AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Árangurslaus samningafundur.

Fundur var haldinn í kjaradeildu SGS við SA í morgun fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.
Þetta er fyrsti fundurinn sem boðaður er eftir að slitnaði upp úr viðræðum aðila fyrir 2 vikum síðan.
Ekkert þokaðist í samkomulagsátt. Næsti samningafundur hefur verið boðaður eftir páska

Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin!

Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.

Czytaj dalej

Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar

AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn
mánudaginn 23. mars kl. 18:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.
Hafið samband við næstu skrifstofu varðandi skipulag ferða á fundinn.

Dagskrá:
1. Skýrsla formanns
2. Kjör stjórnar
3. Kjaramál
4. Önnur mál

„Okkar fólk er tilbúið að láta sverfa til stáls“

„Kröfur okkar eru bæði sanngjarnar og eðlilegar. Grundvallaratriði er að fólk geti framfleytt sér og sínum af dagvinnulaunum í stað þurfa að treysta á yfirvinnu, aukavinnu og akkorð,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi.

Czytaj dalej

AFL undirbýr kröfugerð

AFL-Starfsgreinafélag efnir til fjögurra félagsfunda á næstu dögum  í tengslum við gerð mótun kröfugerðar félagsins vegna komandi kjaraviðræðna. Síðar í mánuðinum verði svo kröfugerðn send Starfsgreinasambandi Íslands, sem svo leggur fram kröfugerð aðildarfélaga sinna. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs segir fundina  mikilvæga.

Czytaj dalej

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi