AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Verkfalli aflýst

Samningar við sveitarfélagið Hornafjörð tókust í gær og formaður AFLs undirritaði því samninga við Samband Sveitarfélaga sem tekur til allra sveitarfélaga á félagssvæði AFLs.  Samningurinn er áþekkur samningi sem önnur SGS félög undirrituðu sl. sumar og með sömu hækkunum og afturvirkur frá  1. apríl.  Við Hornafjörð var samið um "sólarlagsákvæði" um varðandi sérmál þannig að starfsmenn sem eru með ráðningarsamband við sveitarfélagið miðað v. 1. september  munu halda kjörum sbr. sérákvæðin, út starfstíma sinn  en nýjir starfsmenn sveitarfélagsins fá ekki þessi kjör.

Kjarasamningurinn fer í kynningu eftir helgi og síðan greiða félagsmenn AFLs atkvæði um hann.  

Starfsmaður óskast á Höfn

landshluti AFL Starfsgreinafélag óskar eftir að ráða starfsmann á starfstöð félagsins á Hornafirði. Hofn

Starfið er tímabundið til eins árs

Starfið felst í almennum störfum hjá stéttarfélagi, svo sem afgreiðslu, símsvörun, skráningum,  vinnustaðaheimsóknum og fleiru.

Viðkomandi þarf að hafa hæfilega tölvukunnáttu, geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu.

 Vinsamlega sendið umsókn á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. merkt „Hornafjörður“ fyrir 10. október n.k.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Þóra, 4700 301 eða Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.

Afskipti bæjarstjóra af kosningum um verkfall ólögleg?

AFL kannar grundvöll fyrir að kæra bæjarstjóra og lögmann sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir það sem félagið telur afskipti af afkvæðagreiðslu um vinnustöðvun

Athugunin byggir á 4. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur en þar segir:

4. gr.

 Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með:

    a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,

    b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2024

Grunnskokastarfsd2023
 
Líkt og undanfarin ár mun AFL Starfsgreinafélag halda Starfsdag grunnskólastarfsmanna, að þessu sinni verður hann haldinn í föstudaginn 20. september í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Dagskráin liggur fyrir og við hvetjum félagsmenn okkar sem starfa í grunnskólunum til að mæta og taka þátt. Við bjóðum líka velkomna félagsmenn okkar sem starfa á leikskólum á félagssvæðinu.
 

Dagskrá
Kl. 10:00 – Komið í hús. Kaffiveitingar
Kl. 10:10 – Setning – Hjördís Þóra, formaður AFLs
Kl. 10:15 – Innsýn í fjöláfalla-og tengslavanda barna og ungmenna.-Þekking og nálgun- Jóhanna Jóhannesdóttir                                               
Kl. 12:15 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Innsýn í fjöláfalla-og tengslavanda barna og ungmenna- framhald
Kl. 14:50 – Kaffihlé
Kl. 15:20 – Fjármálalæsi – Steinunn Bragadóttir
Kl. 17:30 – Kvöldverður

Skráning á næstu skrifstofu eða á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.
Nánar um rútuferðir og aðra ferðatilhögun hjá Þórhildi Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.

Verkfallsboðun samþykk með miklum atkvæðamun

Skjámynd 2024 09 24 161733

Starfsmenn Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem eru í AFLi Starfsgreinafélagi samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta.  Alls greiddu rösk 85% atkvæði með verkfallsboðun,  rúmlega11% sögðu nei en 2,6 % rösk skiluðu auðu.  Kjörsókn var ásættanleg eða 62% og á kjörskrá voru 124 félagsmenn.

Að óbreyttu hefst því verkfall félagsmanna AFLs hjá sveitarfélaginu 2. oktober nk. kl. 11:00.  Verkfallið er ótímabundið og nær til nánast allra stofnana bæjarins. 

Þetta er mjög afgerandi niðurstaða  og þá sérstaklega í ljósi þeirra fundarferðar sem bæjarstjóri og aðrir stjórnendu bæjarins hafa staðið í á síðustu dögum en  margir starfsmenn hafa upplifað fundina  sem hótanir um atvinnumissi og kjaraskerðingu.  Bæjarstjóri hefur mótmælt því og segist hafa verið að upplýsa starfsfólk um stöðuna.  Engu að síður hafa starfsmenn bæjarins sem hafa verið í sambandi við félagið - upplifað þessa fundi eins og áður segir.

Hjördís Þóra, formaður AFLs, segist mjög ánægð með þessa niðurstöðu og sérstaklega í ljósi þeirra funda sem stjórnendur hafa haldið og upplifun starfsmanna af þeim.  "Félagsmenn okkar hafa ákveðið að standa með sjálfum sér og félaginu sem er að semja um kjörin."

Viðræður fóru í gang á föstudag en bæjaryfirvöld hafa ekki verið til viðræðu fyrr en eftir að atkvæðagreiðslan fór í gang.  Hjördís segist vonast til þess að það takist að loka málinu í vikunni og það sé gott að finna samstöðu í félagsmönnum í þeirri lokahrinu.

Takist samningar ekki hefst verkfall á miðvikudag í næstu viku.

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar

Kjörstjórn Afls Starfsgreinafélags auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar sem mun ná til allra félagsmanna Afls Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Atkvæði greiða eingöngu það félagsfólk sem boðunin tekur til sbr. framangreint.

Vinnustöðvunin felur í sér að frá kl. 11:00 fyrir hádegi þann 2. október 2024 skuli störf lögð niður (verkfall) ótímabundið.

Atkvæðagreiðsla hefst kl. 14:00 þann 17. september 2024 og henni lýkur þann 24. september 2024 kl. 14:30.

Boðun um vinnustöðvun var samþykkt á hádegisfundi trúnaðarráðs Afls starfsgreinafélags þann 17. september 2024. Texti hennar í heild sinni er hér.  

Fundur trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags, haldinn 17. september 2024, samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á meðal allra félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Vinnustöðvunin feli í sér að allir félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði leggi ótímabundið niður störf (verkfall) frá og með 2. október 2024 kl. 11:00 fyrir hádegi.

Samningaviðræður um framlagðar kröfur félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings við Sveitarfélagið Hornafjörð fyrir hönd félagsmanna sinna hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara og telur félagið sig því knúið til að grípa til

 

Allt kosningabært félagsfólk Afls Starfsgreinafélags sem starfar hjá Sveitarfélaginu Hornafirði fær send kjörgögn í tölvupósti  ásamt hlekk á rafrænan atkvæðaseðil. Til að greiða atkvæði þarf rafræn skilríki eða lykilorð.

Félagsfólk sem ekki er á kjörskrá en telur sig hafa atkvæðisrétt getur sent erindi þess efnis til kjörstjórnar Afls Starfsgreinafélags á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.

17. september 2024

Kjörstjórn Afls Starfsgreinafélags

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi