Myndasamkeppni
Vinningshafi í myndasamkeppni AFLs að þessu sinni var Hildur Ósk Pétursdóttir, Mynd hennar prýðir orlofsbækling félagsins sem er um þessar mundir að berast í öll hús á félagssvæði AFLS
Vinningshafi í myndasamkeppni AFLs að þessu sinni var Hildur Ósk Pétursdóttir, Mynd hennar prýðir orlofsbækling félagsins sem er um þessar mundir að berast í öll hús á félagssvæði AFLS
Fullur sigur vannst í dómsmáli í Héraðsdómur Austurlands sem félagið höfðaði fyrir hönd félagsmanns.
Málið snerist um greiðslur orlofs á laun, en atvinnurekandi hélt því fram að samkomulag væri um að þær væru innifaldar í launum.
Honum tókst ekki að færa sönnur á það enda ekki gert ráðningarsamning við starfsmanninn. Sjá dóminn í heild
Leigutímabil á Spáni 2017
Fyrstur kemur fyrstur fær þegar stendur bókanlegt á netinu fyrir aftan tímabil sjá lista. Ef tímabil er lengra en 6 mánuði fram í tímann, vinsamlega sendið inn umsóknareyðublað.
Tímabil
frá - til | bókanir |
7.mar -21.mar | bókanlegt í s. 4700316 |
21.mar - 4.apr | bókanlegt í s. 4700316 |
4.apr -18.apr | bókanlegt í s. 4700316 |
18.apr -2.maí | bókanlegt í s. 4700316 |
2.maí -16.maí | bókanlegt í s. 4700316 |
16.maí -30.maí | úthlutun umsókn |
4.júl -18.júl | úthlutun umsókn |
18. júli -1.ágú | úthlutun umsókn |
1.ágú -15.ágú | úthlutun umsókn |
15.ágú -29.ágú | úthlutun umsókn |
29.ágú -12.sep | úthlutun umsókn |
3.okt -17.okt | bókanlegt í s. 4700316 |
17.okt -31.okt | bókanlegt í s. 4700316 |
31.okt -14.nóv | bókanlegt í s. 4700316 |
14.nóv -28.nóv | bókanlegt í s. 4700316 |
Leiguverð er kr. 60.000 per tímabil.
umsóknarfrestur er til 8.mars og úthlutun 10.mars.
Forsendunefnd hefur skilað þeirri niðurstöðu að samningum á almenna markaðnum var ekki sagt upp núna um mánaðarmótin.
Þótt ein af þrem forsendum væri brostin var gerð samþykkt um að fresta mögulegum uppsögnum þeirra til febrúar 2018.
Launahækkanir kjarasamninga við SA koma til framkvæmda 1. maí n.k.
sjá nánar:
Endurskoðun yfirlýsing Forsendunefnd niðurstaða Niðurstaða Endurskoðunar
Brotist var inn í starfsmannaaðstöðu í orlofsíbúðanna í Stakkholti í Reykjavík um síðustu helgi. Vætanlega hafa þjófarnir verið að stofna heimili eða eru að hefja gistihúsarekstur því aðallega var stolið merktum rúmfatnaði og handklæðum. Þannig ef félagsmenn sjá rúmföt eða handklæði merkt AFLi einhvers staðar á flækingi - þá vinsamlega hafa samband við okkur. Einnig varð verktaki á vegum AFLs fyrir nokkru tjóni en stolið var verkfærum frá honum.
Því miður hefur farið vaxandi að félagsmenn hafa skilið illa við - með skemmdum á innanstokksmunum og miklum óþrifum. Þá hefur og verið kvartað nokkuð undan partístandi í íbúðum hjá okkur. Vert er að vekja athygli á að innheimt er af fullum þunga fyrir öllum skemmdum og aukaþrifum - auk þess sem viðkomandi félagsmenn fara í leigubann í allt frá þremur mánuðum upp í nokkur ár - eftir því hversu alvarlegt málið er.