AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2018

StarfsdagurGrunnsk2017

Föstudaginn 14. september 2018 Búðareyri 1, Reyðarfirði
Kl. 10:00 – Komið í hús. Kaffiveitingar
Kl. 10:15 – Setning – Hjördís Þóra, formaður AFLs
Kl. 10:20 –Áherslur fyrir komandi kjarasamninga- Hjördís Þóra
Kl. 10:40 ­ – Örkynning á Alþýðusambandinu- Sverrir Mar
Kl. 11:00 – Hlé
Kl. 11:10 – Trú á eigin getu- Jóhann Ingi Gunnarsson
Kl. 12:15 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Krefjandi samskipti- Jóhann Ingi Gunnarsson
Kl. 15:00 – Kaffihlé
Kl. 15:30 – Umræður í hópum
Kl. 16:30 – Virkni og líðan – Hólmgrímur og Hilmar
Kl. 17:30 – Kvöldverður

Skráning á næstu skrifstofu eða á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.

Þeir félagsmenn sem vilja að AFL skipuleggi ferðir hafið samband við næstu skrifstofu

Fjarvistir vegna veikinda, starfsöryggi og starfsánægja

 

fjarvistir

 

Það hefur verið sýnt fram á, að því ánægðara sem fólk er í vinnunni, því sjaldnar er það fjarverandi vegna veikinda. Þetta kom m.a. fram í síðustu launa- og viðhorfskönnun AFLs. Í sömu könnun kom jafnframt fram, að svarendur sem upplifðu lítið starfsöryggi voru meira frá vegna veikinda, en þeir sem upplifðu mikið starfsöryggi.

Um 43% svaranda kváðust hafa verið frá vinnu í einn dag eða meira vegna veikinda eða vinnuslyss sl. 3 mánuði. Þetta hlutfall hefur farið vaxandi undanfarin ár. Það að starfsánægja dragi úr líkum á veikindum kemur ekki á óvart. Sú niðurstaða, að að minna starfsöryggi dragi ekki úr fjarvistum vegna veikinda, kemur aftur á móti nokkuð á óvart. Það gæti skýrst af bættu atvinnuástandi. Þó er mikilvægt að draga ekki of ákveðnar ályktanir nema fylgjast með þróun yfir lengri tíma. 

Golfmót

golfGolfmót Iðnfélaganna fer fram laugardaginn 1. september á Akureyri á Jaðarsvelli. Mæting kl. 12.00 í súpu og ræst verður út kl. 13.00.
Skráning hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. og hægt að setja fram óskir um meðspilara hjá honum. Mótsgjald er 5.000 kr. og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12.00 og matur að loknu spili. VEGLEG VERÐLAUN VERÐA Í BOÐI! Veitt verða verðlaun fyrir: Höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, einnig verður dregið úr skorkortum. Það eiga því allir möguleika en fyrst og fremst verður þetta mikil skemmtun fyrir áhugamenn.

Golf

Helgarferð til Manchester

tanni AFL og Tanni Travel hafa samið um sérstök afsláttarkjör fyrir 50 félagsmenn AFLs Starfsgrfélags í helgarferð til Manchester.  Sjá nánari upplýsingar um ferðiina á http://www.tannitravel.is/manchester-2018.html.  Félagsmannaafsláttur er kr. 20.000.  Til að fá þennan afslátt þurfa félagsmenn að kaupa "ávísun" hjá AFLi á kr. 10.000 - en ávísunin gildir síðan sem 30.000 kr. greiðsla í umrædda ferð.  AFL mun selja 50 slíkar ávísanir.  Hver félagsmaður getur keypt eina ávísun og aðeins er hægt að nota ávísunina sem greiðslu v. ferðar fyrir þann sem ávísunin er gefin út á -þ.e. félagsmanninn sjálfan.

Félagsmenn geta keypt ávísanirnar beint af "mínum síðum" á www.asa.is.  Þeir sem ekki hafa fengið aðgangsorð að "mínum síðum" geta fengið aðgansorðið með því að fara á "mínar síður" og slá inn kennitöluna sína og fengið aðgangsorðið sent í sms eða tölvupósti.  Ef kerfi AFLs þekkja ekki símanúmer eða netfang félagsmanns getur viðkomandi sent póst á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. og óskað eftir að þessar upplýsingar séu skráðar.

Ath. á mínum síðum eru upplýsingar um iðgjöld og þar er einnig hægt að bóka orlofsíbúðir og hús, kaupa hótelávísanir og fleira.

Launaseðlar og tímaskýrslur

Að gefnu tilfefni vill AFL Starfsgreinafélag hvetja félagsmenn til að halda vel utan um launaseðla sína og tímaskýrslur.  Það getur ráðið úrslitum í málum þar sem félagið fer fram á að laun séu leiðrétt - að félagsmenn hafi haldið utan um gögn sín.  Það er full ástæða til að hvetja fólk til að bera tímaskýrslur saman við launaseðla og síðan við ráðningarsamning.

Vert er að vekja athygli á:

1. Ef ráðningarsamningur er um 100% starf - á alltaf að greiða fullan mánuð nema starfsmaður hafi sjálfur beðið um frí. Ef unnar stundir eru færri en 100% vegna verkefnastöðu - er það á ábyrgð launagreiðanda en ekki starfsmanns.

2. Ef unnin er vaktavinna - er vinna á aukavöktum eða vinna fram fyrir áformuð vaktaslit yfirvinna.  Það er óheimilt að greiða vaktaálög á breytilegar vinnustundir. Vaktaálög á aðeins að greiða á fyrirfram ákveðnar vaktir sem hafa fast upphaf og fastan endi. (ath. það geta verið minniháttar frávik frá þessari meginreglu)

3. Samanlagður tímafjöldi í dagvinnu og vinnu með vaktaálögum á ekki að vera umfram 173 tíma í mánuði.  Alla tíma umfram 173 á að greiða sem yfirvinnu.  (ath. það geta verið minniháttar frávik frá þessari meginreglu)

 Ofangreint eru tvö helstu atriði sem félagsmenn okkar eru að glíma við þessa dagana og þá sérstaklega í ferðmannageiranum - þ.e. að fólk er sent launalaust heim vegna verkefnaskorts þó svo að ráðningarsamningar séu fyrir fullu starfi og einnig að vaktaálög eru notuð á alla vinnu umfram dagvinnu - og líka þegar greiða á yfirvinnu.

Félagið vill líka hvetja foreldra og forráðamenn unglinga sem eru að hefja þátttöku á vinnumarkaði til að fara yfir launaseðla barna sinna og útskýra.  Ef einhver vafi er á að rétt sé greitt er viðkomandi bent á að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda póst á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.

 

 

AFL sótti milljónir í leiðréttingar!

fljotsdalsherad1 Um þessi mánaðarmót greiddi Fljótsdalshérað launaleiðréttingar til fjölda félagsmanna AFLs og nam hæsta leiðréttingi vel á aðra milljón króna.  Um árabil hefur Fljótsdalshérað greitt tímavinnukaupi vaktaálög en það er óheimilt.  Skv. kjarasamningum á að greiða fólki sem kallað er í tilfallandi vinnu dagvinnu og yfirvinnu en ekki er heimilt að greiða vaktaálög nema viðkomandi sé með fast starfshlutfall.

Nokkrir félagsmenn AFLs leituðu til félagsins fyrir tæpu ári síðan og hefur félagið síðan verið í viðræðum við sveitarfélagið og safnað gögnum vegna félagsmanna.

Um leið og sveitarfélagið leiðrétti laun félagsmanna AFLs voru og leiðrétt laun félagsmanna annarra stéttarfélaga sem starfa hjá sveitarfélaginu.  Alls náði leiðréttingin til tæplega þrjátíu starfsmanna og var allt frá  nokkur þúsund krónum til um 1,5 milljón króna til einstaks starfsmanns.  AFL hefur unnið þetta mál án aðkomu annarra félaga og undirstrikar mikilvægi þess að launafólk velji sjálft sitt stéttarfélag án afskipta launafulltrúa þar sem fleiri en eitt félag á kjarasamning um viðkomandi starf.  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi