AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur Starfsgreinadeildar AFLs

 

logo_afls.png

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

 

20. mars kl. 17:300 2024– að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs

Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn

Undirritun 002

Breiðfylkingin, sem samanstendur af Starfsgreinasambandinu, Samiðn og Eflingu, hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.

Meginmarkmið samnings 

  • Lækkun verðbólgu og vaxta með samstilltu átaki verkalýðshreyfingar, ríkis, atvinnurekenda, sveitarfélaga og annarra​.
  • Endurreisn tilfærslukerfa heimila vinnandi fólks​.
  • Kaupmáttaraukning verði á samningstímanum.

Launahækkanir 

Hækkanir eru á formi blandaðrar leiðar krónutölu og prósentu. Launahækkanir koma til áhrifa á fjórum dagsetningum með árs millibili á samningstíma.

1. febrúar 2024

3,25% eða að lágmarki 23.750 kr.

1. janúar 2025

3,5% eða að lágmarki 23.750 kr.

1. janúar 2026

3,5% eða að lágmarki 23.750 kr.

1. janúar 2027

3,5% eða að lágmarki 23.750 kr.


Krónutöluhækkun á samningstíma er 95.000 kr. sem jafngildir 24% hækkunar lægstu launa. 

Aðrir kjaratengdir liðir taka almennum hækkunum í kjarasamningi. 

Ár​

Orlofsuppbót

Desemberuppbót

2024​

58.000​ kr.

106.000​ kr.

2025​

60.000​ kr.

110.000​ kr.

2026​

62.000​ kr.

114.000​ kr.

2027​

64.000​ kr.

118.000​ kr.

Forsenduákvæði 

Samningurinn stendur og fellur með því að markmið um lækkun verðbólgu náist, sem aftur eru forsenda vaxtalækkunar. Til að styrkja forsendur og markmið kjarasamninganna mun sérstök launa- og forsendunefnd taka þegar til starfa. Verkefni nefndarinnar er að fylgjast með framvindu þeirra þátta í efnahagslífinu sem áhrif geta haft á markmið samningsins, leggja formlegt mat á forsendur kjarasamningsins og eftir atvikum semja um viðbrögð við forsendubresti sem treysta forsendur samningsins og stuðla að því að hann haldi gildi sínu. 

Einnig eru í samningnum tvö forsenduákvæði sem koma snúa að annars vegar að vörn gegn launaskriði og hins vegar tryggingu launafólks á hlutdeild í framleiðniaukningu.

 

Framlag stjórnvalda

Framlag stjórnvalda er mikilvægur hluti af ávinningi kjarasamningsins. Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðaáætlun sem felur í sér fjárframlög til ýmissa mála sem gagnast vinnandi fólki. Er þar um að ræða aukningu ríkisútgjalda um 20 milljarða á ári. Helstu atriðin í framlagi stjórnvalda eru: 

  • Húsnæðisstuðningur
    • Sérstakur vaxtastuðningur vegna hás vaxtakostnaðar
    • Húsnæðisbætur – Grunnfjárhæð hækkar. Sérstök viðbót miðast að því að styðja betur við fjölmennari fjölskyldur
  • Barnafjölskyldur
    • Barnabætur, markmiðið er að fjölga viðtakendum barnabóta og að skerðingarmörkin verði hækkuð í átt að miðtekjum
    • Fæðingarorlof – Hámarksupphæð hækkar úr 600.000 kr. í 900.000 kr. á tímabilinu
    • Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
  • Önnur atriði
    • Gjaldskrár hins opinbera – Ríkið skuldbindur sig til að hækka ekki umfram 2,5% á árinu 2025. Tilmæli til sveitarfélaga um að endurskoða áður útgefnar hækkanir og halda þeim innan 3,5% vegna barnafjölskyldna.

Nú tekur við kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna. Niðurstaða afgreiðslu samningsins á að liggja fyrir ekki síðar en miðvikudaginn 20. mars næstkomandi. 

Útgerðirnar samar við sig!

Ánægja með nýgerðan sjómannasamning dvínaði hratt í dag þegar í ljós kom að einhverjar útgerðir bera litla virðingu fyrir eigin loforðum.  Í nýjum samningi er ákvæði um eingreiðslu sem til greiðslu er 1. mars - 400.000 krónur.  Sjómenn á uppsjávarskipum sem ekki eiga kolmunakvóta eru búnir að vera launalausir nú í á þriðja mánuð og munar því um þessa eingreiðslu.

Í staðinn fyrir eingreiðsluna fengu sjómenn einnar stórútgerðar tölvupóst frá fyrirtækinu með tilkynningu um að ekki yrði staðið við þetta ákvæði nýundirritaðs kjarasamnings.  Eingreiðslan kæmi 15. mars í stað 1. mars eins og kveðið er á um í samningnum.  Útgerðin sá ekki ástæðu til að biðja menn afsökunar á þessu samningsbroti heldur sendi þetta sem tilkynningu - eins og frá þeim sem valdið hefur og varðar lítt um hagsmuni annarra eða eigin loforð.

Við lokafrágang kjarasamningsins ræddu samningsaðilar um að bæta samskipti og reyna að bæta traust og ímynd atvinnugreinarinnar.  Það eru innantóm orð í ljósi þessa.  Það er búið að skrifa fyrsta kaflann í uppsögn samningsins um leið og það er unnt.  Þegar þetta er ritað er AFLi ekki kunnugt um hvernig fór með eingreiðsluna hjá öllum útgerðum - en athugasemdir hafa borist frá sjómönnum tveggja af stærri útgerðum á félagssvæðinu. 

Tilkynning frá Sjómannasambandi Íslands

Kjarasamningur sem undirritaður var þann 6. febrúar 2024 var samþykktur með 62,84 greiddra atkvæða. 37,17% voru á móti. Kjörsókn var 53,62%

Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins. Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.

Samningurinn er tímamótasamningur fyrir sjómenn.

Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk.

Valmundur Valmundsson formaður SSÍ lét hafa eftir sér eftir að niðurstaða var kynnt.

,,Núna eru sjómenn innan SSÍ komnir með alvöru kjarasamning eftir erfiða fæðingu. Sá samningur sem felldur var fyrir ári síðan er grunnurinn að þessum nýja samningi. Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð. Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.”

Úrtöluraddir munu halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Hlustum ekki á hælbítana, höldum stoltir áfram og vinnum eftir góðum kjarasamningi næstu árin.

 

F.h. framkvæmdastjórnar og samningansefndar Sjómannasambands Íslands Valmundur Valmundsson

Opið fyrir umsóknir um sumarhús 2024

Screenshot 2024 03 07 124117

Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarhús nk. sumar.  Úthlutað verður á opnum fundi að Búðareyri 1, Reyðarfirði þann 9. apríl og verður fundurinn auglýstur síðar.

Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu 3 ár eru í forgangi og er dregið milli þeirra sem í forgangi eru - ef fleiri umsóknir eru um fleiri hús á hverju tímabili, en félagið hefur til ráðstöfunar.

Strax við úthlutun verður stofnuð krafa fyrir staðfestingargjaldi, kr. 5.000,- og er eindagi þess 25. apríl.  Ef það ekki er greitt í tíma fellur leiga niður og húsinu er ráðstafað til þess sem efstur er á biðlista.

Staðfestingargjald er ekki endurgreitt þó fallið sé frá leigu eftir 26. apríl. 

 

Orlofsbæklingur félagsins er hér  https://asa.is/images/stories/Baeklingar/AFL_Orlofsbaeklingur.pdf

Þar sem Pósturinn er hættur að bera út dreifipóst - verður bæklingnum ekki dreift í hús á félagssvæði.  Nálgast má bæklinginn í næstu viku á skrifstofum félagsins og eins á heimasíðu félagsins sbr. hlekkinn hér að ofan. 

Hvernig breytist veikindaréttur sjómanna?

Veikindaréttur sjómanna

 

Á vegum Sjómannasambands Íslands er verið að vinna skýrari kynningarglærur á veikindarétti og ennfremur kynningarglærur um viðbótarlífeyrisframlag sjómanna.  Það er mikilvægt fyrir sjómenn að kynna sér vel lífeyrismálin áður en þeir taka ákvörðun um hvort viðbótin fer í samtryggingadeild eða tilgreinda séreign.  Báðar leiðir hafa kosti og ókosti.

 

1. Samtryggingadeild - verulega aukin lífeyrisréttindi við starfslok.  Allt að 30% meiri tryggingavernd við örorku.  Hentar best fyrir yngri sjómenn með fjölskyldu á framfæri og fasteignaskuldbindingar.  Erfist ekki.

2. Tilgreind séreign. Greidd út í einu lagi eða fáum árum við starfslok. Erfist.  Hefur ekki áhrif á langtímalífeyrisgreiðslur og veitir ekki aukna vernd gagnvart örorku.  Hentar best fyrir sjómenn sem komnir eru yfir miðjan aldur og eru farnir að horfa fram á starfslok. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi