AFL starfsgreinafélag

Kynning og afgreiðsla nýrra samninga

Unnið er að gerð kynningarefnis um nýjan kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi.  Upp úr helgi ætti efnið að verða til og verður þá m.a. birt hér á heimasíðu félagsins - á íslensku, pólsku og ensku.  Þá er verið að undirbúa kynningarfundi sem haldnir verða á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins.  Ef félagsmenn óska eftir kynningu á vinnustað sinn þá er þeim bent á að hafa samband á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. eða í gegnum trúnaðarmann sinn og mun félagið verða því við þeim óskum eftir fremsta mætti.

Kjarasamningurinn verður afgreiddur í atkvæðagreiðslu á heimasíðu AFLs - á mínum síðum.  Því er mikilvægt fyrir félagsmenn að tryggja sér aðgang að "mínum síðum" en til þess þarf farsímanúmer og/eða netfang að vera skráð í kerfum AFLs.  Hægt er að koma þessum upplýsingum áleiðis til félagsins með pósti á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript..  Opnað verður fyrir kosningu seinnipart næstu viku eða um svipað leyti og kynningar hefjast.

Nýr kjarasamningur

Undirritun kjaras 2019

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði.

Helstu atriði nýs kjarasamnings

  • Kjarasamningarnir gilda frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022
  • Krónutöluhækkanir – 17 þúsund kr. hækkun á öll mánaðarlaun 1. apríl 2019
  • Lægstu laun hækka mest – 30% hækkun á lægstu taxta
  • Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans (mestu breytingar í tæpa hálfa öld)
  • Eingreiðsla upp á 26 þúsund kr. sem kemur til útborgunar í byrjun maí 2019
  • Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum
  • Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði


Almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf

  • apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
  • apríl 2020 18.000 kr.
  • janúar 2021 15.750 kr.
  • janúar 2022 17.250 kr.


Kauptaxtar hækka sérstaklega

  1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
    1. apríl 2020 24.000 kr.
    1. janúar 2021 23.000 kr.
    1. janúar 2022 26.000 kr.

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.

Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.
2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

  • apríl 2019: 317.000 kr. á mánuði
  • apríl 2020: 335.000 kr.
  • janúar 2021: 351.000 kr.
  • janúar 2022: 368.000 kr

Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)

  • 2019: 92.000 kr.
  • 2020: 94.000 kr.
  • 2021: 96.000 kr.
  • 2022: 98.000 kr.


Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)

  • Maí 2019: 50.000 kr.
  • Maí 2020: 51.000 kr.
  • Maí 2021: 52.000 kr.
  • Maí 2022: 53.000 kr.

Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.

Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi:

  1. Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.
  2. Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.
  3. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.

Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendurnefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar

Almenn deild

Aðalfundur  almennrar starfsgreinadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn 12. apríl  kl. 17:30 – að Búðareyri 1, Reyðarfirði

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs

Styðjum félaga okkar í verkfalli!

verkfalli

AFL Starfsgreinafélag vill ítreka stuðning við verkfallsaðgerðir Eflingar og VR svo og annarra félaga,  sem boðaðar hafa verið.  AFL beinir því til félagsmanna sem starfa kunna utan félagssvæðis AFLs og sinna störfum sem falla undir kjarasamninga þessara félaga og undir boðuð verkföll - að virða löglega boðuð verkföll og sinna ekki þeim störfum sem undir þau falla.

Í verkfalli SGS félaga 2015 bar nokkuð á því að t.d. bílstjórar sem óku á Austurlandi og tilheyrðu t.d. Eflingu, töldu sig ekki þurfa að virða verkfall AFLs.  Það var þá einróma skilningur allra aðildarfélaga Alþýðusambandsins að þó svo að starfsmenn tilheyrðu ekki því félagi sem boðað hafði verkfall - tók verkfallsboðunin til viðkomandi ef hann vann starf sem féll undir verkfallsboðun og á félagssvæði þess félags sem boðað hafði verkfall.

Á mínum síðum AFLs Starfsgreinafélags verður á næstu dögum opnað fyrir móttöku umsókna um styrk úr verkfallsjóði félagsins - vegna þátttöku í verkföllum utan félagssvæðis.

Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar

AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn

Fimmtudaginn 4. apríl 2019 kl. 18:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

Hafið samband við næstu skrifstofu varðandi skipulag ferða á fundinn.

_

Dagskrá:

  1. Skýrsla formanns
  2. Kjör stjórnar
  3. Kjaramál
  4. Önnur mál

Allir samningar AFLs í uppnámi

hþs sátta(Ljósmynd Ernir Eyjólfsson)

Í gær og í dag slitu annars vegar iðnaðarmenn viðræðum við SA og hins vegar Landssamband íslenskra verslunarmanna.  Samiðn fór með samningsumboð fyrir iðnaðarmannadeild AFLs og LÍV fór með samningsumboð Verslunarmannadeildar AFLs.  Á mánudag sleit Starfsgreinasambandið viðræðum og því er ljóst að allir lausir kjarasamningar félagsins eru í uppnámi og stefnir í verkfallsátök fljótlega.

Aðgerðahópur SGS hittist í gær og mótaði tillögur til að leggja fyrir samninganefnd SGS á mánudag.  Búast má við tillögum um verkfallsaðgerðir hjá hinum landssamböndunum fljótlega. 

Innri átök hafa einnig einkennt fréttaflutning af gangi mála í húsi Sáttasemjara.  Þannig sagði formaður Landssambands Íslenskara Verslunarmanna af sér í morgun og vill ekki leiða viðræður sambandsins lengur og segir að ósætti hafi verið milli sín og formanns VR.  Formaður Framsýnar á Húsavík hefur dregið samningsumboð félagsins til baka frá SGS og í ályktun félagsins er sagt að önnur félög innan SGS hafi verið reiðubúin til að semja um skerðingar á kjörum félagsmanna.  Yfirlýsing Framsýnar kom flestum formönnum innan SGS á óvart þar sem talið var að  einhugur hafði verið í samninganefndinni um markmið og leiðir.

Í frétt á heimasíðu Framsýnar er þess getið að félagið ætli að ganga til liðs við Eflingu og VR og Vlf. Akraness en þar eru verkfallsaðgerðir þegar hafnar og því eflaust stutt í að verkföll skelli á í Þingeyjarsýslum.

Samninganefnd AFLs hefur verið boðuð til fundar á morgun fimmtudag og þar fær formaður félagsins tækifæri til að kanna vilja félagsmanna til aðgerða og fara með skilaboðin inn á fund samninganefndar SGS eftir helgi.  

Búast má við að undirbúningur að aðgerðum hefjist fljótlega og miðað við sama framgang og verið hefur hjá þeim félögum sem lengst eru komin - má búast við að verkföll skelli á um miðjan maí mánuð.

Yfirlýsing frá Samninganefnd Starfsgreinasambandi Íslands

Í tilefni af fréttum fjölmiðla þess efnis að Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu vegna tveggja kjarasamninga vill samninganefnd  Starfsgreinasambandsins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu og er það í samræmi við forræði einstakra félaga á sínum málum. Það er miður að í tengslum við þessa samþykkt þurfi að bera félaga sína þungum sökum. Samninganefnd Starfgreinasambandsins mun aldrei taka þátt í því að semja um að rýra kjör okkar fólks, hvort sem það lítur að vinnutíma, álagsgreiðslna eða annara þátta. Í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hefur þessi afstaða komið fram með mjög sterkum og afdráttarlausum hætti og samninganefndarmönnum á að vera það algerlega ljóst. Það má minna á að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum við SA vegna þessara þátta. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins mun ekki standa í skeytasendingum við félaga sína í fjölmiðlum. Verkefni okkar er að ná samningum um bætt kjör okkar fólks, við einbeittum okkur að því í samhljómi við félaga okkar í Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og  Grindavíkur.

Reykjavík, 20. Mars 2019

F.h. Starfsgreinasambandsins

Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri

Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. s. 897 8888