AFL starfsgreinafélag

Verið velkomin í Fróðleiksmolann

thumb_afl_reydarfj0909_145x220Í tilefni verkloka er opið hús og allir boðnir velkomnir til að skoða aðstöðuna og þiggja léttar veitingar, föstudaginn 18. september næstkomandi. Móttakan hefst klukkan 16:00 og verður þá afhjúpað listaverk eftir Helgu Unnarsdóttir, leirlistarkonu, sem verktakar hússins hafa gefið eigendum. Ennfremur verður sýning á vegum Listasafns Alþýðu. Eftir formlega opnun hússins verður boðið upp á léttar veitingar og húsið opið til skoðunar.

Czytaj dalej

Fádæma fúsk og gamlar aðferðir

Á stjórnarfundi AFLs Starfsgreinafélags, sem haldinn var á Neskaupstað í gærkvöldi, samþykkti stjórn félagsins eftirfarandi ályktun. Í henni eru útboð á þjónustu og uppsagnir á starfsfólki ríkisstofnana til þess eins að "einkavæða" störf þeirra, gagnrýnt.

Czytaj dalej

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna

thumb_starfsdagur_grunnsk_2009Hinn árlegi starfsdagur grunnskólastarfsmanna var haldinn fimmtudaginn 10. september, þar mætti fagur hópur grunnskólastarfsmanna sem hlýddi á erindi þeirra Páls Ólafssonar félagsráðgjafa um jákvæð samskipti, Sverris Mars Albertssonar um ný vandamál í breyttu umhverfi, Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur er fjallaði um launaumhverfi sveitarfélagastarfsmanna, Þórunnar Egilsdóttur frá ÞNA um að koma fram að sjálfsöryggi og síðast en ekki síst erindi Sigríðar Herdísar Pálsdóttur verkefnisstjóra Fjarðarbyggðar um móttöku nýrra íbúa. Sjá myndir frá starfsdeginum

Útleiga orlofsíbúða um jól og áramót.

thumb_ofanleiti21Umsóknir um orlofsíbúðir AFLs fyrir jól og áramót þurfa að berast skrifstofum félagsins fyrir mánaðarmót september – október. Um tvö tímabil verður að ræða, þ.e. vikuna 23. til 30. des. og frá 30. des. til 6. janúar. Stefnt er að því að úthlutun geti farið fram um miðjan október. Greiða þarf staðfestingargjald sem nemur helmingi af leigugjaldi, fyrir októberlok. Sé það ekki gert verður litið þannig á að íbúðin sé laus til endurútleigu. Lokagreiðsla skal fara fram eigi síðar en tveim vikum fyrir áætlaðan leigutíma.
Umsóknareyðublöð er að finna á vef okkar undir umsóknir og eyðublöð eða á næstu skrifstofu AFLs.   Orlofsnefnd

Myndasamkeppni

thumb_niconNú er myndasamkeppni AFLs um bestu myndina úr eða af sumar dvalarstað félagsins lokið. Félaginu bárust þó nokkrar myndir, þó var þátttaka dræmari en vonast var til,  þökkum við þeim sem sendu inn myndir fyrir farmlagið. Óháð matsnefnd mun velja bestu myndirnar  en sú nefnd hefur ekki haft tök á því að koma saman, verður það gert innan tíðar og í kjölfarið tilkynnt um sigurvegara. Hér má sjá innsendar myndir.

Fiskverð hækkað

thumb_fiskurÁ fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. Ákveðið var einnig að hækka verð á karfa um 10%. Verð þetta gildir frá og með deginum í dag.

Grunnskólastarfsmenn í AFLi!

thumb_starfsdagur_grunnskst_2008Starfsdagur grunnskólastarfsmanna verður haldinn föstudaginn 11. september n.k. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði.  

Czytaj dalej