AFL starfsgreinafélag

Miðstjórn ASÍ - Hækkið ekki!

Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru 21. desember er að verðbólga verði lág þannig  að kaupmáttur í landinu aukist. Til þess að þetta takist er mikilvægt að opinberir aðilar og verslunar- og þjónustufyrirtæki haldi aftur af verðhækkunum á næstu misserum. Sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa brugðist vel við kallinu. Nú berast hins vegar váleg tíðindi af fyrirtækjum og opinberum aðilum sem tilkynnt hafa verðhækkanir og eru þar með að vinna gegn markmiðum þess kjarasamnings sem undirritaður var fyrir jól.

Czytaj dalej

Kynningarfundir og afgreiðsla á nýgerðum kjarasamningum

Nýgerðir kjarasamningar verða afgreiddir í póstatkvæðagreiðslu hjá AFLi Starfsgreinafélagi.  Kjörgögn hafa verið send út til þeirra félagsmanna sem hafa atkvæðisrétt um samningana - þ.e. þá sem starfa skv. samningum SGS, LÍV og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. 

Atkvæði þarf að póstsetja fyrir 17. janúar eða berast á næstu skrifstofu fyrir 20. janúar. Talning atkvæða fer fram 21. janúar 2014.

Czytaj dalej

Öryggisverðir og skúringar

Þær breytingar verða á fyrirkomulagi við leiguíbúðir félagsins í Reykjavík frá áramótum að umsjónarfyrirtækið, Sólar - ræstingar, munu eftirleiðis skúra gólf og annast minni háttar hreingerningar eftir hverja leigu.  Félagsmenn eiga eftir sem áður að ganga frá rúmfötum í þvottakörfu, þrífa borð og bekki og henda öllu rusli í ruslageymslu og fjarlægja allar matarleyfar. Um leið og félagið bætir þannig þjónustu við félagsmenn sem dvelja í íbúðunum - verður og gengið harðar eftir að leigutakar virði umgengnisreglur og reglur um viðskilnað - og verður leigutökum gerður reikningur fyrir aukaverk sem til falla vegna lélegs viðskilnaðar.

Czytaj dalej

Afgreiðsla AFLs á kjarasamningunum

Nýgerðir kjarasamningar verða afgreiddir í póstatkvæðagreiðslu hjá AFLi Starfsgreinafélagi.  Kjörgögn verða send út til þeirra félagsmanna sem hafa atkvæðisrétt um samningana - þ.e. þá sem starfa skv. samningum SGS, LÍV og Samiðnar. 

6. - 10. janúar verða haldnir vinnustaðafundir og almennir félagsfundir á flestum eða öllum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins til að kynna innihald samninganna.  Vinnustaðir sem óska sérstaklega eftir heimsókn fulltrúa félagsins geta haft samband við næstu skrifstofu félagsins.

Lykilatriði kjarasamninganna

Almenn launahækkun
Hinn 1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.
Sérstök hækkun kauptaxta
Í stað áðurgildandi kauptaxta komi nýir sem eru hluti samninga viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ. Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um 1.750 kr. hjá verslunarmönnum, hjá verkamönnum 1.665 - 2.107 kr.
 Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
Desember- og orlofsuppbót
Desemberuppbót  miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600 (VR/LÍV 60.900).
Orlofsuppbót (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 29.500 (VR/LÍV 22.200).
Framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða hækka um 0,1%.

Czytaj dalej

Sjómannadeild aðalfundur 28. des. kl. 14:00

thumb_togariAðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði laugardaginn 28. desember kl. 14:00

Dagskrá:

1. Skýrsla formanns um liðið starfsár
2. Kjaramál
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál

Czytaj dalej