AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Iðnaðarkonur

Konur sem eru með sveinspróf, á námssamninginn eða í námi í karlægri iðngrein eru boðnar á stofnfund Félags fagkvenna. Í meginmáli er tilgangur félagsins að búa til öflugt tengslanet milli kvenna í karllægum iðngreinum og fá fleiri konur í þau störf. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag, 28 nóvember, kl 20.00 í Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík - húsi IÐAN

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér

Hlökkum til að sjá þig

Sjómenn: Atkvæðagreiðsla að hefjast

BatarÍ kvöld fer í gang rafræn atkvæðagreiðslan.  Hlekkurinn er hér  

Á heimasíðu Sjómannasambandsins www.ssi.is er kynningarefni um kjarasamninginn.
Hér má nálgast samninginn frá 14. nóv. 2016
Hér má nálgast samninginn frá 18. nóv. 2016
Hér má nálgast kynningarefni um samninginn.

Kynning og lykilorð verða send í pósti til allra sem eru á kjörskrá innan SSÍ. 
Unnt er að greiða atkvæði með rafrænum skilríkjum og með íslykli   RafraenKosning

Sjómenn: Kynningarfundir á morgun kl. 11:00

 

AFL Starfsgreinafélag heldur kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning á morgun þriðjudag kl. 11:00.  Fundirnir verða allir á sama tíma í húsnæði Austurbrúar á Vopnafirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði og Neskaupstað og í húsnæði Háskólafélagsins í Nýheimum á Höfn.  Formaður Sjómannadeildar AFLs, Grétar Ólafsson, kynnir nýgerðan kjarasamning og einnig verður Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambandsins með á fundinum í fjarfundabúnaði frá Vestmannaeyjum.

 

Samningur 
milli
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)
og
Samtaka atvinnulífsins (SA)
annars vegar  
og
hins vegar 
Sjómannasambands Íslands (SSÍ)
fyrir hönd,

Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Stéttarfélagsins Samstöðu, Öldunnar - stéttarfélags, Sauðárkróki, Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Sjómannafélags Eyjafjarðar, Framsýnar, stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, ASA vegna AFL-starfsgreinafélags, Sjómannafélagsins Jötuns, Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagsins Bárunnar, Eflingu stéttarfélagi, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis og VerkVest,

um framlengingu á kjarasamningum aðila með eftirfarandi breytingum:

 

1.   Hækkun kaupliða

Grein 1.03 í kjarasamningi SFS og SSÍ og sambærileg grein í samningi ASA og VerkVest orðist þannig vegna breytinga á kauptryggingu og annarra kaupliða:

„Þann 1. nóvember 2016 verður kauptrygging háseta kr. 288.168, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns kr. 360.210 og yfirvélstjóra kr. 432.252. Aðrir launaliðir en starfsaldurálag og tímakaup hækka um 9,6%. Mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verða kr. 328.334.

Þann 1. maí 2017 verður kauptrygging háseta kr. 301.136, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns kr. 376.420 og yfirvélstjóra kr. 451.704. Aðrir launaliðir en starfsaldurálag og tímakaup hækka um 4,5%. Mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verða kr. 343.109.

Þann 1. maí 2018 verður kauptrygging háseta kr. 310.170, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns kr. 387.713 og yfirvélstjóra kr. 465.255. Aðrir launaliðir en starfsaldurálag og tímakaup hækka um 3,0%. Mánaðarlaun aðstoðarmanns í eldhúsi á frystitogurum verða kr. 353.402.“

Þann 1. desember 2018 verður kauptrygging háseta kr. 326.780, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanna og netamanns kr. 408.476 og yfirvélstjóra kr. 490.170.

Tímakaup skal miðast við deilistuðulinn 173,33 í kauptryggingu. (Aðrar deilitölur hjá vélstjórum).

Fæðispeningar tóku hækkun um 2,1% 1. júní 2016 sl. (vísitala 1

67,3 stig m.v. janúar 2008 sem grunn) og skulu síðan endurskoðaðir árlega þann 1. maí ár hvert á gildistíma samningsins, fyrst þann 1. maí 2017, og taka þá breytingum miðað við matvörulið vísitölu neysluverðs sem birt er af Hagstofu Íslands í apríl ár hvert. 

Czytaj dalej

Ekki stéttarfélaganna að mæta niðurskurði í heilbrigðismálum!

Starfsgreinasamband Íslands sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag.

Stéttarfélögum út um allt land hefur borist beiðni frá Landspítalanum um að nýta orlofsíbúðir félaganna þegar þörf er á að kyrrsetja þungaðar konur/foreldra utan af landi í Reykjavík vegna veikinda. Stéttarfélög hafa byggt upp orlofsíbúðir af miklum metnaði síðustu áratugi fyrir félagsfólk sitt til að auka lífsgæði þeirra og gera fólki kleift að ferðast um landið. Eftir því sem heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hrakar og fólk þarf í auknum mæli að leita sér lækninga til höfuðborgarsvæðisins hafa þessar íbúðir verið nýttar fyrir veikt fólk og þungaðar konur. Stéttarfélögin standa við bakið á sínum félagsmönnum en það er algerlega ófært að treyst sé á að stéttarfélögin bæti fyrir versnandi heilbrigðisþjónustu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Það kemur til viðbótar því vinnutapi sem sífellt lengri vegalengdir og fjarvistir vegna læknisaðstoðar kalla á. Hið opinbera á að sinna skyldum við fólk alls staðar af landinu og ekki treysta á sjóði sem félagsmenn stéttarfélaga hafa byggt upp í áratugi. Það er skýr krafa aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins að hið opinbera tryggi jafnræði á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og sinni skyldum sínum gagnvart veiku fólki og þunguðum konum sem ekki geta lengur sótt þjónustu í heimabyggð.

Gallup könnun

Gallup framkvæmdi könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna AFLs Starfsgreinafélag og Einingar Iðju.

Þátttak.     Fjöldi
AFL              640
Eining Iðja    711
Samtals     1351

Könnunin var jafnframt happdrættismiði, vinningar og vinninshafar eru:

Rakel Anfinnsd. Heinesen 0705863639 100.000 kr. Eining Iðja
Ingunn Jónsdóttir 3107513409 50.000 kr. AFLi
Jóna Sigurgeirsdóttir 2408572789 Bústaður, Eining Iðja
Þorvaldur Hreinsson 1411565359 Bústaður, Eining Iðja
Afl Sigurður Helgason 0903834779 Bústaður, AFLi
Kári Sigmar Gunnlaugsson 2711654719 Bústaður, AFLi

Rannveig Kristmundsdóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Bjarnfríður Jónudóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Birna Friðrika Jónasdóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Árni Guðlaugur Stefánsson 10.000 kr. Eining Iðja
Benedikt Helgason 10.000 kr. Eining Iðja
Heiðdís Ósk Þrastardóttir 10.000 kr. AFLi
Andrés Einarsson 10.000 kr. AFLi
Stefanía H Ingibjargardóttir 10.000 kr. AFLi
Líney H Skarphéðinsdóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Guðgeir Einarsson 10.000 kr. AFLi

Slitnaði á mönnunar-og öryggismálum!

Sjómannaverkfall er hafið. Að sögn formanns Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags, Grétars Ólafssonar,  slitnaði á ágreiningi um alls 10 stöðugildi í flotanum öllum. Sjómenn gera kröfu um að bætt verði við ienum háseta á uppsjávarskip og kokkarnir hætti að koma á dekk. Sjómannadeild AFLs hefur fjallað um öryggismál á uppsjávarskipum í nokkur ár og m.a. sent atvinnumálanefnd Alþingis erindi vegna þessa - án þess að hafa verið virt svars.

Að sögn Grétars á hann von á að verkfallið geti varað einhvern tíma og segist ekki sjá samkomulag í augsýn. Hann sagði sjómenn hafa gefið eins mikið eftir í mönnunarkröfum og unnt væri - og lengra yrði ekki farið í því efni. Því mætti búast við að flotinn yrði við bryggju næstu daga eða vikur.

Grétar sagðist búast við tilraunum til verkfallsbrota - einkum á minni bátum þar sem menn þættust hafnir yfir samninga. Einnig sagði hann að menn hefðu verið með alls kyns brellur svo sem að leggja línu rétt fyrir upphaf verkfalls - en allt að sólarhring getur tekið að draga línuna aftur.  Brugðist verður hart við verkfallsbrotum að sögn Grétars og á hann ekki von á að sjómenn rói svo glatt með verkfallsbrjótum í framtíðinni.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi