AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli verkamannadeildar AFLs (SGS )og SA

Rafræn atkvæðagreiðsla verkamannadeildar félagsins um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins er hafin og  lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum eru að berast félagsmönnum.. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er á heimasíðu SGS. Félagsmönnum er einnig velkomið að greiða atkvæði með rafrænum hætti á skrifstofum AFLs  ef þeir þurfa aðstoð við að komast inn á aðganginn.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli verslunarmanna- deildar AFLs (LÍV) og SA

Rafræn atkvæðagreiðsla verslunarmannadeildar félagsins um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins hefst 10. júní 2015 kl. 9:00 og lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum berast félagsmönnum á næstu dögum. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er á heimasíðu LÍV. Félagsmönnum er einnig velkomið að greiða atkvæði með rafrænum hætti á skrifstofum AFLs meðan á kjörfundi stendur.  Þar fást jafnframt nánari upplýsingar.

Kynningarfundir

Kynningarfundir um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins fara fram á eftirfarandi stöðum:

Vinnustaðir
Loðnuvinnslan          
Fáskrúðsfirði - föstudag 5.6 kl. 11:00
Haustak         
Fellabæ - mánudag 8.6 kl 12:10
Brimberg
Seyðisfirði - fimmtudagur 4.6 kl 9:30
Miðás       
Egilsstöðum - mánudagur 8.6. kl. 15.00,
Búlandstindur 
Djúpavogi  -mánudagur 8.6. kl 9:00
Skinney –Þinganes   
Hornafirði - fimmtudagur 4.6 kl. 14:00
Hótel Höfn                  
Hornafirði - miðvikudagur 3.6 kl 16:00
Vélsmiðja Hornafj.    
Hornafirði - fimmtudagur kl. 10:00
Nettó                           
Hornafirði - föstudagur 5.6. kl. 8:30


Almennir fundir
Austurborg
Vopnafirði - þriðjudagur 9.6. kl 16:00
Miðvangur
Egilsstöðum - mánudagur 8.6. kl 17:00
Búðareyri 1
Reyðarfjörður - þriðjudagur 9.6 kl 17:00
Kreml
Neskaupstað- fimmtudagur 4.6 kl. 17:00
Víkurbraut
Hornafjörður - fimmtudagur 4.6. kl. 18:00

 

Samningar í höfn

samningahpurSamninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Órofa samstaða og kraftur félagsmanna í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins skilaði því skýra markmiði sem lagt var upp með í upphafi um  hækkun lægstu launa. Markmið SGS um 300 þúsund króna lágmarkslaun er orðið að veruleika. 

Sjá samninginn: Sjá hér

Það var mat samninganefndarinnar að lengra yrði ekki komist eftir hörð átök og eðlilegt að bera samninginn upp til atkvæða meðal félagsmanna. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní.

Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Hækkanir launa koma til framkvæmda 1. maí ár hvert, alls fjórum sinnum. Frá 1. maí 2018 er lágmarkstekjutrygginin 300 þúsund krónur. Taxtar hækka svo: 1. maí 2015 um 25.000 krónur, 1. maí 2016 um 15.000 krónur, 1. maí 2017 um 4,5% og 1. maí 2018 um 3%. Að auki eru byrjunarlaunaflokkar færðir upp í 1 árs þrep og neðstu launaflokkar eru óvirkjaðir. Launafólk getur því færst til í taxtakerfinu og hækkað þannig í launum umfram það sem hækkanir taxta segja til um, mest hækkar fólk í neðstu þrepunum.

Almennar hækkanir verða 3,2-7,2% við undirritun samnings, prósentuhækkunin fer lækkandi eftir hærri tekjuþrepum. Árið 2016 (1. maí) er almenn hækkun 5,5%, árið 2017 er almenn hækkun 3% og ári síðar 2%.

Lágmarkstekjutryggingin hækkar í fjórum þrepum, verður 245.000 krónur við undirritun samnings, 260.000 árið 2016, 285.000 árið 2017 og 300.000 árið 2018 eins og áður greinir.

Orlofs og desemberuppbætur fara stighækkandi næstu þrjú árin, samtals 23.900 innan þriggja ára eða rúmlega 20%.

Fiskvinnslufólk hækkar sérstaklega og m.a. með tveggja flokka launahækkun til handa þeim sem starfað hafa hvað lengst við fiskvinnslu.  Einnig tókst að tryggja lágmarksbónus í fiskvinnslu sem hefur verið baráttumál SGS frá því hóplaunakerfi var tekið upp í fiskvinnslu. Þar að auki hækkar bónus í fiskvinnslu til viðbótar almennum launahækkunum.

Sjá einnig yfirlýsingu ríkisstjórnar: Sjá hér

 

Verkföllum iðnaðarmanna AFLs frestað til 22. júní.

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, f.h iðnaðarmannadeildar AFLs ásamt fleiri iðnarmannafélögunum við SA um endurnýjun kjarasamninga.
Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma.
Samninganefndir þessara félaga og sambanda og SA hafa orðið sammála um að fresta boðuðum verkföllum sem hefjast áttu 10. júní til 22. Júní. Hluti þeirra iðnaðarmannafélaga sem voru í samflotinu hafa ekki frestað boðuðum verföllum.

Iðnaðarmenn samþykkja verkfallsboðun

Félög iðnaðarmanna, þ.m.t. Iðnaðarmannadeild AFLs Starfsgreinafélag,   sem eru með samstarf við endurnýjun á almenna kjarasamningum  við Samtök atvinnulífsins, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, aðildarfélög  Samiðnar , Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög   RSÍ viðhöfðu allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um heimild til verkfallsboðunar.

Atkvæðagreiðslunni  lauk í dag kl. 10:00.

Kosningarnar  náðu til  10.499 félagsmanna í 25 stéttarfélögum og var kosningaþátttakan 44.6%

Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum  sem hefjast  kl. 00:00 10. júní   með tímabundnu verkfalli sem stendur til kl. 24:00 16. júní og síðan ótímabundnu verkfalli 24. ágúst n.k

Já sögðu 75,1%

Nei sögðu 22,1%

Þeir sem ekki tóku  afstöðu 2,8%

Heimild til verkfallsboðunar var því samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og náist ekki ásættanlegur árangur  í viðræðum við atvinnurekendur á næstu dögum,  koma framangreind verkföll til framkvæmda.

Rétt er að vekja athygli að verkfallsboðunin nær ekki til iðnaðarmanna sem starfa hjá ALCOA Fjarðaáli eða undirverktökum þeirra á athafnasvæði fyrirtæksins við Reyðarfjörð. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi