AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Stóri bróðir vill skoða þig

security camera sign icon vector 20751329

Síðustu mánuði hafa nokkrir félagsmenn AFLs verið boðaðir í skoðun hjá „trúnaðarlæknum“ launagreiðenda sinna. Einhverjir hafa mætt í þessar skoðanir en aðrir hafa haft samband við AFL og við ráðleggjum fólki ekki að fara til trúnaðarlækna ef það ekki beinlínis óskar þess sjálft.

Störf trúnaðarlækna hafa verið mjög til skoðunar síðustu ár og lagarammi um störf þeirra er mjög götóttur.  Trúnaðarlæknar hafa í raun enga aðra stöðu en aðrir læknar og eiga að vera bundnir af sama trúnaði og aðrir læknar. Þeir starfa líka undir sömu lögum og siðareglum.  Eitt grundvallaratriði í lögum um heilbrigðisstarfsmenn er að það er ekki hægt að þvinga neinn til að þiggja læknisþjónustu.

Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað.  Fyrirtækin hafa verið að bæta í og það hefur verið mjög í tísku að skikka fólk til að tilkynna veikindi sín til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.

Þá virðist og vera að færast í vöxt að fólk er „boðað“ í viðtal og skoðun hjá trúnaðarlækni.

Í þessu sambandi er rétt að benda fólki á eftirfarandi.

  1. Öllum er frjálst að velja sinn eigin lækni og ekki er hægt að senda fólk til læknis sem það ekki vill hitta.
  2. Læknisvottorð sem læknir með starfsleyfi, gefur út, er fullgilt og mun duga í innheimtumáli komi til þess að innheimta þurfi laun í veikindum. Það þarf mjög ríkar ástæður til að véfengja læknisvottorð og dómstólar hafa að jafnaði tekið læknisvottorð góð og gild.
  3. Á læknisvottorði sem sent er fyrirtæki á alls ekki að koma fram hvaða veikindi það eru sem hrjá fólk – heldur aðeins hvort viðkomandi er vinnufær eða ekki. Sama gildir í raun um læknisvottorð sem send eru stéttarfélögum v. sjúkradagpeninga.
  4. Á sama hátt kemur í sjálfu sér hvorki verkstjóra né starfsmanni einkaheilbrigðisþjónustu við hvað er að starfsmanni. Fólk á að hringja og tilkynna sig veikt. Annað ekki.

Grundvallarreglan er sú að það kemur engum við nema einstaklingnum sjálfum og hans lækni hvaða sjúkrómar hrjá viðkomandi og það er viðkomandi í sjáflsvald sett hvort hann vill deila þeim upplýsingum og þá hverjum.

Það er auðvitað ekkert að því að tilkynna sig veikan og segja að flensan hafi lagt mann í rúmið – en viðkomandi ræður því sjálfur.  Ef launagreiðandi vill læknisvottorð – þá á að biðja um vinnufærnisvottorð en ekki fullgilt sjúkradagpeningavottorð.

Stapi hefur futt skrifstofu sína á Austurlandi

is logoStapi hefur flutt skrifstofu sína í Neskaupstað að Hafnarbraut 20 og deilir nú húsnæði með Landsbankanum.
Um leið breytist afgreiðslutími sjóðsins á Austurlandi til samræmis við opnunartíma bankans. Opið verður alla virka daga frá kl. 12:00 til 15:00 en skrifstofa sjóðsins hefur fram til þessa verið lokuð í hádeginu. 

Með þessari breytingu verður aðgengi að húsnæði sjóðsins bætt verulega þar sem starfsemin flyst á fyrstu hæð með aðgengi fyrir hjólastóla.

Engar breytingar verða á starfsmannahaldi. Sjóðurinn verður áfram með einn starfsmann í fullu starfi sem mun sinna iðgjaldaskráningu og símsvörun utan opnunartíma skrifstofunnar í Neskaupstað. 

Sjóðfélagar eru boðnir velkomnir á nýjan stað.

Kosning trúnaðarmanns!

AlcoaReydarf

Mynd af vef Alcoa

Kosning um trúnaðarmann framleiðslumanna er hafin.

Tvær tilnefningar bárust og er kosið á milli þeirra tveggja.

Anna Þórhildur Kristmundsdóttir kt. 100493-2849

Rafal Witkowski kt. 071188-3539

Kosningin er rafræn inn á mínar síður

Kosningu lýkur kl. 24:00 þann 30.11.2018

Þeir sem ekki komast inn á sínar síður eru beðnir um að hafa samband við næstu skrifstofu AFLs og láta skrá síma og eða netfangi í félagakerfið. 

 

Fjarvistaruppbót landvarða

logoÞeir landverðir sem starfað hafa hjá Vatnajökulsþjóðgarði - á vinnustöðum í óbyggðum- frá árinu 2011 og ekki verið í samband við sitt stéttarfélag, landvarðafélagið eða Starfsgreinasambandið vegna greiðslu fjarvistaruppbótar eru beðnir um að gera það sem fyrst.

Eftir að greiðsla fjarvistaruppbótar var viðurkennd með dómi héraðsdóms Austurlands og staðfest hæstarétti sjá hér gerðu félögin kröfu um greiðslu uppbótarinnar til allra sinna félagsmanna sem undir dóminn féllu.

Þrátt fyrir dóminn ætlar Vatnajökulsþjóðgarður ekki að greiða uppbótina nema til þeirra landvarða sem hjá þeim hafa starfað nema þeir kalli eftir því sjálfir.

Nokkrir landverðir hafa verið í sambandi og er unnið að því með lögmanni að leysa úr þeirra málum og nú sendum við út þetta ákall í þeirri von að ná til þeirra sem ekki hafa haft samband.

Persónuvernd staðfestir túlkun ASÍ og aðildarfélaganna um upplýsingagjöf

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, staðfestir í viðtali við Morgunblaðið þann 11. nóvember sl. að ekk­ert í nýju lög­gjöf­inni um persónuvernd eigi að hafa áhrif á eða hindra upp­lýs­inga­gjöf til stéttarfélaganna þegar þau leita upplýsinga um launakjör starfsfólks eða aðbúnað enda sé það hlut­verk stétt­ar­fé­laga að sinna ákveðnu eft­ir­lits­hlut­verki á vinnu­markaði.

„Það gef­ur auga leið að eitt af því er að fá vitn­eskju um hvort farið er að gild­andi kjara­samn­ing­um. Ný per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf á ekki að hagga við því. Ný lög­gjöf snýst um aukið ör­yggi í vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga og fræðslu um notk­un þeirra, en það á ekki að girða fyr­ir að upp­lýs­inga­gjöf sé stöðvuð til þeirra sem full­nægj­andi heim­ild­ir hafa.“

Þær upplýsingar sem eftirlitsfulltrúar og stéttarfélög kalla eftir eru ráðningasamningar, tímaskriftir, launaseðlar og bankainnlegg til að hægt sé að til að sannreyna eins og kostur er að starfsmenn njóti þeirra starfskjara sem þeim ber samkvæmt gildandi kjarasamningum ofl. án þess að tiltekinn starfsmaður standi þar að baki.

Helga segir jafnframt að löggjöfin eigi að auka rétt­indi ein­stak­linga en ekki að búa til um­hverfi fyrir atvinnurekendur til að kom­ast hjá því að borga sam­kvæmt kjara­samn­ing­um.

Hleðslustöðvar fyrir raf-og tvinnbíla í Stakkholtið

homestation1

Mynd af vef Faradice

AFL hefur samið um uppsetningu á hleðslutöðvum fyrir rafmangsbíla í bílakjallara félagsins við Stakkholt í Reykjavík.  Settar verða upp 24 stöðvar - eitt fyrir hverja íbúð og verða þær læstar þannig að óviðkomandi komast ekki í þær. Aðgangsskirteini að íbúðunum verður notað til að virkja viðeigandi stöð hverju sinni. Notendur verða síðan rukkaðir fyrir rafmagnsnotkun.

Stöðvarnar eru innlendar - framleiddar af Örtækni - vinnustofu Öryrkjabandalagsins en hannaðar af Faradice sem er innlent fyrirtæki á þessu sviði. Stöðvunum fylgir öflugur hugbúnaður til að stjórna hleðslu og dreifa álagi á stöðvarnar eftir þörfum.

Þegar reynsla er fengin á þessar stöðvar verður skoðað hvort tilefni er til að koma upp sambærilegum búnaði á Akureyri við íbúðir félagsins í Ásatúni.

Búist er við að stöðvarnar verði komnar í notkun á nýju ári.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi