AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL sótti milljónir í leiðréttingar!

fljotsdalsherad1 Um þessi mánaðarmót greiddi Fljótsdalshérað launaleiðréttingar til fjölda félagsmanna AFLs og nam hæsta leiðréttingi vel á aðra milljón króna.  Um árabil hefur Fljótsdalshérað greitt tímavinnukaupi vaktaálög en það er óheimilt.  Skv. kjarasamningum á að greiða fólki sem kallað er í tilfallandi vinnu dagvinnu og yfirvinnu en ekki er heimilt að greiða vaktaálög nema viðkomandi sé með fast starfshlutfall.

Nokkrir félagsmenn AFLs leituðu til félagsins fyrir tæpu ári síðan og hefur félagið síðan verið í viðræðum við sveitarfélagið og safnað gögnum vegna félagsmanna.

Um leið og sveitarfélagið leiðrétti laun félagsmanna AFLs voru og leiðrétt laun félagsmanna annarra stéttarfélaga sem starfa hjá sveitarfélaginu.  Alls náði leiðréttingin til tæplega þrjátíu starfsmanna og var allt frá  nokkur þúsund krónum til um 1,5 milljón króna til einstaks starfsmanns.  AFL hefur unnið þetta mál án aðkomu annarra félaga og undirstrikar mikilvægi þess að launafólk velji sjálft sitt stéttarfélag án afskipta launafulltrúa þar sem fleiri en eitt félag á kjarasamning um viðkomandi starf.  

Helgarferð til Manchester

tanni AFL og Tanni Travel hafa samið um sérstök afsláttarkjör fyrir 50 félagsmenn AFLs Starfsgrfélags í helgarferð til Manchester.  Sjá nánari upplýsingar um ferðiina á http://www.tannitravel.is/manchester-2018.html.  Félagsmannaafsláttur er kr. 20.000.  Til að fá þennan afslátt þurfa félagsmenn að kaupa "ávísun" hjá AFLi á kr. 10.000 - en ávísunin gildir síðan sem 30.000 kr. greiðsla í umrædda ferð.  AFL mun selja 50 slíkar ávísanir.  Hver félagsmaður getur keypt eina ávísun og aðeins er hægt að nota ávísunina sem greiðslu v. ferðar fyrir þann sem ávísunin er gefin út á -þ.e. félagsmanninn sjálfan.

Félagsmenn geta keypt ávísanirnar beint af "mínum síðum" á www.asa.is.  Þeir sem ekki hafa fengið aðgangsorð að "mínum síðum" geta fengið aðgansorðið með því að fara á "mínar síður" og slá inn kennitöluna sína og fengið aðgangsorðið sent í sms eða tölvupósti.  Ef kerfi AFLs þekkja ekki símanúmer eða netfang félagsmanns getur viðkomandi sent póst á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. og óskað eftir að þessar upplýsingar séu skráðar.

Ath. á mínum síðum eru upplýsingar um iðgjöld og þar er einnig hægt að bóka orlofsíbúðir og hús, kaupa hótelávísanir og fleira.

Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar

motfrSíðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.

Atvinnurekenda greiðir hækkað mótframlag til þess lífeyrissjóðs sem skylduiðgjaldið er greitt til en sjóðfélagar geta nú sjálfir ráðstafað allt að 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í tilgreindan séreignarsparnað með samningi við lífeyrissjóð eða nýtt það til að auka tryggingavernd sína til örorkulífeyris og ævilangs ellilífeyris í samtryggingu.

Hækkun mótframlags atvinnurekenda byggir á kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA frá janúar 2016 en þá var samið um 3,5% hækkun á mótframlagi atvinnurekanda í lífeyrissjóð sem tók gildi í þremur áföngum á árunum 2016-2018.

Ekki hefur náðst að semja um viðbótarframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn.

Czytaj dalej

Öruggt húsnæði á ekki að vera forréttindi

Husnaedi

Húsnæðismál launafólks eru í algjörum ólestri. Stöðugt fleiri þurfa að reiða sig á óöruggan leigumarkað og nota stóran hluta launa sinna til að borga okurleigu. Þessi staða bitnar verst á þeim sem standa höllum fæti fyrir. Þetta er fátækragildra.

Miðstjórn ASÍ krefst þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Alþingi axli nú þegar ábyrgð á að leysa húsnæðisvandann með raunhæfum aðgerðum.

Czytaj dalej

Stuðningur við framboð

Salb á Kárahnjúkum

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að styðja framboð framkvæmdastjóra félagsins, Sverrir Mar, til forseta Alþýðusambandsins á þingi ASÍ í haust. Talsverðar umræður voru á stjórnarfundinum og var m.a. til umræðu hvernig félagið myndi bregðast við millibilsástandi sem yrði ef til þess kæmi að Sverrir Mar yrði kjörinn en ekki gengið frá því hver tæki við hans störfum hjá félaginu.

Þá lýstu nokkrir stjórnarmenn yfir áhyggjum af „orðsporsáhættu“ félagsins í ljósi þess að aðilar á samfélagsmiðlum geta verið  grimmir og beinskeyttir í garð einstaklinga sem stíga fram fyrir verkalýðshreyfinguna.

Niðurstaða fundarins var að nú þegar ljóst er að sitjandi forseti hyggst ekki gefa kost á sér – mun AFL Starfsgreinafélag stíga fram og bjóðast til að axla ábyrgðina.  (Myndin er tekin á Kárahnjúkum á framkvæmdatímanum þar).

Sjálfboðliðar eru félagslegleg undirboð

  • Þegar sjálfboðaliðar eru notaðir í atvinnurekstri grafa fyrirtækin sem nota þá undan kjörum launafólks og skapa sér ólögmætt forskot

snippit sjálfboðaliðarSýknun Héraðsdóms Austurlands í máli lögreglustjórans á Austurlandi gegn Vallanesbúinu vegna brota á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga kom AFLi Starfsgreinafélagi nokkuð á óvart. Dómurinn byggði á lögum sem í gildi voru til áramóta 2016 – 2017 en meint brot voru framin sumarið 2016.  AFL og lögmenn félagsins töldu – á þeim tíma sem félagið lagði fram kæru á hendur búinu – að eldri lög væru nægilega skýr.  Þá var tekin ákvörðun um að ákæra í málinu, en það er aðeins gert ef ákæruvaldið telur það sem fram er komið nægilegt eða líklegt til sakfellis.

Það er mat félagsins og lögmanna þess að ef dæmt væru um sama mál skv. núgildandi lögum yrði niðurstaðan á annan veg.

Fjöldi sjálfboðaliða í störfum á íslenskum vinnumarkaði hefur farið ört vaxandi síðustu ár en með stöðugu átaki AFLs á félagssvæðinu virðist sem okkur hafi tekist að hafa nokkur áhrif. Þannig þekktu um 15% félagsmanna AFLs dæmi um að sjálfboðaliðar væru við störf á félagssvæðinu 2016 en aðeins 10% svöruðu þeirri spurningu jákvætt 2017.

Sjálfboðaliðar í efnahagslegri starfssemi grafa undan kjörum þeirra sem hafa samsvarandi störf að atvinnu. Sjálfboðaliðastarfssemi er hluti af svarta hagkerfinu þar sem ekki er skilað inn sköttum og skyldum af verðmætasköpun eins og öll heiðarleg fyrirtæki gera.  Aðilar sem starfa á samkeppnismarkaði og nýta sjálfboðaliða til starfa eru að ná forskoti í samkeppni og það virkar sem hvatning á aðra í sömu grein að fara sömu leið.

Ástæða þess að framboð er á sjálfboðaliðum til starfa er bæði ævintýralöngun og mikið atvinnuleysi og vonleysi í öðrum heimshlutum.  Vel stæðum millistéttarunglingum sem eru á framfæri foreldra sinna finnst spennandi að ferðast til nýrra landa og leita ævintýra og gera sér illa grein fyrir því að með framferði sínu grafa þau undan kjörum lægst launaða fólksins í því landi sem þau heimsækja.  Sunnar í Evrópu er mikið atvinnuleysi og mörgum finnst eftirsóknarvert að geta skráð atvinnuþátttöku á ferilskrár sínar – hvort heldur um launaða vinnu er að ræða eða ekki.

Víst er að allir tapa á félagslegum undirboðum nema atvinnurekendur sem nýta sér hrekkleysi fólks eða bága stöðu til féþúfu.  Barátta launafólks til langs tíma er fótumtroðin í leit óábyrgra launagreiðenda í leit að skyndigróða. Samfélagið allt er svikið um skatta til samneyslu og staða launafólks til kjarasamninga er veikt.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi