AFL starfsgreinafélag

Kjaramálaráðstefna AFLs

Hallormsstaður 21. – 22. september 2018

Föstudagur 21. september

  1. 15:45 – Fundargögn afhent
  2. 16:00 – Setning ráðstefnu – Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastóri AFLs
  3. 16:10 – Hvar erum við stödd í kjaramálunum? – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs
  4. 16:40 – Kaffihlé
  5. 17:00 – Áherslur deildarformanna
    • Almenn starfsgreinadeild – Steinunn Zoëga fiskvinnslumaður, formaður deildar
    • Iðnaðarmannadeild – Sævar Örn Arngrímsson vélstjóri, varaformaður deildar
    • Verslunar- og skrifstofudeild – Lars J. Andrésson starfsmaður áhaldahúss, formaður deildar
    • Sjómannadeild - Grétar Ólafsson löndunarmaður,formaður deilda
  6. 17:40 – Sýn félagsmanna á kjaramálin
    • Fiskvinnslumaður – Kristján Eggert Guðjónsson
    • Hafnarstarfsmaður – Birkir Snær Guðjónsson
    • Ungliði - Sindri Már Smárason
    • Aðrir fundarmenn sem vilja kynna sína sýn
  7. 18:10 – Niðurstöður úr könnunum meðal félagsmanna – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
  8. 18:40 – Þjónustukönnun AFLs – Sverrir Mar Albertsson
  9. 19:10 – Fundarhlé
  10. 19:30 – Fordrykkur – Tónlist til skemmtunar
  11. 20:00 – Kvöldverður í boði AFLs Starfsgreinafélags

Laugardagur 22. september

  1. 08:00 – Morgunverður
  2. 09:00 – Félagsfundir deilda. Allar deildir samtímis kjósa fulltrúa á ASÍ-þing, ákv. umboð o.fl.
  3. 09:30 – Fundur í trúnaðarráði. Kosning samninganefndar, umboð o.fl.
  4. 10:00 – Kaffihlé
  5. 10:30 – Umræðuhópar
  6. 12:15 – Hádegisverður
  7. 13:15 – Kröfugerð mótuð
  8. 15:00 – Frágangur ályktana
  9. 15:30 – Kosning uppstillingarnefndar
  10. 15:45 – Ráðstefnuslit
  11. 16:00 – Kaffi og heimferð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir orlofsíbúða fyrir jóla og áramótatímabil.

Að þessu sinni eru tímabilin eftirfarandi; jólatímabil er frá 21. – 28. desember og áramótatímabilið frá 28. des til 04. janúar 2018.
Umsóknir eru tiltækar í rafrænu formi á heimasíðu félagsins www.asa.is undir linknum AFL/Eyðublöð, einnig er hægt að nálgast þær á skrifstofum félagins. Þær þurfa að hafa borist skrifstofum félagsins fyrir 06. nóvember n.k. Úthlutun fer fram 07. nóvember og verður öllum umsóknum svarað.

Hver verður næsti forseti ASÍ?

fjarfundurASI  Efling-stéttarfélag efnir til næsta fundar í fundaröð sinni í Gerðubergi, laugardaginn 15. september kl. 14.30.

Frambjóðendur til embættis forseta ASÍ mætast og kynna stefnumál sín. Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson hafa staðfest þátttöku.

Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Komandi kjarasamningar, launamál, húsnæðismál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru meðal mála sem brenna á Eflingarfólki. Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að senda inn spurningar til frambjóðenda um þau mál sem brenna á þeim um leið og þeir skrá sig á fundinn. Spurningarnar verða teknar saman og bornar upp á fundinum.  

Streymt verður af fundinum og hann tekinn upp, til að gera þeim kleift að fylgjast með sem ekki eiga heimangengt. Enskri þýðingu á efni fundarins verður varpað á skjá jafnóðum. Hlekkurinn kemur inn á Facebook síðu Eflingar um leið og útsending hefst

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en fólk er hvatt til að skrá sig á fundinn á www.efling.is

Matvinnungar í ferðaþjónstu

Ungur maður sem sótti um vinnu hjá taldstæði í nágrenni Reykjavíkur fékk svar frá fyrirtækinu þess eðlis að fyrirtækið greiddi ekki laun - en væri einungis með sjálfboðaliða í vinnu sem fengju fæði og húsnæði fyrir ca. 5 tíma vinnu á dag.

Hér er augljóslega verið að brjóta alla kjarasamninga - enda á annað hundrað ár síðan fólk hætti að vera matvinnungar og lítið meira.  AFL hefur sent Eflingu í Reykjavík upplýsingar um þetta mál og ennfremur mun félagið senda embætti Ríkisskattstjóra upplýsingar enda líklegt að þessi vinna og endurgjald fyrir hana fari allt fram frekar óformlega.  Þetta er enn eitt dæmi um hemjulitla græðgi í atvinnulífinu þar sem hraunað er yfir kjarasamninga og lögbundna skatta og skyldur.

AFL Starfsgreinafélag hefur síðustu mánuði eytt talsverðu púðri í að fjalla um sjálfboðaliða á vinnumarkaði m.a. með auglýsingum sem einungis birtast á erlendum vefmiðlum og er beint að ungu fólki. Við höfum í kjölfarið fengið hundruði erinda og fyrirspurna  - og einni ábendingar og er þetta sú síðasta.

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2018

StarfsdagurGrunnsk2017

Föstudaginn 14. september 2018 Búðareyri 1, Reyðarfirði
Kl. 10:00 – Komið í hús. Kaffiveitingar
Kl. 10:15 – Setning – Hjördís Þóra, formaður AFLs
Kl. 10:20 –Áherslur fyrir komandi kjarasamninga- Hjördís Þóra
Kl. 10:40 ­ – Örkynning á Alþýðusambandinu- Sverrir Mar
Kl. 11:00 – Hlé
Kl. 11:10 – Trú á eigin getu- Jóhann Ingi Gunnarsson
Kl. 12:15 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Krefjandi samskipti- Jóhann Ingi Gunnarsson
Kl. 15:00 – Kaffihlé
Kl. 15:30 – Umræður í hópum
Kl. 16:30 – Virkni og líðan – Hólmgrímur og Hilmar
Kl. 17:30 – Kvöldverður

Skráning á næstu skrifstofu eða á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.

Þeir félagsmenn sem vilja að AFL skipuleggi ferðir hafið samband við næstu skrifstofu

Fjarvistir vegna veikinda, starfsöryggi og starfsánægja

 

fjarvistir

 

Það hefur verið sýnt fram á, að því ánægðara sem fólk er í vinnunni, því sjaldnar er það fjarverandi vegna veikinda. Þetta kom m.a. fram í síðustu launa- og viðhorfskönnun AFLs. Í sömu könnun kom jafnframt fram, að svarendur sem upplifðu lítið starfsöryggi voru meira frá vegna veikinda, en þeir sem upplifðu mikið starfsöryggi.

Um 43% svaranda kváðust hafa verið frá vinnu í einn dag eða meira vegna veikinda eða vinnuslyss sl. 3 mánuði. Þetta hlutfall hefur farið vaxandi undanfarin ár. Það að starfsánægja dragi úr líkum á veikindum kemur ekki á óvart. Sú niðurstaða, að að minna starfsöryggi dragi ekki úr fjarvistum vegna veikinda, kemur aftur á móti nokkuð á óvart. Það gæti skýrst af bættu atvinnuástandi. Þó er mikilvægt að draga ekki of ákveðnar ályktanir nema fylgjast með þróun yfir lengri tíma. 

Launaseðlar og tímaskýrslur

Að gefnu tilfefni vill AFL Starfsgreinafélag hvetja félagsmenn til að halda vel utan um launaseðla sína og tímaskýrslur.  Það getur ráðið úrslitum í málum þar sem félagið fer fram á að laun séu leiðrétt - að félagsmenn hafi haldið utan um gögn sín.  Það er full ástæða til að hvetja fólk til að bera tímaskýrslur saman við launaseðla og síðan við ráðningarsamning.

Vert er að vekja athygli á:

1. Ef ráðningarsamningur er um 100% starf - á alltaf að greiða fullan mánuð nema starfsmaður hafi sjálfur beðið um frí. Ef unnar stundir eru færri en 100% vegna verkefnastöðu - er það á ábyrgð launagreiðanda en ekki starfsmanns.

2. Ef unnin er vaktavinna - er vinna á aukavöktum eða vinna fram fyrir áformuð vaktaslit yfirvinna.  Það er óheimilt að greiða vaktaálög á breytilegar vinnustundir. Vaktaálög á aðeins að greiða á fyrirfram ákveðnar vaktir sem hafa fast upphaf og fastan endi. (ath. það geta verið minniháttar frávik frá þessari meginreglu)

3. Samanlagður tímafjöldi í dagvinnu og vinnu með vaktaálögum á ekki að vera umfram 173 tíma í mánuði.  Alla tíma umfram 173 á að greiða sem yfirvinnu.  (ath. það geta verið minniháttar frávik frá þessari meginreglu)

 Ofangreint eru tvö helstu atriði sem félagsmenn okkar eru að glíma við þessa dagana og þá sérstaklega í ferðmannageiranum - þ.e. að fólk er sent launalaust heim vegna verkefnaskorts þó svo að ráðningarsamningar séu fyrir fullu starfi og einnig að vaktaálög eru notuð á alla vinnu umfram dagvinnu - og líka þegar greiða á yfirvinnu.

Félagið vill líka hvetja foreldra og forráðamenn unglinga sem eru að hefja þátttöku á vinnumarkaði til að fara yfir launaseðla barna sinna og útskýra.  Ef einhver vafi er á að rétt sé greitt er viðkomandi bent á að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda póst á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.