AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vinnudeilusjóður

Úthlutað verður úr vinnudeilusjóði AFLs skv. meðfylgjandi reglum.
Umsóknareyðublað hér og eða á næstu skrifstofu.
Greitt verður úr sjóðnum fljótlega eftir mánaðarmót.
1. Greitt verði eftir 2 daga í verkfalli í sama mánuði.
2. Greitt frá 3ja degi og áfram. (fyrstu tveir dagar í verkfalli eru bótalausir (hálfir dagar telja sem heilir)
3. Greitt þó bil séu á milli verkfalla.
4. Greiðslufjárhæð:
a. Hálfar bætur: kr. 5.000. Félagsagjald minna en 18:000
b. Fullar bætur: 8.500 – fullgildir félagsmenn – meira en eitt ár í félagi
c. Verkfallsverðir 12.000. Lágmark 4 tímar í verkfallsvörslu hvern verkfallsdag.
Stjórn Vinnudeilusjóðs AFLs Starfsgreinafélags

SGS frestar verkföllum – viðræður hafnar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.

Frestun verkfalla verður sem hér segir:

Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.

Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.

Verslunarmenn fresta - ekki verkamenn

Verkfalli verslunarmanna í AFLi sem hefjast átti á fimmtudag hefur verið frestað um 5 sólarhringa. Þetta var tilkynnt af samninganefnd Landsambands Íslenskra Verslunarmanna í gær í kjölfar óformlegra funda sem samninganefnd sambandsins átti um helgina með SA.

Verkfalli Starfsgreinasambandsins utan höfuðborgarsvæðis hefur ekki verið frestað þannig að allt stefnir í að verkafólk í AFLi fari í verkfall eins og boðað hefur verið á fimmtudag og föstudag.  6. júní hefst síðan ótímabundið verkfall verkafólks um land allt utan höfuðborgarsvæðis - hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Verkfalli frestað

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.

Frestun verkfalla verður sem hér segir:

Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.

Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.

Samþykkt hjá 6 fyrirtækjum - fellt hjá tveimur

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslum um samninga við undirverktaka á álverslóð.

Starfsmenn eftirtalinna fyrirtækja samþykktu samningana:

Launafl, VHE, Fjarðaþrif, Lostæti, Sjónarás, Eimskip. Kjörsókn var frá 23% til 80%. Já voru frá 68% - 100%.  Starfsmenn Brammer og Securitas felldu sína samninga með verulegum mun - 60% og 70%.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi