AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Launahækkun Ríkisstarfsmenn

Félagsmenn okkar sem starfa hjá Ríkinu fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017.

Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars.
Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið á almenna vinnumarkaðnum nýtist líka starfsfólki hjá hinu opinbera sjá hér

Iðn- og tækninám góður grunnur fyrir Háskólanám.

IdnHR

Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða: www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Á síðunni eru teknar saman upplýsingar um vinsælar námsbrautir í HR hjá fólki með iðnmenntun, leiðarvísir um hvaða inntökuskilyrði þarf að uppfylla fyrir mismunandi námsbrautir, ásamt reynslusögum nemenda sem sýna fjölbreyttan menntaferil nemenda í HR.

Íslenskt atvinnulíf kallar eftir fólki með góða verkþekkingu og það er mikilvægt að benda ungu fólki á þá fjölbreyttu möguleika sem iðn- og tækninám veitir. Eftirspurnin á vinnumarkaði eftir einstaklingum með tæknigrunn og sérhæfingu úr háskóla er mjög mikil og á líklega enn eftir að aukast í framtíðinni. Því er vert að leggja áherslu á að iðnmenntun lokar engum dyrum varðandi áframhaldandi nám, heldur er þvert á móti góður grunnur fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi.

Ölfusborgir tvö ný hús

Olfusborgir

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á tveim húsum í Ölfusborgum, húsum nr. 14 og 15. Þau koma til notkunar fyrir félagsmenn frá og með 1. mars 2018 á sama hátt og hús félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og í Klifabotni þ.e.s.a almenn leiga, af vef félagsins "Bóka orlofseign" fyrir utan úthlutunartímabil sem er um páska frá 28. mars til 4. apríl og sumarmánuðina frá 1. júní til 24. ágúst, en þá þarf að sækja um fyrir auglýsta tíma á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Hægt er að sækja um Ölfusborgir fyrir þessa páska, með símtali á skrifstofu félagsins eða á eyðublaði sjá hér

Verkbann í verksmiðju ALCOA í Bécancour í Kanada

AluminiumWorkersYfir þúsund starfsmenn læstir úti.  Mynd: USW

Um eitt þúsund starfsmenn í álveri ALCOA í Bécancour í Quebec í Kanada hafa verið í verkbanni frá 11.  janúar sl.  Verkalýðsfélag starfsmanna, Local 9700 í United Steel Workers, hafði átt við í viðræðum við fyrirtækið sem er 75% í eigu ALCOA og 25% í Rio Tinto, um kjarasamning.  Félagið vildi ekki fallast á kröfur fyrirtækisins sem sneru m.a. að breytingum á starfsaldurstengdum réttindum og lífeyrisrétti starfsmanna.  Fyrirmælin um verkbannið komu beint frá höfuðstöðvum fyrirtækisins og forstjóri verksmiðjunnar segist ekki hafa umboð til að ganga til samninga við verkalýðsfélagið.

Fyrirtækið hafði hafið þvingunaraðgerðir áður en samningafundir hófust og var byrjað að slökkva á kerjum. Skv. frétt á heimasíðu Industry All Global, gætu aðgerðir fyrirtækisins verið í því skyni að þvinga stjórnvöld til að lækka verð á raforku eða jafnvel til að draga úr umframbirgðum á áli og þrýsta á verðhækkun þannig.  Formaður Local 9700, Clément Masse, spyr: "Af hverju búa menn til vinnudeilu sem mun þegar upp verður staðið kosta miklu meira en allar kröfur sem verkalýðsfélagið hefur lagt fram. Það er eitthvað gruggugt hér. Fjárfestar ættu að krefja fyrirtækið um svör," sagði Masse.

Stjórn AFLs fjallaði um málið á stjórnarfundi sínum sl. þriðjudag og fól framkvæmdastjóra félagsins að skrifa aðalforstjóra ALCOA bréf (sjá hér) og hvetja hann til að aflétta verkbanni og ganga til samninga við Local 9700.

Sjá heimasíðu indust

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi