AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Stendurðu einn – eða áttu bakhjarl?

Launafólk sem tekur þátt í svartri atvinnustarfssemi eða vinnur sem „undirverktakar“ taka mikla áhættu. Ef eitthvað bjátar á – stendur viðkomandi einn síns liðs.  Á liðnu ári hefur AFL Starfsgreinafélag annast tugi slysamála, hundruði mála sem tengjast hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og tugi innheimtumála vegna vangoldinna launa.  Félagsmenn AFLs sækja þessa þjónustu sér að kostnaðarlausu.

Czytaj dalej

Kjarasamningur við sveitarfélögin samþykktur

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við samband ísl. sveitarfélaga lauk á miðnætti.
Á kjörskrá voru 461 félagsmaður og greiddu 184 þeirra atkvæði eða 39,91%
Já sögðu 162 eða 88%
Nei sögðu 15 eða 8%
Auðir voru 7 eða 4%
Samningurinn er afturvirkur frá 1. maí s.l og gildir fram á árið 2019 nema að forsendur hans standist ekki. sjá nánar

Samið við sveitarfélögin.

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga seint á föstudaginn. Umboð AFLs var hjá SGS og því hefur samningur félagsins við sveitarfélögin 10 á svæðinu verið undirritaður. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:

  • Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
  • Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.
  • Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014.
  • Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.
  • Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
  • Tekjutryggingin hækkar um 86.000 kr. á samningstímanum og verður komin í 300.000 kr. l. maí 2018.
  • Lagfæring var gerð á sérákvæðum sjúkraflutningamanna við sveitarfélagið Hornafjörð.

Þá hækkar desemberuppbót um rétt innan við 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans.
Stefnt er að því að atkvæðagreiðsla hefjist kl. 08:00 þann 1. desember og að henni ljúki á miðnætti 8. desember.
Kynning á samningum fer fram á næstunni. sjá samning

Sérákvæði Sjúkraflutningamanna Hornafirði

Virðing fyrir herbergisþernum

Dignity

Hin síðari ár hefur öryggi herbergisþerna á hótelum vakið alþjóðlega umræðu: þyngri dýnur og rúm, gler, speglar og glansandi yfirborð hafa leitt til erfiðari vinnuskilyrða og aukins álags. Sú tilhneiging að þrýsta niður verði fyrir gistingu hefur valdið því að hótelþrifum er útvistað og atvinnuöryggi hótelþerna hefur minnkað. Afleiðingarnar eru óörugg vinnuskilyrði, lág laun og takmörkuð réttindi.
Hótelgestir vita sjaldnast hvernig það er að þrífa hótel og almenningur er ekki meðvitaður um álagið og óöryggið sem herbergisþernur búa við, sjá meira

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum athugið!

Kynningafundir um nýgerðan kjarasamning við Samband ísl. sveitarfélaga verða haldnir sem hér segir:

Fim. 26. nóv. kl.16:30 Víkurbraut 4 Hornafirði
Fös. 27. nóv. kl. 16:30 Sambúð Djúpavogi
Mán. 30. nóv. kl. 10:30 Grunnsk. Fáskrúðsfirði
Mán. 30. nóv.  kl 12:45 Grunnsk. Fáskrúðsfirði
Mán. 30. nóv. kl. 16:30 Námsver  Reyðarfirði
Þr. 1. des. kl. 10:00 Leikskólinn Seyðisfirði
Þr. 1. des.  kl 11:00    Íþróttahús Seyðisfirði
Þr. 1. des. kl. 16:30 Lónabraut 4 Vopnafirði
Mið. 2. des. kl. 16:30 Egilsbraut 11 Neskaupstað
Fim. 3. des. kl. 16:30 Miðvangi 2-4 Egilsstöðum

Kynningarbæklingur um kosningar

Úthlutun um jól og áramót

Lokið er úthlutun orlofsíbúða félagsins um jól og áramót. Alls sóttu 50 félagsmenn um 30 úthlutanir. Þar af höfðu 4 fengið úthlutað á liðnum árum og voru því ekki í forgangi. Síðan hefur einn afþakkað íbúðina sem hann fékk úthlutað og tveir afþakkað sæti á biðlista.  Þeir sem sóttu um en fengu ekki íbúð fengu stöðu á biðlista og njóta forgangs ef endurúthlutað verður íbúðum sem skilað er aftur.

Eindagi leigu vegna jóla og áramóta er þriðji desember og í kjölfarið kemur í ljós hvort laust verður í einhverjar af íbúðum félagsins í Reykjavík eða Akureyri yfir hátíðirnar. Þau tímabil verða þá sett í almenna leigu á orlofsvef félagsins.  Á þessum tíma – þ.e. frá 22. Desember til 4. Janúar eru íbúðirnar aðeins leigðar í vikuleigu, þ.e. frá 21. Des – 28. Des og frá 28. Des – 4. Jan.

Allir umsækjendur eiga að hafa fengið bæði SMS skeyti og tölvupóst um hvort þeir fengu úthlutað eða ekki – og þá hvaða stöðu þeir hafa á biðlista v. endurúthlutunar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi