Trúnaðarráð hefur samþykkt tillögu stjórnar verslunarmannadeildar AFLs um að láta efna til leynilegrar allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal félagamanna deildarinnar. Önnur aðildarfélög LÍV eru jafnframt að fara í atkvæðagreiðslur. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er aðgangur á heimasíðu LÍV www.landssamband.is. Kjörgögn verða póstlögð þann 12. maí með upplýsingum um hvernig á að bera sig að við atkvæðagreiðsluna. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 09:00 þann 12. maí nk. og líkur kl. 12:00 á hádegi þann 19. maí.
í dag 6, maí tókust samningar milli AFLs Starfsgreinafélags og félagsmanna þess við 8 verktakafyrirtæki sem starfa sem undirverktakar ALCOA Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Samningarnari voru gerðir í formi fyrirtækjasamninga með sameiginlegum rammsamningi sem AFL, SA og ALCOA Fjarðaál gerðu 21. apríl sl.
Samningarnir fara í kynningu í næstu viku - og atkvæðagreiðslna innan hvers fyrirtækis fyrir sig í kjölfarið.
Á hádegi í dag, 4. maí, kemur til verkfalls meðal starfsmanna undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls, takist samningar ekki fyrir kl. 12:00. Samningafundur stendur nú yfir í húsi sáttasemjara - en þar sem mörgu er ólokið í samningagerð eru talsverðar líkur á að verkfallið komi til framkvæmda. Verkfallið í dag stendur til miðnættis en eftir viku hefst síðan ótímabundið verkfall.
Verkfallið nær til starfsmanna eftirfarandi fyrirtækja: Brammer, Eimskipafélagið, Fjarðaþrif, Launafl, Lostæri, Securitas, Sjónarás (Gámaþjónustan), VHE. Verkfallið nær einungis til þeirra starfa sem unnin eru á athafnasvæði verksmiðjunnar og á Mjóeyrarhöfn og til starfsmanna sem vinna að jafnaði 70% eða meira starfs síns vegna verkefna fyrir ALCOA Fjarðaál
AFL Starfsgreinafélag mun bjóða fyrirtækjunum undanþágur frá boðuðu verkfalli vegna starfa sem beinlínis tengjast öryggi almennings, umhverfis eða starfsmanna.
AFL vill koma því á framfæri að í grein um seinagang sveitarfélaganna að senda inn umbeðin gögn um starfsmat, að sveitarfélagið Hornafjörður hefur skilað inn umbeðnum upplýsingum. Orðalag í greininni er ekki talið nógu skýrt, enda hefur greinarritari skilgreint Hornafjörð sem sveitarfélag á Suðausturlandi og gerði það í áðurnefndri grein. Beðist er velvirðingar á þessu og mun Hornafjörður í framtíðinni verða talið eitt af 10 sveitarfélögum á Austurlandi.
hófst að nýju á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld eða 6. og 7. maí. Á samningafundi SGS og SA í gærmorgun var rætt tilboð SA sem fram kom á sunnudaginn og kynnt hefur verið í fjölmiðlum sem 20% hækkun dagvinnulauna. Samkvæmt útreikningum SGS jafngildir tilboð SA því að þeir félagsmenn okkar sem eru á lægstu grunnlaununum fái u.þ.b. 30 þúsund kr. hækkun á þremur árum. Annað sem SA býður er að lengja dagvinnutímabilið og lækka yfirvinnuálagið og heitir á þeirra máli breytingar á vinnuskipulagi
91,6% landsmanna eru hlynnt kröfum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) um að hækka lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði í 300.000 krónur á mánuði miðað við fullt starf, innan þriggja ára. Aðeins 4,2% eru andvíg kröfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Gallup.