AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ennþá lausar nokkrar vikur í orlofshúsum

Nokkrar vikur í orlofshúsum AFLs gengu af við úthlutun.  Aðallega er um að ræða hús á Einarsstöðum á Völlum og svo Glaðheima við Blönduós.  Um er að ræða vikur í júní og í ágúst.  Opnað hefur verið fyrir bókanir í þessi tímabil á orlofsvef félagsins og getur því hvaða félagsmaður sem er bókað þessar vikur og gildir bara "fyrstur kemur - fyrstur fær". 

Ríkið ber ábyrgð á launum á hjúkrunarheimilum

ASÍ Logo

Tilfærsla á verkefnum hjúkrunarheimila víða á landsbyggðinni síðustu mánuði til ríkisins eða einkarekinna fyrirtækja hefur opinberað verulegan launamun innan starfsgreina sem starfa við aðhlynningu. Töluverður árangur hefur náðst í samningum við sveitarfélög og stofnanir síðustu ár víða um land en sá árangur er í hættu. Við breytingar á rekstri er greinilega ætlunin að miða við lægstu mögulega taxta á höfuðborgarsvæðinu við nýráðningar og getur þar munað allt að 48.000 krónum í grunnlaunum. Krafan er að hækka laun þeirra lægst launuðu en ekki að færa aðra niður í launum. 

Einkavæðing velferðarþjónustu verður ekki liðin enda felur hún í sér kröfu um hagræðingu og hefur ítrekað sýnt sig að einkavæðing grunnstoða kemur niður á starfsfólki, skjólstæðingum og opinberum sjóðum þegar upp er staðið.  

ASÍ mótmælir því harðlega að tilfærsla hjúkrunarheimila feli í sér kjaraskerðingu lægst launuðu stéttanna sem hafa barist fyrir sínum kjörum í áratugi. Daggjöld hjúkrunarheimila eru of lág og fela beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu hugsanlegu laun. Það er því á ábyrgð ríkisins að tryggja að laun haldist og greidd séu sömu laun fyrir sömu störf óháð búsetu.

(ályktun miðstjórnar ASÍ)

Aðalfundur verslunar- og skrifstofudeildar AFLs

Verður haldinn

20 apríl  2021 kl. 16:15 – að Víkurbraut 4 Hornafirði og í fjarfundi

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Jafnframt  verður boðið upp á fjarfund -þeir sem hyggjast notfæra sér það eru beðnir um að senda beiðni á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. um það fyrir kl. 15:00 þann 20. apríl n.k

Stjórn verslunar- og skrifstofudeildar AFLs

Slakað á endurgreiðslureglum íbúða

Stakkholt

Stjórn AFLs samþykkti í morgun að slaka verulega á endurgreiðslureglum vegna íbúða í ljósi samkomutakmarkana og annarra aðgerða v. Covid 19. Þannig verða greiddar leigur íbúða sem afbókaðar eru - endurgreiddar ef afbókun berst áður en leiga hefst. Hvað orlofshús varðar eru reglurnar einnig rýmkaðar en þó sett þau skilyrði að afbókun berist 2 dögum áður en leiga hefst enda mikil eftirspurn eftir húsum í þessu ástandi - því félagsmenn vilja gjarna komast út úr þéttbýli og leyfa börnum að leika sér í náttúrunni. Það sem af er degi hafa þegar borist tugir afbókana íbúða í Reykjavík og á Akureyri. Lítið er um afbókanir í orlofshús.

229 félagsmenn enn á biðlista eftir sumarhúsi

Úthlutun sumarhúsa AFLs 2021 fór fram í síðustu viku.  Alls bárust 906 umsóknir ef einnig eru taldar varaumsóknir.  Alls hafa 264 félagsmaður fengið úthlutað húsi en 42 hafa síðan fallið frá umsókn sinni og hefur  þeim húsum verið úthlutað að nýju.   Enn eru nokkur tímabil laus - aðallega fyrst í júní og síðast í ágúst.  Starfsmenn félagsins eru enn að vinna með nokkrum félagsmönnum á biðlista að úrlausn fyrir þá,  en nú á næstu dögum verða tímabil sem enn eru laus - opnuð út á vefinn þannig að "fyrstur kemur - fyrstur fær".

Á bak við þær 906 umsóknir sem bárust voru 488 félagsmenn því ekki allir settu inn varaumsókn.  Af þeim voru 371 félagsmaður í forgangi - þ.e. hefur ekki fengið úthlutað húsi síðustu þrjú ár.  Alls bárust 181 umsókn um húsin í Minni Borgum - en þar voru 30 orlofsvikur til úthlutunar.  Mestur þungi var á vinsælustu tímabils sumarsins - eða hátt í 90 umsóknir um þrjár vikur í júli.  Það eru því hátt í þrjátíu félagar á biðlista yfir vinsælustu vikurnar í Minniborgum. Mun styttri biðlistar eru um önnur svæði.

Í dag 19. apríl er eindagi á greiðslu staðfestingargjalds og því liggur endanlega fyrir í fyrramálið hversu margir nýta sér úthlutun - en þegar þetta er skrifað átti aðeins eftir að greiða innan við tíu úthlutanir.

Félagsmenn geta komist á biðlista eftir sumarhúsum AFLs með því að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda tölvupóst á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. og verður biðlistinn notaður í allt sumar og úthlutað af honum jafnóðum og hús losna.  Almennt er ekki mikið um að fallið sé frá bókunum orlofshúsa þegar orlofstímabil er hafið - en þó er alltaf eitthvað um afbókanir vegna ófyrirsjáanlegra atvika.

Úthlutunarfundur sumarhúsa

Orlof2021

Sumarhúsum AFLs 2021 verður úthlutað á opnum fundi í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 nk. mánudag. Úthlutun hefst kl. 17:30 og má reikna með að standi fram á kvöld. Samkvæmt hefð eru úthlutunarfundir opnir en þeir hafa ekki verið fjölsóttir síðustu ár. Við munum virða öll tilmæli sóttvarnarlæknis og ef stefnir í að fleiri en 10 manns mæti á fundinn munum við þurfa að grípa til ráðstafana - og takmarka aðgengi.

Alls hafa borist um 600 umsóknir - þar af 320 aðalumsóknir og þar af eru 220 í forgangi (þ.e. hafa ekki fengið úthlutað síðustu 3 ár). Í boði eru 176 leiguvikur á níu svæðum. Þeir sem fá úthlutað fá sms skeyti um það strax á mánudagskvöld og hafa síðan viku til að greiða staðfestingargjald kr. 5.000. Eindagi lokakröfu er síðan 14. maí.

Félagsmenn eru beðnir um að láta vita strax ef þeir ekki hyggjast nota úthlutað hús - þannig að unnt sé að úthluta þeim strax aftur. Ath. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt falli menn frá bókun eftir 19. apríl.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi