AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Úthlutun um jól og áramót

Lokið er úthlutun orlofsíbúða félagsins um jól og áramót. Alls sóttu 50 félagsmenn um 30 úthlutanir. Þar af höfðu 4 fengið úthlutað á liðnum árum og voru því ekki í forgangi. Síðan hefur einn afþakkað íbúðina sem hann fékk úthlutað og tveir afþakkað sæti á biðlista.  Þeir sem sóttu um en fengu ekki íbúð fengu stöðu á biðlista og njóta forgangs ef endurúthlutað verður íbúðum sem skilað er aftur.

Eindagi leigu vegna jóla og áramóta er þriðji desember og í kjölfarið kemur í ljós hvort laust verður í einhverjar af íbúðum félagsins í Reykjavík eða Akureyri yfir hátíðirnar. Þau tímabil verða þá sett í almenna leigu á orlofsvef félagsins.  Á þessum tíma – þ.e. frá 22. Desember til 4. Janúar eru íbúðirnar aðeins leigðar í vikuleigu, þ.e. frá 21. Des – 28. Des og frá 28. Des – 4. Jan.

Allir umsækjendur eiga að hafa fengið bæði SMS skeyti og tölvupóst um hvort þeir fengu úthlutað eða ekki – og þá hvaða stöðu þeir hafa á biðlista v. endurúthlutunar.

Virðing fyrir herbergisþernum

Dignity

Hin síðari ár hefur öryggi herbergisþerna á hótelum vakið alþjóðlega umræðu: þyngri dýnur og rúm, gler, speglar og glansandi yfirborð hafa leitt til erfiðari vinnuskilyrða og aukins álags. Sú tilhneiging að þrýsta niður verði fyrir gistingu hefur valdið því að hótelþrifum er útvistað og atvinnuöryggi hótelþerna hefur minnkað. Afleiðingarnar eru óörugg vinnuskilyrði, lág laun og takmörkuð réttindi.
Hótelgestir vita sjaldnast hvernig það er að þrífa hótel og almenningur er ekki meðvitaður um álagið og óöryggið sem herbergisþernur búa við, sjá meira

AFL vinnur í Félagsdómi

AFL vann í vikunni mál fyrir Félagsdómi gegn Fjarðabyggð. Málsatvik eru þau að tveir starfsmenn Fjarðabyggðar hafa meistararéttindi í iðngrein - sem þó tengist ekki núverandi starfi þeirra, töldu sig eiga kröfu á launaauka í samræmi við menntun sína. Í kafla um símenntun í kjarasamningi AFLs við Samband Sveitarfélaga er tekið fram að meistararéttindi í iðngrein sem þó tengist ekki starfi viðkomandi skulu gefa 2 persónustig eða 4% kaupauka. Þetta er sambærilegt á við þann launaauka sem stúdentspróf gefur.

Czytaj dalej

Rakavarnarlag

Námskeiðið Frágangur rakavarnarlaga verður haldið á Egilsstöðum 30. október nk.  Nú þegar hafa 5 skráð sig á námskeiðið þannig að við munum örugglega halda það. Meðfylgjandi er auglýsing til kynningar á námskeiðinu.Rakavarnir

Frábæru trúnaðarmanna- námskeiði lokið

Góðir félagar!

Þá er enn einu frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið. Fimmtán manns vítt og breitt af félagssvæðinu og úr hinum ýmsu geirum vinnumarkaðarins sátu námskeiðið, og var gerður góður rómur að. Að þessu sinni var farið í fyrsta hlutann sem var bæði fróðlegur og skemmtilegur, allt í bland. Ekki er við öðru að búast þegar Sigurlaug Gröndal annars vegar sem leiðbeinandi og okkar frábæru trúnaðarmenn leiða hesta sína saman. Ekki má gleyma aðbúnaði námskeiðsins, en segja má að staðarhaldari Staðarborgar í Breiðdal leggi mikinn metnað í að gera vel við okkar fólk í mat og öðrum viðgjörningi þann tíma sem námskeiðið stendur yfir.

Czytaj dalej

Nýr samningur við ríkið samþykktur

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið

Ríkisstarfsmenn í 15 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 7. október síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Niðurstaðan var mjög afgerandi – já sögðu 81,8% en nei sögðu

Czytaj dalej

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi