Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. Um sjóðinn gildir sérstök reglugerð.
Stjórn Minningarsjóðs Eðvarðs Sigurðssonar skipa: Drífa Snædal forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ og Agnieszka Ewa Ziółkowska, formaður Eflingar–stéttarfélags.
Minningarsjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Ef um lokaverkefni í námi er að ræða skal það a.m.k. vera á meistarastigi. Hámarksfjárhæð er kr. 1.000.000.
Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.
AFL hefur liðin ár selt félagsmönnum gistiávísanir til notkunar á Fosshótelum. Ávísanirnar hafa verið teknar úr sölu. Ástæðan er að skv. Fosshótelum var það of mikið umstang að taka við ávísunum og merkja þær nýttar á þar til gerðri vefsíðu og innheimta svo andvirðið hjá AFLi. Því vildu hótelkeðjan að AFL færi að selja "gjafabréf" fyrir keðjuna - en að gistiverðið væri síðan ákvörðun hótelsins hverju sinni.
Með tillit til þess að AFL hefur niðurgreitt hverja gistinótt telur félagið að þetta sé óviðunandi því félagið vill með niðurgreiðslu sinni tryggja fast gistiverð fyrir félagsmenn. Auk þess teljum við það afturhvarf til eldri starfshátta að fara að afhenda "gjafabréf" í stað þess að geta sent út rafrænar gistiávísanir sem við höfum gert síðustu 3 ár og gefist vel.
AFL harmar að viðskiptum við Íslandshótel sé lokið því þessi hótelkeðja er með hótel víða um land og félagsmenn AFLs verið dyggir viðskiptamenn keðjunnar.
Fundarform er fjarfundur en boðið verður upp á að sitja fundinn í fundarsölum á starfstöðvunum á Hornafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði.
Þeir sem óska eftir að fá fundarslóð senda eru beðnir um að senda beiðni um það á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.
Í kjarasamningum SA og SGS sem gilda frá 1. apríl 2019 var samþykkt sérstök bókun um afköst í tímamældri ákvæðisvinnu og það yrði skipaður sérstakur starfshópur til að skoða afköstin. Í bókuninni var gert ráð fyrir að Ríkissáttasemjari boðaði til fyrsta fundar og verkstýrði viðræðum og átti þessari vinnu að vera lokið í maí 2020.
Þrátt fyrir marga fundi hefur lítið þokast í þessum málum. SGS sendi bréf til Vinnueftirlitsins þar sem óskað var eftir áliti þess á því hvort ákvæði um vinnuhraða standist áhættumat og lög um vinnuvernd.
Í svari Vinnueftirlitsins kemur eftirfarandi fram með skýrum hætti;
,,Að teknu tilliti til þess sem áður hefur komið fram þá telur Vinnueftirlitið að mælikvarði um mismunandi vinnuhraða sem fram kemur í fylgiskjali I við bókun við kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019, sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“
Ljóst er að í komandi kjarasamningum mun þetta álit Vinnueftirlitsins skipta miklu máli í viðræðum um kaup og kjör starfsfólks í ræstingum.
(Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands)
AFL Starfsgreinafélag sendi félagsmönnum með Úkraínskt ríkisfang eftirfarandi skilaboð í morgun. :
"Frá stjórn og starfsfólki AFLs Starfsgreinafélags: Ágætu Úkraínsku félagsmenn - hugur okkar og félagsmanna er hjá íbúum Úkraínu. Við fordæmum þessa hræðilegu innrás í landið ykkar og getum lítið annað en fylgst með fréttum og harmað það sem er að gerast. Við vonum að Ísland geti stutt við landið ykkar á þessum hörmungartímum. Berið ættingjum ykkar og vinum í Úkraínu kveðju frá íslensku launafólki."
AFL Starfsgreinafélag sent our members of Ukrainian nationality the following message this morning: "From the staff and leadership of AFL Starfsgreinafélag. Dear Ukrainian members of AFL. Our thoughts are with your country at this trying moment. We condemn this invasion of your country but can´t do much more than watching the news with horror. Please convey to your family and friends in Ukraine that the common people of Iceland are heartbroken over the war that is taking place. We hope that the Icelandic government will do everything in it´s power to assist your people."
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem getur kollvarpað stöðu launafólks til frjálsra kjarasamninga. Frumvarpið er á þá leið að flugrekendur geti stundað flug frá Íslandi með áhafnir sem búsettar eru á Íslandi en geti með leyfi ráðherra hunsað kjarasamninga eða miðað við erlenda kjarasamninga. Þá verði flugrekendum heimilt að miða laun flugliða við kjarasamninga í þeim löndum sem flugvélarnar eru skráðar í - eða flugfélögin telji sig hafa aðalstöðvar.
Þetta er bara fyrsta vers í því að brjóta niður samstöðu íslenskrar verkalýðshreyfingar og í stórkostlegum félagslegum undirboðum þar sem stétt íslenskra flugliða er skotmarkið. Þetta er gert í því skyni að "jafna samkeppnisstöðu" flugrekenda sem kjósa að eiga samkeppni um flug til landsins. Í þessu tilfelli er stefnt að því að jafna niður á við - þ.e. að færa kjör íslenskra flugliða niður til jafns við það sem lakast gerist. Hinn möguleikinn hefði auðvitað verið að jafna "upp á við" og gera flugfélögum sem hingað fljúga skylt að greiða ekki lakari laun en íslenskir flugliðar hafa en svo virðist að stjórnvöld vilji frekar sækja niður á við hvað varðar kjör almennings en að miða við það besta.
Þetta frumvarp er reyndar ekki nýtt af nálinni en er nú lagt fram sem stjórnarfrumvarp af samgönguráðherra og formann þess stjórnmálaflokks sem áður fyrr kenndi sig við samvinnuhugsjónina og baráttu fyrir betri lífskjörum almennings. Það er vandséð hver tilgangur þessa frumvarps er annar en sá að auðvelda hvers kyns "brask-og brall" flugfélögum sem þekkt eru að gegndarlausum brotum á kjörum áhafna sinna, að hasla sér völl á landinu og eflaust mega svo skattgreiðendur borga fyrir stækkanir á Keflavíkurflugvelli og uppbyggingu á aðstöðu fyrir þessi flugfélög.
Sambærileg þróun hófst reyndar fyrir áratugum síðan þegar "óskabörn þjóðarinnar" þ.e. stóru skipafélögin hófu að flagga skipum sínum út til hentifánalanda. Þannig tókst að fara framhjá kjörum íslenskra farskipasjómanna. Það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að spá fyrir um framhaldið. Verður ráðherra næst gefin heimild til að losa útgerðir fiskiskipa undan íslenskum kjarasamningum og miða laun við kjarasamninga í heimalöndum sjómanna. Verður heimilt að ráða ræstingafólk til starfa á Íslandi og miða við kjarasamninga í Rúmeníu?
Það er brýnt að talsmenn launafólks á landinu hefji upp raust sína og standi vörð um hagsmuni launafólks. Ekki gera stjórnvöld það.