AFL starfsgreinafélag

"...og ef einhver segir eitthvað þá hlustar enginn - því við erum öll upptekin við að kaupa glingur á netinu..."

FyrsiMai2019

Sjá fleiri myndir

Hátíðahöld AFLs á 1. maí tókust vel og var húsfyllir á nánast öllum samkomum félagsins en þær voru haldnar á Höfn, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Borgafirði Eystri og Vopnafirði og var vel á annað þúsund manns alls þátttakendur í baráttufundum félagsins.

1. maí ávarp félagsins fer hér á eftir.

Heimurinn hefur aldrei verið eins fullkominn eins og í dag.

Framleiðslugeta mannskyns er meiri en nokkru sinni áður og í raun fer fátækt í heiminum minnkandi og lífsgæði eru að aukast. Á sama tíma vex reiði í samfélögum sem eru meðal þeirra ríkustu í heiminum. Fólk í gulum vestum fer um stræti stórborga Frakklands og mótmælir. En það er ekki samhljómur í mótmælunum – þar ganga hlið við hlið hægri öfgamenn, kommúnistar og umhverfisaktívistar. Það er reiðin sem sameinar.

Czytaj dalej

Réttindin féllu ekki af himnum ofan

Birkir

Birkir Snær Guðjónsson, trúnaðarmaður AFLs hjá Eimskip á Mjóeyrarhöfn og í forystu ASÍ UNG í viðtali Austurgluggans.  Viðtalið er birt hér með leyfi Austurgluggans.sjá hér

AFL samþykkir kjarasamning verslunarfólks

AFL staðfesti í atkvæðagreiðslu kjarasamning Landssambands Íslenskra Verslunarmanna við Samtök Atvinnulífsins.  Kjörsókn var 28,33%. Já sögðu 80%, nei 10% og auðu skiluðu 10%.  

Önnur félög LÍV samþykktu einnig kjarasamninginn með allt frá 80% já og að 100%.  Kjörsókn annarra félaga var frá 10% og að 60%.

AFL samþykkir kjarasamning verkafólks

AFL Starfsgreinafélag hefur staðfest nýgerðan kjarasamning SGS við Samtök Atvinnulífsins.  Kjörsókn félagsins var 22,45% og já sögðu 79,11%, nei sögðu 15,47% og 5,42% skiluðu auðu.  Samningurinn telst því samþykktur.

Öll önnur aðildarfélög SGS staðfestu samninginn einnig með allt frá 50% já og upp í um 90%.  Kjörsókn var frá 7% - 30%.

Nánar er fjallað um kosningarnar á heimasíðu SGS, www.sgs.is

Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla

Fyrstimai2019

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.
1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum

Vopnafirði,
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.
Kaffiveitingar.  Tónlistaratriði
Ræðumaður:  Kristján Eggert Guðjónsson

Borgarfirði eystri,
Hátíðardagskrá verður í Álfheimum kl. 12.00 
Súpa og meðlæti.
Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfirði, 
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    
Kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Ræðumaður:  Sverrir Kristján Einarsson

Egilsstöðum,
Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.30  
Morgunverður  og tónlistaratriði.
Ræðumaður:  Sverrir Kristján Einarsson

Reyðarfirði,
Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:30.
Kaffiveitingar og tónlistaratriði
Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Ræðumaður: Elías Jónsson

Eskifirði,
Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00.
Kaffiveitingar og tónlistaratriði
Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Ræðumaður:  Elías Jónsson

Neskaupstað,
Hátíðardagskrá á Hildibrand kl.1400
Kaffiveitingar
Tónlistaratriði –félags harmónikkuunnenda
Ræðumaður:  Bergsteinn Brynjólfsson

Fáskrúðsfirði,
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00
Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar.
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður:  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Stöðvarfirði,
Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  
Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður: Birkir Snær Guðjónsson

Breiðdalsvík,
Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00
Kaffiveitingar og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Birkir Snær Guðjónsson

Djúpavogi,
Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00,
Morgunverður,  tónlistaratriði myndlistasýning grunnskólans
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Hornafirði,
Hátíðardagskrá á Z Bistro kl. 14:00, kaffiveitingar
Lúðrasveit Hornafjarðar ,tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

 

 

Kosningu að ljúka – lítl þátttaka – Pozostał tylko dzień do głosowania – bardzo niska frekwencjaOnly a day left to vote – low turnout

Kosningum um nýgerða kjarasamninga SGS og LÍV lýkur á morgum kl. 16:00.  Það stefnir í að þátttaka verði sú lélegasta meðal félagsmanna AFLs um langt árabil. Rösk 18% kjörsókn er vegna kjarsamnings verslunarmanna og rösk 16% vegna kjarasamnings verkafólks. Það er því full ástæða til að hvetja félagsmenn á kjörskrá til að greiða atkvæði þannig að afdrif samningsins standi ekki og falli með aðeins fáum félagsmönnum. Bæði það að samþykkja samninginn og að fella hann, hefur afleiðingar fyrir alla þá sem á kjörskrá eru og mikilvægt að einhver samstaða ríki innan félagsins um niðurstöðuna.

Voting on the new general agreements for general workers and office-and shop workers is coming to an end tomorrow at 16:00.  As the turnout is now -it´s going to be the worst turnout in years in AFL´s contract voting.  Just over 18% has voted on the office-and shop workers agreement and a little over 16% has voted on the general workers agreement.  AFL encourages members to use their vote as both passing the agreement as well as rejecting it – will affect all members of the union. Therefore it is important that within the union there is some consensus regarding the outcome.

Głosowanie nad nowymi umowami zbiorowymi dla pracowników ogólnego rynku pracy i pracowników biurowych kończy się jutro o 16:00.

Od bardzo długiego czasu AFL nie notawał tak niskiej frekwencji w głosowaniu jak w chwili obecnej. Nieco ponad 18% głosowało nad umową dla pracowników branży handlowej oraz pracowników biurowych, a nieco ponad 16% głosowało nad ogólną umową pracowniczą. AFL zachęca członków do głosowania, ponieważ zarówno zatwierdzenie umowy, jak i jej odrzucenie - wpłynie na wszystkich członków związku. Dlatego ważne jest, aby w ramach unii panowała zgoda co do tych umów.

Aðalfundarboð

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2019 laugardaginn 27. apríl klukkan 15:00 í Valaskjálf Egilsstöðum ( Þingmúla)

Dagskrá:

1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár

2) Reikningar félagsins kynntir og bornir upp til samþykktar

4) Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs

5) Kjör félagslegra skoðunarmanna

6) Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess

7) Ákvörðun félagsgjalds

8) Önnur mál

  1. a) Laun stjórnar
  2. b) Kosning fulltrúa á ársfund Stapa
  3. c) framlag í menntasjóð IMA

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.   Eftir fund verður boðið upp á kvöldverð og eru félagsmenn beðnir um að tilkynna þátttöku í fundinum á skrifstofu félagsins á föstudag þannig að unnt sé að gera ráð fyrir fólki í mat.

Ársreikningar félagsins liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund

AFL Starfsgreinafélag