AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómenn skrifa undir kjarasamning

IMG 20240206 135043
Samningsaðilar gera sig klára til að skrifa undir kjarasamning í hádeginu í dag.


Sjómannasambandið skrifaði undir kjarasamning laust eftir hádegi í dag.  Samningur sem gerður var fyrir um ári síðan var felldur og eftir nokkuð hlé hófust samningaviðræður aftur í haust og náðust samningar loks á ný.

Með samningnum eru lífeyrisréttindi sjómanna 15,5% eins og annarra landsmanna, veikindaréttur er styrktur og taka ákvæði veikindaréttar nú í fyrsta sinn fullt tillit til mismunandi launakerfa sjómanna - s.s. mismunandi  skiptimannakerfa.  Er þá sjómönnum í skiptimannakerfi með 50% hlut á móti makker,  tryggð óbreytt laun í allt að 4 mánuði í veikinda-og slysatilfellum.  Í flestum tilfellum hingað til hafa menn fengið 50% laun í tvo mánuði og síðan kauptryggingu.

Gildistími samnings er 10 ár en með uppsagnarákvæði eftir 5 ár og öðru eftir sjö ár.  Sjómenn fá eftirleiðis desemberuppbót eins og aðrir launþegar.  Við undirritun samnings fá sjómenn eingreiðslu að upphæð 400.000 kr. og er það "fyrirframgreidd desemberuppbót" næstu fjögurra ára því desemberuppbót verður fyrst greidd 2028 og svo eftirleiðis.

Sjómannasamband Íslands mun birta kynningarefni og svara spurningum á heimasíðu sinni www.ssi.is og á facebook síðu sambandsins  https://www.facebook.com/sjomannasamband.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 12. febrúar kl. 12:00 og stendur til kl. 15:00 16. febrúar.  Sameiginleg atkvæðagreiðsla allra aðildarfélaga SSÍ er um samninginn.

Ákvörðun um undirritun samningsins var tekin í síðustu viku er aðildarfélögin héldu fund í samninganefnd sambandsins og mættu aðildarfélögin með um fjörtíu starfandi sjómenn á fundinn.  Þar voru samningsdrögin kynnt og farið í umræður um þau.  Að umræðum loknum samþykkti fundurinn einróma að skrifað yrði undir samninginn.

Hér má sjá samninginn sjálfan og hér stutt kynningarefni um samninginn.  Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar, heimasíðu Sjómannasambandsins og Facebook síðu sambandsins. 

 

Úthlutun sumarhúsa um páska 6. febrúar

Einarsstadir

Sumarhúsum AFLs um páskana verður úthlutað á úthlutunarfundi 6. febrúar nk.   Fundurinn verður haldinn að Búðareyri 1 kl. 14:00

Kjarakönnun Vörðu - rannsóknarstofun vinnumarkaðarins

Nú stendur yfir kjarakönnun á vegum Vörðu - Rannsóknarstofu Vinnumarkaðarins.  Spurt er um ýmis atriði er tengjast stöðu svarenda á vinnumarkaði, húsnæðismálum og öðrum aðstæðum.  Allir geta tekið þátt í könnuninni og er hlekkur á hana hér að neðan.  AFL hefur sent könnunina á um 7.000 félagsmenn en aðrir sem ekki fengur skilaboð geta tekið þátt með því að fylgja hlekknum hér að neðan.

 

Könnunina finnur þú hér: https://www.research.net/r/Launafolk_2024

Aðalfundur Sjómannadeildar 2023

Aðalfundur Sjómannadeildar AFLs verður haldinn að Búðareyri 1, Reyðarfirði kl. 14:00  fimmtudaginn 28. desember 2023.

Dagskrá 

1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
2. Kjaramál
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum.

Sveitarfélög - fyrning ótekins orlofs

 SveitafOrlof

Svo virðist sem einhver sveitarfélög ætli að "fyrna" ótekið orlof starfsmanna 30. apríl. nk.  Það þýðir að eigi starfsmenn enn ótekið orlof þegar næsta orlofsár hefst - muni sveitarfélögin fella það niður óbætt - þ.e. hvorki veita frí út á það né greiða það út með peningum.  Þetta er skv. túlkun sveitarfélaganna á grein 4.3.1 í aðalkjarasamningi en álit ASÍ er að greinin standist hvorki orlofslög né Evróputilskipun 2003/88/EB.  Þetta álit Alþýðusambandsins var síðan staðfest með dómi Evrópudómstólsins 22.september 2022 (mál C-120/21.

AFL hefur þegar vakið athygli einhverra sveitarfélaga á túlkun Alþýðusambandsins og því að félagið mun gæta hagsmuna félagsmanna láti sveitarfélög af þeirri hótun sinni um að fyrna ótekið orlof þann 30. apríl. nk.

Með fyrningu orlofs er í raun verið að fella niður - neita að greiða - áður áunnin laun.  Samkomulag á vinnumarkaði er á þá leið að fyrir hverja unna klukkustund fær launafólk ákveðna upphæð greidda út sem laun með loforði um að síðan verði önnur upphæð greidd síðar sem "orlof".  Með fyrningu áunnins orlofs - er það loforð svikið.  Í dómi Evrópudómstólsins er vakin athygli á því að það er launagreiðanda að sjá til þess að starfsfólk taki orlof og hafi tækifæri til að taka orlof.  Launagreiðendur geta því ekki borðið því við sem vörn að "áunnið orlof" sem safnast hefur upp - komi þeim á óvart.  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi