AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

SGS vísar kjaradeilu við ríkið til ríkissáttasemjara

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur einsýnt að ekki verði komist lengra í viðræðum við samninganefnd ríkisins vegna endurnýjunar kjarasamnings SGS og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem rann út 31. mars 2023. Samningsaðilar hafa á undanförnum vikum átt fjölmarga fundi þar sem SGS hefur komið kröfum sínum málefnalega á framfæri við samninganefnd ríkisins, en án árangurs.

Í ljósi þess hversu langt er á milli aðila lítur SGS svo á að ekkert annað sé í stöðunni en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Jafnframt var farið fram á það við ríkissáttasemjara að hann boði til fundar eins fljótt og auðið er, enda óásættanlegt að launafólk bíði mánuðum saman eftir sanngjörnum kjarabótum.

Kjarasamningar AFLs við Ríkið gildir fyrir stofnanir ríkisins á félagssvæðinu s.s. Heilbrigðisstofnanir Austurlands og Suðurlands, skógræktina, veðurstofuna, vegagerðina, umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð, framhaldsskóla auk fleiri.

Verkfall BSRB í sundlaugum og íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar

Samkvæmt aðgerðaskrá á heimasíðu BSRB hefjast verkföll í sundlaugum og íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 27. maí og standa út 29. maí.  Á þessum stöðum vinna bæði félagsmenn AFLs og félagar innan BSRB.

AFL Starfsgreinafélag hefur sent erindi á félagsmenn sína sem vinna hjá Fjarðabyggð að þau gangi ekki í störf verkfallsfólks og bæti ekki á sig verkefnum þeirra eða taki þær vaktir sem BSRB félagar voru skráðir á.

Við hvetjum alla félagsmenn okkar til að virða verkfall BSRB félaganna og ganga ekki í störf þeirra.

Lokað á Reyðarfirði og Egilsstöðum

Skrifstofur félagsins á Reyðarfirði og Egilsstöðum verða lokaður frá kl. 12:00 í dag vegna jarðafarar.  Opið verður á Höfn og á Vopnafirði og svarað verður í síma til kl. 16:00 í 4700 300.  

Íslandsmet í starfsmannastjórnun án atrennu

Múlaþingi hefur á röskum þremur mánuðum tekist að efna til mikils ófriðar milli sveitarfélagsins og starfsmanna við grunnskóla þess. Upphaf málsins er að seinnipartinn í janúar sendi sveitarfélagið öllum starfsmönnum við grunnskóla sem eru félagsmenn í AFLi - s.s. skólaliðum, stuðningsfulltrúum og húsvörðum, erindi þar sem hluta ráðningarkjara var sagt upp.  Í kjölfarið hófst deila milli AFLs og Múlaþings þar sem AFL heldur því fram að bréfið sé jafngilt uppsögn þar sem ekki sé unnt að segja upp hluta ráðningarkjara nema með því að segja starfsmanni upp og bjóða viðkomandi að halda áfram störfum á lægri kjörum.

Múlaþing hefur haldið því fram að bréf þeirra sé ekki uppsögn og að starfsfólki beri að segja upp ef það ekki uni breytingum á kjörum. Málinu var skotið til samstarfsnefndar Sambands Sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins en nefndin klofnaði í afstöðu og skilaði ekki niðurstöðu. 

Nú fyrir nokkrum dögum fóru síðan félagsmenn AFLs að tilkynna að þeir myndu ekki una þessum breytingum og að þau myndu láta af störfum nú um mánaðarmótin og miða þá við þriggja mánaða uppsagnarfrest. Var það í samræmi við frest er Múlaþing hafði gefið starfsmönnum til að svara því hvort þeir myndu una breyttum ráðningarkjörum.

Múlaþing brást við þessu með tilraun til að draga uppsagnirnar (þ.e. bréfið frá í janúar) til baka - en  ekki er unnt að draga uppsagnir einhliða til baka þar sem við uppsögn rofnar ráðningarsambandið.  Múlaþing  sendi félagsmönnum AFLs síðan skilaboð nú í morgun,  þar sem því er hótað að mæti fólk ekki til vinnu eftir helgi - verði litið á það sem "brotthlaup úr vinnu" en það er brot á bæði kjarasamningum og einnig grein 25 í hjúalögum frá 1928 og liggja fjársektir við brot á þeim lögum - eða sem jafngildir helmingi óunnins vistartíma.

Það er því ljóst að samskipti Múlaþings vegna áformaðra breytinga á ráðningakjörum hafa farið fram með uppsögn, fortölum, þrasi, eftirsjá og hótunum.  Leitun er að jafn skrautlegum ferli máls.

Starfsfólk sem verið hefur í sambandi við AFL hefur lýst samskiptunum sem mjög einhliða og hrokafullum.  AFLi hefur verið meinað að koma með félagsmönnum á kynningarfundi um fyrirhugaðar breytingar - breytingarnar hafa verið kynntar á tilbúnum glærusýningum og starfsfólk almennt upplifað að talað væri niður til þess og ekki væri ætlast til að það gerði athugasemdir eða spyrði spurninga.

Ekki er enn ljóst hvað starfsfólkið mun gera nú um mánaðarmótin - en ljóst er að AFL mun aðstoða félagsmenn sem reynt verður að hýrudraga og fara í innheimtumál ef til þess kemur.

AFL hefur haldið á málum frá upphafi í samráði við lögmenn Alþýðusambandsins.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi