Laun félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að 1,4 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði. Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni.
Samkomulagið um launaþróun er gert á grunni rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá október 2015
Félagsmenn hafa haft samband við skrifstofu AFLs vegna atvinnuþátttöku sjálfboðaliða á vegum erlendra samtaka hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu. Vegna þessa hefur formaður AFLs m.a. sent Fjarðabyggð erindi þar sem segir:
"Sjálfboðaliðastörf hjá sveitarfélögum.
AFL Starfsgreinafélag hafnar allri aðkomu sjálfboðalíða við vinnu á vegum sveitarfélaga innan þéttbýliskjarnanna. Sama gildir um verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna bæði innan og utan þéttbýlis.
Það er skilningur félagsins að sjálfboðaliðastörf geti því aðeins átt við um fegrun fólksvanga og hreinsun á fjörum.
Reynt hefur verið mánuðum saman að fá viðræður við Sambands ísl. sveitarfélaga um samræmdar reglur um störf sjálfboðaliða hjá sveitarfélögunum án árangurs.
Á meðan svo er mun AFL Starfsgreinafélag halda sig við ofnagreinda skilgreiningu.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir"
Félagið hefur kannað í viðhorfskönnunum meðal félagsmanna hversu algeng sjálfboðaliðastörf eru og virðist sem þeim hafi fækkað nokkuð milli ára - sjá mynd. Félagið er að undirbúa átak í að ná persónulegu sambandi við þá sem starfa sem sjálboðaliðar og mun leitast við að fá þá til að heimila okkur að innheimta laun fyrir þá í þeim tilvikum sem sjálfboðaliðar starfa við efnahagslega starfssemi - þar sem vinnan hefði að öðrum kosti verið unnin af félagsmönnum AFLs.
"Þar sem forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ skorar stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans. Gegndarlausar launahækkanir til æðstu embættismanna, þingmanna og annarra stjórnenda eru langt umfram það sem venjulegt launafólk fær og því eykst sífellt mismunun í samfélaginu. AFL Starfsgreinafélag telur því rétt að segja upp samningum og freista þess að ná samningum við atvinnurekendur og ríkisstjórn um aukinn jöfnuð og réttlæti. Það er kominn tími á að stöðva græðgisvæðingu yfirstéttarinnar og snúa vörn í sókn."
Þetta varð niðurstaða á fundi stjórnar og trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöld þar sem um 40 félagar AFLs komu saman til að ræða viðhorf í kjaramálum.
Laun félagsmanna sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að 0,5 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði (SAKEK) .Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni. Áður höfðu laun þessa hóps hækkað um að meðaltali 1,8% afturvirkt frá 1. janúar 2017, á grundvelli samkomulagsins.
Námskið „Raki og mygla í húsum 2“ verður haldið á Reyðarfirði 1. mars nk. Þetta er framhald námskeiðsins „Raki og mygla í húsum 1“ sem haldið var í haust. Það er ekki skilyrði fyrir þátttöku að hafa sótt fyrra námskeiðið. Sjá slóð á skráningu hér