • Kjör félagslegra skoðunarmanna
  • Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Önnur mál
    1. Laun stjórnar
    2. Kosning fulltrúaráðs Stapa
    3. Framlag í menntasjóð IMA

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Boðið verður upp á léttan kvöldverð að fundi loknum.

Ársreikningar félagsins, tillögur að laga og reglugerðarbreytingum liggja frammi á skrifstofum félagsins.

Skv. gr. 21 í lögum AFLs þarf að tilkynna framboð til stjórnar í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfund. Senda má framboð á netfangið Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript..  Ath. Framboð þarf að vera með 20 meðmælendur fullgildra félagsmanna.

AFL Starfsgreinafélag

 
 

Laun í sóttkví - sumarfríið í sóttkví?

Sottk Laun

Alþýðusamband Íslands hefur gefið út leiðbeiningarblað um laun í sóttkví.  Í því segir 

"Markmið laga um tímabundnar greiðslur launa til einstaklinga í sóttkví er að launafólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni þegar það fylgir fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví.

Meginreglan er sú að atvinnurekendi greiðir starfsmanni sem sætir sóttkví laun en ríkið endurgreiðir atvinnurekandanum kostnaðinn fyrir utan launatengd gjöld. Við sérstakar kringumstæður, eins og verktöku eða verkefnastörf, geta einstaklingar sótt sjálfir um greiðslur á vef Vinnumálastofnunar.

Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. að einstaklingur hafi sannanlega verið í sóttkví samkvæmt beinum fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og að hann hafi ekki getað sinnt vinnu að hluta eða öllu leyti þaðan sem hann sætti sóttkví. Ef fjarvinna er möguleg skerðast greiðslur sem því nemur. Réttindin til launa taka einnig til tilvika þar sem barn undir 13 ára aldri í forsjá launamanns sætir sóttkví, sem og barn undir 18 ára aldri með langvarandi stuðningsþarfir. Hámarksfjárhæð (21.100 kr.) er greidd fyrir hvern dag í sóttkví.

Úrræði þetta var lögfest 20. mars 2020 og gilti þá fyrir tímabilið 1. febrúar til 30. apríl 2020. Haustið 2020 var það hins vegar framlengt til 31. desember 2021."

Þá er það mat Alþýðusambandsins að fari fólk í sóttkví í sumarleyfi sínu - þá teljist það ekki til sumarleyfisdaga og þarf þá að tilkynna launagreiðanda að viðkomandi sé í sóttkví og geri því kröfu til launa. Þó er rétt að hafa í huga að ef fólk veit eða "má vita" að það muni lenda í sóttkví við heimkomu erlendis frá - er réttur til launa í sóttkví alls ekki tryggur. 

Rétt er að minna á að ofangreindar reglur eru um greiðslur í sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.  Einstaklingar sem fara í sóttkví að eigin vali gera það á eigin ábyrgð.  Fyrirtæki sem "skipa" fólki í sóttkví þurfa að greiða laun á meðan þeirri "sóttkví" stendur.

Þá er rétt að vekja enn athygli á því að fyrirtæki og stofnanir hafa ekki vald til að hefta ferðafrelsi fólks eða stjórna lífi þess utan vinnu á neinn hátt. Fyrirtæki geta beint tilmælum til starfsmanna um að minnka hættu á smiti - en geta ekki beitt eftirliti né viðurlögum vegna þessa.  

 

Hjördís endurkjörinn formaður AFLs

HjordisVefÁ aðalfundi AFLs Starfsgreinafélags í gær var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir endurkjörinn formaður AFLs.  Hjördís hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess 2007 en var áður formaður Vökuls Stéttarfélags sem var eitt stofnfélaga AFLs.

Auk hennar var kosið um sæti þriggja stjórnarmanna í aðalstjórn og fjögurra varamanna.  Kosningu í aðalstjórn hlutu Auður Ingibjörg Brynjarsdóttir, Guðlaugur Þröstur Bjarnason og Sverrir Kristján Einarsson. Í varastjórn voru kosin þau Auður Ágústsdóttir, Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Sara Atladóttir og Kristján Eggert Guðjónsson.

Skúli Hannesson sem setið hefur í stjórn félagsins um árabil gaf ekki kost á sér og voru honum þökkuð góð störf.

Stjórn félagsins er skipuð 11 félagsmönnum og eru sjö þeirra kosnir á aðalfundum en fjórir stjórnarmanna eru kjörnir af deildum félagsins. Á aðalfundum eru kjörnir fjórir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið og kjörtímabil stjórnarmanna eru tvö ár.  

Á fundinum var ársreikningur vegna ársins 2020 lagður fram til samþykktar.  Afkoma félagsins var ásættanleg en tekjutap félagsins er metið á 70 - 100 milljónir vegna samdráttar á félagssvæðinu v. Covid 19.  Félagssjóður og Orlofssjóður komu báðir út með afgangi en lítilsháttar halli var á Sjúkrasjóði.

Fundurinn var að þessu sinni á Hótel Framtíð á Djúpavogi.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi