AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Á 100 ára afmæli

Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning (Flash mob) og göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt.
Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness. sjá hér

Kynferðislegt áreiti á vinnustöðum

Í pistli í Austurglugganum í þessari viku er fjallað um kynferðislegt áreiti er ungar stúlkur þurfa að þola. Í pistlinum er vísað til fiskvinnslu sem ekki er nafngreind. Skv. pistlahöfundi, Þórunni Ólafsdóttir, virðist ástandið lítið hafa batnað á fimmtán árum - eða frá því hún sjálf starfaði við fiskvinnslu og þar til  sl. sumar er unglingsstúlka sem hún vitnar til, starfaði í sama húsi. Kynferðislegt áreiti er m.a. athugasemdir um vaxtarlag, um einkalíf og hvers kyns niðurlægjandi athugasemdir og atferli.

AFL Starfsgreinafélag fagnar því að umræða um kynferðislega áreitni eigi sér stað. Hvers kyns áreiti og einelti á vinnustöðum á ekki að líða.  Félagið hefur tekið á örfáum slíkum málum á liðnum árum - en lítið er um að leitað sé til félagsins vegna kynferðilegra áreitni. Hvers kyns einelti á að tilkynna til Vinnueftirlitsins og mun félagið aðstoða við það sé þess óskað. Nánari upplýsingar um kynferðilega áreitni og einelti má fá í þessum bæklingi svo og hér   http://www.vinnueftirlit.is/media/fraedslu--og-leidbeiningarit/einelti_og_kynferdisleg_vef.pdf. Einnig má vísa í reglugerð  Velferðarráðuneytisins http://www.vinnueftirlit.is/media/sem-heyra-undir-vinnuvernd/B_nr_1009_2015.pdf og  Lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum sem tekur m.a. á þessum málaflokk - sjá  http://www.althingi.is/lagas/nuna/1980046.html

Félagið hvetur þá sem verða fyrir áreitni eða verða vitni að slíku - til að hafa samband við félagið eða trúnaðarmann þess á staðnum. 

 

Stuðningur við aðgerðir í Straumsvík

AFL Starfsgreinafélag fordæmir verkfallsbrot yfirmanna Ísal í Straumsvík sem gengu í morgun í störf hafnarverkamanna í löglega boðuðu verkfalli þeirra. AFL bendir á að nú stendur yfir allsherjaratkvæðagreiðsla um sátt á vinnumarkaði til næstu 2ja ára og framkoma yfirmanna Ísal í yfirstandandi kjaradeilu setur samningaviðræður um framtíðarskipan vinnumarkaðar í uppnám. AFL skorar á stjórn Samtaka Atvinnulífsins að fordæma framkomu Ísal og yfirmanna fyrirtækisins.

Framtíðarsátt á vinnumarkaði getur ekki orðið þeim hætti að verkalýðsfélög skuldbinda félagsmenn sína með kjarasamningum á meðan aðildarfyrirtæki Samtaka Atvinnulífsins taka sér sjálfdæmi um það hvort þau virði þá samninga.

Kjaradeilan er orðin langvinn og því þarf ekki að undra þótt gripið sé til aðgerða til að þrýsta á um kjarabætur. Framkoma  Rio Tinto og forsvarsmanna þess í samningaviðræðum við stéttarfélögin er fyrirtækinu til háborinnar skammar og steininn tekur úr við aðgerðum þess í morgun. Við getum ekki unað því að alþjóðleg stórfyrirtæki hámarki hagnað sinn á kostnað íslensks launafólks þvert á kjarasamninga. Útvistun verkefna er eitt helsta verkfæri stórfyrirtækja til félagslegra undirboða og gegn því þarf að berjast af fullri hörku.

AFL Starfsgreinafélag lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu starfsmanna í Straumsvík og rétti þeirra fyrir því að gerðir verði við þá kjarasamningar eins og íslensk lög gera ráð fyrir. Félagsdómur varðandi málið

Ný og breytt námsskrá fyrir fiskvinnslufólk

Eftir langt og strangt vinnuferli staðfesti Menntamálastofnun nýverið nýja og breytta námsskrá vegna grunnnámskeiða fiskvinnslufólks, en námskráin var þróuð af Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Nýja námsskráin hefur í för með sér talsverðar breytingar. Meðal þeirra má nefna að bóklega kennslan verður samtals 48 klukkustundir  (var áður 40 klst á grunnnámskeiðum og 8 klst. á viðbótarnámskeiðum) og kröfu um að viðkomandi hafi staðfestingu á því að hann hafi komið að ýmsum verkþáttum í fyrirtækinu og haldi verkdagbók sem verður staðfest af viðkomandi verkstjórnanda. Þá verður sú breyting á að mögulegt verður að meta einingar námskeiðsins (13 talsins) til allt að sjö eininga í framhaldsskóla, í stað fimm eininga á núverandi námskeiðum.

Framvegis falla grunnnámskeið fiskvinnslufólks alfarið undir vottaðar námsleiðir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) sem síðan gerir samninga við viðurkennda fræðsluaðila/símenntunarmiðstöðvar um kennslu o.fl.

Námsskrána í heild sinni má nálgast hér.

Nýr kjarasamningur samþykktur með 91% greiddra atkvæða

P1213145Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi í dag.

Já sögðu 9.274 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur.

Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%.

Kjörstjórn aðildarsamtaka ASÍ Sjá samninginn hér

Kauptaxtar SGS við SA 2016- 2017

Launatöflur LIV/VR og SA 2015-2018

Launataxtar Samiðnar og Samtaka Atvinnulífsins

Launataxtar Samiðnar og Bílgreinasambandsins

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi