Sömu laun fyrir sömu vinnu. Sambærileg kjör fyrir sambærileg störf
AFL Starfsgreinafélag hefur krafist sérstaks kjarasamnings um störf á vegum undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls frá því verksmiðjan tók til starfa. Þeirri kröfu hefur verið hafnað hingað til en nú hefur félagið vísað kröfunni sem sjálfstæðri vinnudeilu til ríkissáttasemjara. AFL Starfsgreinafélag lítur á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls sem sérstakt atvinnusvæði og að allir sem koma að starfssemi þar eigi að njóta sambærilegra kjara.
Stór hluti starfsmanna undirverktaka vinnur nákvæmlega sömu störf og unnin eru af starfsmönnum ALCOA – en á öðrum kjörum.
Stór hluti starfsmanna undirverktaka vinnur nákvæmlega sömu störf og unnin eru af starfsmönnum ALCOA – en á öðrum kjörum.