AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Yfirlýsing frá Samninganefnd Starfsgreinasambandi Íslands

Í tilefni af fréttum fjölmiðla þess efnis að Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu vegna tveggja kjarasamninga vill samninganefnd  Starfsgreinasambandsins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu og er það í samræmi við forræði einstakra félaga á sínum málum. Það er miður að í tengslum við þessa samþykkt þurfi að bera félaga sína þungum sökum. Samninganefnd Starfgreinasambandsins mun aldrei taka þátt í því að semja um að rýra kjör okkar fólks, hvort sem það lítur að vinnutíma, álagsgreiðslna eða annara þátta. Í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hefur þessi afstaða komið fram með mjög sterkum og afdráttarlausum hætti og samninganefndarmönnum á að vera það algerlega ljóst. Það má minna á að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum við SA vegna þessara þátta. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins mun ekki standa í skeytasendingum við félaga sína í fjölmiðlum. Verkefni okkar er að ná samningum um bætt kjör okkar fólks, við einbeittum okkur að því í samhljómi við félaga okkar í Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og  Grindavíkur.

Reykjavík, 20. Mars 2019

F.h. Starfsgreinasambandsins

Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri

Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. s. 897 8888

Viðræðuslit

Engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafa komið fram frá Samtökum atvinnulífsins um helgina, þannig að SGS hefur ákveðið að slíta viðræðum og félögin munu nú sækja heimildir frá félagsmönnum til aðgerða. SGS hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Síðastliðinn föstudag samþykkti samningarnefnd Starfsgreinasambandsins einróma að ef ekki kæmu fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins um helgina, hefði viðræðunefnd sambandsins fulla heimild til þess að slíta kjaraviðræðum. Engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafa komið fram frá Samtökum atvinnurekenda.

Því hefur viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins slitið kjaraviðræðum og mun í kjölfarið sækja heimild til aðgerða frá félagsmönnum.

Ein þjóð í landinu?

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum um afnám stuðnings við áætlunarflug á fáfarna flugvelli – s.s. Höfn á Hornafirði, Vopnafjörð og Þórshöfn.  Veðurskilyrði síðustu vikur hafa ítrekað sannað mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa aðgang að áætlunarflugi þegar fjallvegir eru meira og minna illfærir.

Síðustu ár hefur ýmis þjónusta flust að verulegu leyti frá minni stöðum í kjölfar aukinna sérhæfingar. Því  verða allar samgöngur mikilvægari en ella.  Framboð á sérfræðiþjónustu t.d. í heilbrigðismálum er fábrotin á landsbyggðinni og þurfa því íbúar að sækja þjónustuna um langan veg.

Það þarf jákvætt hugarfar til að telja eina þjóð búa í landinu – þar sem nánast öll þjónusta hefur safnast á á höfuðborgarsvæðið. Ef það er vilji stjórnvalda að landið haldist í byggð og hér ríki eitthvað jafnræði meðal íbúa – er forgangsverkefni að tryggja öruggar samgöngur.

Af samningamálum

Starfsgreinasambandið og landsamband íslenskra verslunarmanna hafa bæði vísað kjaradeilu við SA til ríkisáttasemjara og samninganefnd Samiðnar hefur samþykkt heilmild til formanns Samiðnar til þess að vísa.

AFL Starfsgreinafélag á aðild að öllum þessum samböndum með sínar deildir og er þátttakandi í þeirra viðræðum.

Þrátt fyrir vísun til ríkissáttasemjara verður látið á það reyna á næstu dögum hvort ljúka megi deilunni með kjarasamningi.

Stéttarfélögin fjögur sem áður höfðu vísað deildunni og fundað hafa í Karphúsinu síðustu vikurnar slitu í gær viðræðum við SA og undirbúningur að verkfallsaðgerðum kominn í gang.

Stjórnvöld kynntu í vikunni fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu í tenglum við kjarasamninga og ollu þær vonbrigðum. Fyrirhugaðar skattabreytingar eru rýrar en öllu jákvæðara er þó að þau eru að einhverju leyti tilbúin í að taka á launaþjófnaði og öðrum kjarasamningsbrotum auk lausnar í húsnæðismálum.

Kröfugerðir vegna samninga við sveitarfélögin annars vegar og Ríkisins hins vegar eru tilbúnar og óskað hefur verið eftir fundum með þeim aðilum til að fjalla um endurnýjun þeirra kjarasamninga en þeir renna út í lok mars.

Ekki endalaus þolinmæði!

samninganefnd sgs

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur samþykkt að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning og verður viðræðum haldið áfram eftir helgi. Aðilar hafa fundað nánast daglega undanfarnar vikur, auk þess sem vinna starfshópa um einstök málefni hefur verið í fullum gangi. Viðræðurnar hafa gengið þokkalega en staðan er viðkvæm og margt er enn óleyst. Þolinmæði Starfsgreinasambandsins í þessum kjaraviðræðum er ekki endalaus og það er ljóst að næsta vika getur ráðið úrslitum upp á framhaldið.

Samninganefndir iðnaðarmanna og verslunarmanna munu funda áfram um helgina í húsnæði ríkissáttasemjara

Komandi átök eru í boði stjórnvalda!

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags hvetur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til að koma til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um aukinn jöfnuð á landinu með róttækum tillögum í skattamálum.

  AFL lýsir vonbrigðum með framkomnar hugmyndir ríkisstjórnarinnar um breytingar á álagningu skatta sem færir öllum – hálaunafólki sem láglaunafólki – skattalækkun. 

AFL bendir á að skattbyrði lág-og meðallaunafólks hefur hækkað verulega síðasta áratug. Ef ríkisstjórnin vill koma í veg fyrir harðar vinnudeilur á komandi vikum – þarf hún að koma til móts við sjálfssagðar og réttlátar kröfur verkalýðsfélaganna.

Félagsmenn verkalýðsfélaganna hafa tekið virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins eftir bankahrun og þá kreppu sem græðgisvæðingin hrundi af stað fyrir 10 árum.  Á sama tíma og alþýðufólk hefur unnið að heilindum að uppbyggingunni hafa ofurlaun og sjálftaka fest sig í sessi aftur. Brask og spákaupmennska hefur hækkað verð á íbúðarhúsnæði upp úr öllu valdi. Skattbyrði hefur verið velt yfir á láglaunahópa, bæði beint og með auknum þjónustugjöldum.

Komandi átök á vinnumarkaði eru í boði stjórnvalda og sjálftökuliðsins.  Þolinmæði almennings er þrotin.

AFL Starfsgreinafélag mun halda áfram með félögum innan Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Landssambandi Ísl. Verslunarmanna að leita samninga við viðsemjendur – en lýsir um leið fullum stuðningi við baráttu félaga okkar í þeim félögum sem eru að boða til verkfalla.  Um leið hvetjum við félgasmenn AFLs til að virða væntanleg verkföll annarra verkalýðsfélaga og ganga alls ekki í störf félagsmanna þeirra.  Við vekjum athygli á því að ef einhverjir félagsmanna AFLs eru starfandi utan félagssvæðis AFLs – eiga þeir að ganga til verkfalla með verkalýðsfélögum á starfssvæði sínu

Ályktun samþykkt á fundi sjtórnar AFLs 25. febrúar 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi