AFL starfsgreinafélag

Benedikt Davíðsson látinn

benedikt_davssonBenedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, lést í nótt eftir langvarandi veikindi.

Benedikt var formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur en hóf fyrst störf fyrir verkalýðshreyfinguna 1953 þegar hann tók til starfa á skrifstofu Trésmiðafélags Reykjavíkur.  Hann sat í miðstjórn ASÍ og var formaður ASÍ um árabil og gengdi auk þess fjölda trúnaðarstarfa fyfir verkalýðshreyfinguna.

Hann var mikill áhugamaður um uppbyggingu lífeyriskerfis verkalýðshreyfinguna og málefni sjúkrasjóða.

Íbúðir um jól og áramót

thumb_soltun7Ennþá eru lausar íbúðir í Reykjavík um jól og áramót. Þeim sem áhuga hafa er bent á að setja sig í samband við skrifstofur AFLs sem fyrst. Einnig er hægt að fylla út umsóknareyðublað á vefnum okkar. 

Umsóknareyðublað

Sjómenn í gjallbing

formannafundur_ss2Formannafundur Sjómannasambands Íslands var haldinn í Vestmannaeyjum um helgina. Grétar Ólafssson, formaður Sjómannadeildar AFLs, Stephen Róbert Johnson, varaformaður, og Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs, sóttu fundinn fyrir hönd AFLs.

Czytaj dalej

Launahækkanir 1. nóvember 2009

thumb_frystihusÞann 1. nóvember n.k. koma til framkvæmda seinni hluti áður frestaðra launahækkana og munu mánaðarlaun verkafólks og verslunarmanna hækka um 6.750 kr., en mánaðarlaun iðnaðarmanna og skrifstofumanna um 8.750 kr. Reiknitölur ákvæðisvinnutaxta hækka um 1.75% frá sama tíma á aðra ákvæðisvinnu en bónusa í fiskvinnslu og slátrun. Hækkanir í ræstingu í tímamælingu hækka í krónutölum en fylgja ekki ákvæðisvinnutöxtum.Þeir sem eru með laun umfram umsamda launataxta fá 3,5% hækkun frá 1. nóvember, en heimilt er að draga frá þær  hækkanir sem áður hafa komið til framkvæmda á árinu.
Ný launatafla tekur gildi hjá starfsmönnum Ríkis og einnig hjá starfsmönnum sveitarfélaga, en hækkun samkvæmt henni er mismikil og fer eftir því hve hátt menn raðast í launaflokk.
Laun þessara hópa hækka næst 1. júní 2010.

Íbúðir AFLs Starfsgreinafélags um jól og áramót

thumb_solheimarUmsóknarfrestur um íbúðir AFLs fyrir jól og áramót ´09, er liðinn og hefur úthlutun þegar farið fram. Búið er að senda tilkynningar til allra umsækjenda bæði þeirra sem fengu úthlutað sem og þeirra sem ekki fengu, og eru þær að berast til þeirra  þessa dagana. Öll tímabilin gengu út nema á Akureyri þar sem íbúðin í Furulundi er laus um áramótin.