AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Per­sónu­afslátt­ur og skatt­leys­is­mörk hækka

Frétt 08 01 2014 710x606

Per­sónu­afslátt­ur ein­stak­linga verður 677.358 kr. fyr­ir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Árleg­ur per­sónu­afslátt­ur hækk­ar sam­kvæmt því um 30.619 kr. milli ár­anna 2018 og 2019, eða um 2.552 kr. á mánuði. Hækk­un per­sónu­afslátt­ar nem­ur 4,7%. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Þar kemur einnig fram að skatt­leys­is­mörk tekju­skatts og út­svars verða 159.174 kr. á mánuði að teknu til­liti til 4% lög­bund­inn­ar iðgjalds­greiðslu launafólks í líf­eyr­is­sjóð sam­an­borið við 151.978 kr. á mánuði árið 2018. Hækk­un skatt­leys­is­marka milli ára nem­ur 4,7%.

Þegar tekj­ur ná skatt­leys­is­mörk­um byrj­ar launamaður að greiða út­svar til sveit­ar­fé­lags síns. Launamaðurinn byrj­ar hins veg­ar ekki að greiða tekju­skatt til rík­is­ins fyrr en tekj­ur ná 261.329 kr. á mánuði árið 2019, sam­an­borið við 249.514 kr. á mánuði árið 2018.

Í ný­samþykkt­um lög­um um breyt­ing­ar á tekju­skatti ein­stak­linga skulu þrepa­mörk tekju­skatts á ár­inu 2019 nú upp­reiknuð í réttu hlut­falli við hækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs næstliðna tólf mánuði í staðinn fyr­ir breyt­ing­ar á launa­vísi­tölu. Þrepa­mörk tekju­skatts verða sam­kvæmt því við 11.125.045 kr. árs­tekj­ur, eða 927.087 kr. á mánuði fyr­ir næsta ár, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar er einnig bent á að trygg­inga­gjald lækk­ar um 0,25 pró­sentu­stig um ára­mót­in.

Hægt er að lesa sig til um skatthlutföll einstaklinga vegna ársins 2019, persónuafsláttur á vef ríkisskattstjóra 

Þessi frétt er tekin af vef Starfsgreinasambandsins, www.sgs.is

Orlofsíbúðir hækkun

Samkvæmt stjórnarsamþykkt fyrir 2 árum – hækkaði verð í orlofsíbúðum um 3,7% í janúar 2019 – það jafngildir 12 mánaða verðbólgu frá des. 2017 – des. 2018 skv. hagstofunni.

Aðalfundur sjómannadeildar 2018

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn laugardaginn 29. desember 2018 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  2. Kjaramál
  3. Kosning stjórnar
  4. Önnur mál

Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins.
AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild

AFL skipar persónuverndarfulltrúa

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags skipaði á fundi sínum í gær Birki Snæ Guðjónsson sem persónuverndarfulltrúa félagsins.  Birkir Snær er trúnaðarmaður AFLs hjá Eimskip á Mjóeyrarhöfn og hefur verið virkur í starfi félagsins. Hann hefur sótt nokkur trúnaðarmannanámskeið og sótti sl. vor námskeiðið "Ungir leiðtogar" á vegum Alþýðusambands Íslands.  Birkir er 35 ára gamall og búsettur á Fáskrúðsfirði með fjölskyldu sinni.

Hlutverk persónuverndarfulltrúa AFLs er að vera stjórn og starfsfólki til ráðgjafar um málefni er varða persónuvernd og eins að vera tengiliður fyrir þá félagsmenn sem telja á sér brotið af félaginu. Birkir hefur kynnt sér persónuverndarmál sérstaklega síðustu mánuði og hefur góðan faglegan stuðning af lögmönnum AFLs og Alþýðusambandsins.

Félagið mun kynna á næstu dögum nánar hvernig starfi Birkis verður háttað - en hann mun ekki vera fastur starfsmaður félagsins og ekki með starfsstöð hjá félaginu heldur sinna áfram sínu starfi hjá Eimskip og sínum trúnaðarmannastörfum.

Persónuverndarstefnu AFLs má nálgas hér 'https://www.asa.is/personuverndarstefna

Stefnan er til enduskoðunar og verið að vinna verkalagsreglur fyrir starfsfólk félagsins og fara yfir gögn þess.

Sjúkrasjóður AFLs stendur vel

Sjukra

Mynd fengin af Inscol

Þrátt fyrir að verulega hafi verið bætt í réttindi félagsmanna í Sjúkrasjóði félagsins stefnur í að hann skili afgangi.  Í vor var hármarksupphæð sjúkradagpeninga hækkuð i í kr. 900.000 og hlutfall af tekjum síðustu mánaða hækkað í 85%.  Fyrir rösku ári voru flestir styrkir sjúkrasjóð hækkaði um 50% enda höfðu hámarksupphæðir þá verið óbreyttar í nokkur ár.

Sjúkradagpeningar sem félagið hefur þegar greitt á árinu eru að upphæð 119 milljónir króna en voru 103 milljónir allt árið í fyrra.  Greiddir styrkir ársins eru að upphæð 30 milljónir króna en voru 29 milljónir króna 2017.

Stærstu flokkar einstakra styrkja eru ferðastyrkur - u.þ.b. 5 milljónir króna, Heilsueflingarstyrkir og dánarbætur u.þ.b. 5 milljónir króna hvor flokkur. Sjúkraþjálfun og sjúkranudd námu tæpum 5 milljónum, gleraugnastyrkir röskum þremur milljónum. Krabbameinsskoðanir og sálfræðiþjónusta rösk milljón hvor flokkur.

Skv. bráðabirgðauppgjöri fyrir fyrstu 11 mánuði ársins stefnir í að Sjúkrasjóður skili um 10 milljón króna afgangi - en verulegar sveiflur hafa verið í sjúkradagpeningagreiðslum síðustu ár og hefur munað allt að 20% á milli ára.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi