AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verkfallsbrjótar og laumufarþegar

Fréttir hafa borist af því að allt að 40 nýjir félagsmenn hafi verið teknir inn í Verkstjórafélag Austurlands á aðalfundi um helgina. Grunur leikur á að það sé til að tilteknir einstaklingar séu að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir um að neita verkafólki um sanngjörn laun með því að brjóta aftur samstöðu í komandi verkföllum.

Þetta er í takt við það sem forystumenn AFLs hafa haldið fram, að Verkstjórafélagið sé í raun ekki stéttarfélag í kjarabaráttu heldur klúbbur sem sækir allar kjarabætur til baráttu verkalýðsfélaga  en leggur ekkert til sjálfur. Alvöru verkalýðsfélög taka ekki við nýjum félögum úr félögum sem standa í vinnudeilu.

Czytaj dalej

Eru sveitarfélögin að svína á starfsmönnum?

Verkefnastofa starfsmats sendi öllum sveitarfélögunum á félagssvæðinu beiðni þann 11. febrúar s.l. og  óskaði eftir starfslýsingum fyrir þau störf sem heyra undir starfsmatið. Þessi beiðni er í samræmi við bókanir  í kjarasamningi AFLs frá því í fyrrasumar og átti að koma til framkvæmda í október  Endurskoðunin verður byggð á starfslýsingum og öðrum gögnum eftir því sem við á frá sveitarfélögum.  Staðbundnar starfsmatsniðurstöður einstakra sveitarfélaga verða einnig skoðaðar með sama hætti. Dagana 2- 4 mars hringdi formaður AFLs í launafulltrúa allra 9 sveitarfélaganna á Austurlandi sem lofuðu að ganga í málið. Ennþá hefur ekki borist eitt einasta svar frá af Austurlandi og ekki er hægt að klára endurskoðunina vegna þessa. Því hlýtur að vakna sú spurning hvor að sveitarfélögin séu markvisst að svína á starfsmönnum eða er hér um að ræða hreinræktaðan slóðaskap?

Verkfallsverðir

Félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til verkfallsvörslu og eftirlits. Hafið samband við næstu skrifstofu félagsins og gefið ykkur fram – eða mætið á skrifstofur félagsins kl. 12:00 nk. fimmtudag.

Verjum kjörin – komum í veg fyrir verkfallsbrot

Samningur við Granda

Föstudaginn 24. apríl var undirritaður á Vopnafirði, bónussamningur milli HB Granda h/f og AFLs starfsgreinafélags. Fyrir hönd félagsins undirrituðu þau Steinunn Zoéga og Kristján Eggert Guðjónsson trúnaðarmenn ásamt Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur formanni félagsins samninginn, og fyrir hönd HB Granda h/f, forstjóri fyrirtækisins Vilhjálmur Vilhjálmsson. Samningur þessi er sambærilegur þeim sem undirritaður var í Reykjavík og Akranesi á dögunum. sjá samning hér

,,Jöfnuður býr til betra samfélag!“.

 

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.
1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum


Vopnafirði, Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði til skemmtunar. Ræðumaður:  Kristján Magnússon

Borgarfirði eystri, Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00  Kvenfélagið Eining sér  um veitingar. Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfirði,  Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði. Ræðumaður:  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Egilsstöðum, Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00  Morgunverður  og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Reyðarfirði, Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.  9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður:  Pálína Margeirsdóttir

Eskifirði, Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður:  Þröstur Bjarnason

Neskaupstað, Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14 :00 Félag Harmonikkuunnenda spila Ræðumaður:  Sigurður Hólm Freysson

Fáskrúðsfirði, Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00 Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar.  Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson

Stöðvarfirði, Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður: Sigríður Dóra Sverrisdóttir

Breiðdalsvík, Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00 Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Sigríður Dóra Sverrisdóttir

Djúpavogi, Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00, Morgunverður og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Hornafirði, Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld. Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði Ræðumaður:  Lars Jóhann Andrésson

Hverjir fara í verkfall? Hverjir eru verkfallsbrjótar?

Boðað verkfall 30. apríl tekur til verkafólks á félagssvæði AFLs Starfgreinafélags sem starfar skv. almennum kjarasamningi AFLs og skv. þjónustusamningi við Samtök Atvinnulífsinsmeð eftirfarandi undantekningum:
1. Starfsmenn ALCOA Fjarðaáls.
2. Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja
3. Starfsmenn við Norðfjarðargöng sem vinna skv. Stórframkvæmdasamningi. Ath. aðrir t.d. starfsmenn undirverktaka fara í verkfall.
4. Starfsmenn sveitarfélaga og ríkisstofnana
5. Starfsmenn undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls
Athygli er vakin á þvi að þó svo verkafólk sem skráð er í önnur verkalýðsfélög á líka að fara í verkfall. Verkfallsboðunin tekur til starfa en ekki félagsaðildar þannig að allir sem vinna verkamannastörf á félagssvæðinu eiga að leggja niður störf.
Einnig er vakin athygli á því að fólk sem skráð er í verkstjórafélög en vinnur almenn verkamannastörf á að leggja niður vinnu. Einungis er heimilt að verkstjórar með skýra verkstjórnarábyrgð sinni störfum sínum en gangi ekki í störf verkafólks.
Vakin er athygli á því að með því að ganga í störf verkafólks eða koma sér undan þátttöku í verkfallsaðgerðum er vegið að rétti fólks til að knýja fram samninga.  Verkfallsbrjótar njóta almennt ekki mikillar virðingar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi