Framkvæmdastjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi verðbólgu sem bitnar hvað harðast á láglaunafólki. Útlit er fyrir að húsnæðisverð og hækkun hrávöruverðs muni hafa áframhaldandi áhrif á hækkandi verðlag. Að mati Starfsgreinasambandsins hafa stjórnvöld misst tökin á húsnæðismarkaðinum sem meðal annars hefur orðið til þess að verðbólga fer áfram vaxandi og mælist nú 7,2%. Húsaleiga og húsnæðiskuldir heimilanna í landinu hafa hækkað gríðarlega sem og matarverð.
Afar mikilvægt er að stjórnvöld bregðist við með hagsmuni launafólks í huga. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að afleiðingar af breyttum ytri aðstæðum bitni ekki harðast á láglaunafólki í landinu og kjörum þess.
Á aðalfundi AFLs sl. laugardag var samþykkt að taka upp "barneignastyrki" til félagsmanna. Félagsmenn geta því sótt um "barneignarstyrk" við fæðingu eða ættleiðingu skv. reglum félagsins. Einnig er veitt aðstoð við fósturlát eða andvana fæðingu - ef meðganga hafði staðið lengur en 18 vikur. Fullur barneignastyrkur er kr. 150.000.
Til að fá fullan fæðingarstyrk þarf viðkomandi að hafa verið greiðandi félagsmaður í að lágmarki 12 mánuði fyrir barnsburð og af launum sem nema að lágmarki lágmarkslaunum skv. kjarasamningum. Af lægra starfshlutfalli eða styttri félagsaðild greiðist hlutfallslegur styrkur. Ekki er greiddur barneignarstyrkur ef félagsaðild er skemmri en sex mánuðir fyrir barnsburð.
Einnig er hægt að sækja um styrk vegna ættleiðingar barns undir 12 ára aldri enda hafi verulegur kostnaður verið ættleiðingunni samfara.
Ef báðir foreldrar eru félagsmenn fá báðir fullan styrk og ef um tvíburafæðinu er að ræða greiðist tvöfaldur styrkur.
Reglugerðarbreyting Sjúkrasjóðs kemur á heimasíðu félagsins á næstu dögum. Unnt verður að sækja um fæðingarstyrk á "mínum síðum" á www.asa.is síðar í þessari viku en verið er að setja styrkinn upp í kerfi félagsins.
Ath. - barneignastyrkur gildir frá síðustu áramótum þannig að félagsmenn sem eignast hafa börn frá áramótum eru hvattir til að sækja um síðar í vikunni.
Nýtt og spennandi námskeið fyrir pólskumælandi hjá NTV í samstarfi við MíMI.
SZKOLA BIUROWA NTV I ISLANDZKI W PRACY BIUROWEJ MÍMIR- KURS ONLINE
W przypadku pracy biurowej znajomosc komputera jest kluczowa. Oferujemy Panstwu szkolenie biurowo-komputerowe, które jest skierowane do osób pragnacych rozszerzyc swoje umiejetnosci zawodowe lub zmienic profil zatrudnienia. Kurs obejmuje równiez nauke jezyka islandzkiego potrzebnego do pracy w biurze. Kurs jest przeznaczony glwwnie dla osób z niepelnym wyksztalceniem. Kolejny kurs rozpoczyna sie 25 kwietnia i potrwa do 10 czerwca 2022. Zapisy trwaja.
Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags laugardaginn 23. apríl 2022 kl. 16:00 á hótel Framtíð Djúpavogi
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs
Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
Kjör félagslegra skoðunarmanna
Ákvörðun félagsgjalds
Önnur mál
Laun stjórnar
Kosning fulltrúaráðs Stapa
Framlag í menntasjóð IMA
Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.
Boðið verður upp á kvöldverð að fundi loknum. Til hægðarauka v. veitinga er æskilegt að félagsmenn skrái sig á fundinn á skrifstofum félagsins í vikunni á undan. Vinsamlega hafið félgasskírteini meðferðis.
Ársreikningar félagsins, tillögur að reglugerðarbreytingum munu liggja frammi á skrifstofum félagsins frá 15. apríl nk..
Vinnuverndarnámskeið ehf heldur námskeið um Fallvarnir - Vinnu í hæð.
Farið er yfir hvernig má vinna í hæð á öruggan hátt. Áhættumat við vinnu í hæð þarf að fara fram nokkru áður en vinnan hefst. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um handrið og hlera, röraverkpalla og nýlega reglugerð um þá, trévinnupalla, hjólapalla, lyftiverkpalla, hengiverkpalla, skæralyftur og að lyfta fólki með vinnuvélum, t.d. spjótum, krönum og lyfturum. Einnig er fjallað um stiga, tröppur, fallbelti og línur.
Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum.
Námskeiðið verður 25. apríl frá 13:00 til 15:00 á Teams
Launataxtar hækka um 10.500 krónur og almennlauna um 7.875 krónur frá og með 1. apríl 2022
Greint var frá því nýverið að landsframleiðsla á mann jókst um 2,53% á síðasta ári, þetta þýðir að hagvaxtaraukinn virkjast.
Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar samkvæmt gildandi kjarasamningum hefur náð saman um að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum.
Á sama tíma virkjast ákvæði í kjarasamningum við Ríkið annars vegar og við sveitarfélögin hins vegar