AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags

Verður haldinn miðvikudaginn 28. desember 2016 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns
2. SSÍ þing
3. Kjaramál
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál
Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins.
AFL Starfsgreinafélag Sjómannadeild

VERKFALL sjómanna AFLs kl. 20:00 í kvöld

Verkfall sjómanna í AFLi Starfsgreinafélagi svo og öðrum sjómannafélögum landsins skellur á að nýju kl. 20:00 í kvöld 14. desember.

Greiddar verða verkfallsbætur til þeirra sem þegar hafa sótt um vegna fyrra verkfalls í nóvember. Næst verður greitt úr verkfallssjóði AFLs 10. janúar nk. og þurfa umsóknir að berast í síðasta lagi föstudaginn 6. janúar.

Skv. ákvörðun stjórnar Vinnudeilusjóðs AFLs verða verkfallsbætur jafnar kauptryggingu - þ.e. 10.800 kr. pr. virkan dag í verkfalli. Greitt verður frá og með öðrum virkum degi verkfalls. Þeir sem taka virkan þátt í verkfallsvörslu og skrá sig á skrifstofum félagsins til verkfallsvörslu fá 20% álag á verkfallsbætur sínar þá daga sem þeir eru við verkfallsvörslu.

Stundi félagsmaður launaða vinnu í verkfalli sjómanna - á hann ekki rétt á verkfallsbótum.

Sjómenn kolfella!

Samningur Sjómannasambands Íslands við SFS var kolfelldur.  Alls voru á kjörskrá 1.098 sjómenn og atkvæðu greiddu 743 eða 68%.  Já sögðu 177 eða 24% en nei sögðu 562 eða 76%.  auðir seðlar voru 4.

Verkfall sjómanna AFLs Starfsgreinafélags hefst kl. 20:00 í kvöld.

Nýr forstöðumaður Listasafns ASÍ

ElisabetASI

Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Listasafns ASÍ.  Elísabet hefur áralanga reynslu af listmiðlun og rekstri listastofnana bæði hér heima og erlendis.  Hún lagði stund á nám í arkitektúr í Skotlandi og Frakklandi og rak teiknistofuna Kol og salt til margra ára og var jafnfram virkur þátttakandi í rekstri Gallerís Slunkaríkis á Ísafirði.  Frá 2003 stýrði hún listastofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Noregi og setti síðan á fót og mótaði nýja listastofnun á Fogo Island á austurströnd Kanada og stýrði henni fyrstu árin. Undanfarið hefur Elísabet unnið að ýmsum menningarverkefnum og sett á laggirnar alþjóðlegar gestavinnustofur - ArtsIceland - í samstarfi við Gallerí Úthverfu/Outvert Art Space á Ísafirði.

Sýningarsalur Listasafns ASÍ við Freyjugötu var sem kunnugt ert seldur fyrr á þessu ári. Rekstrarstjórn safnsins stefnir að því að efla vinnustaðasýningar og finna nýjar leiðir til að miðla verkum í eigu safnsins til almennings um land allt.  Rekstrarstjórn Listasafns ASÍ býður Elísabetu velkomna til starfa og væntir góðs af samstarfinu við hana. 

Iðnaðarkonur

Konur sem eru með sveinspróf, á námssamninginn eða í námi í karlægri iðngrein eru boðnar á stofnfund Félags fagkvenna. Í meginmáli er tilgangur félagsins að búa til öflugt tengslanet milli kvenna í karllægum iðngreinum og fá fleiri konur í þau störf. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag, 28 nóvember, kl 20.00 í Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík - húsi IÐAN

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér

Hlökkum til að sjá þig

Sjómenn: Atkvæðagreiðsla að hefjast

BatarÍ kvöld fer í gang rafræn atkvæðagreiðslan.  Hlekkurinn er hér  

Á heimasíðu Sjómannasambandsins www.ssi.is er kynningarefni um kjarasamninginn.
Hér má nálgast samninginn frá 14. nóv. 2016
Hér má nálgast samninginn frá 18. nóv. 2016
Hér má nálgast kynningarefni um samninginn.

Kynning og lykilorð verða send í pósti til allra sem eru á kjörskrá innan SSÍ. 
Unnt er að greiða atkvæði með rafrænum skilríkjum og með íslykli   RafraenKosning

Gallup könnun

Gallup framkvæmdi könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna AFLs Starfsgreinafélag og Einingar Iðju.

Þátttak.     Fjöldi
AFL              640
Eining Iðja    711
Samtals     1351

Könnunin var jafnframt happdrættismiði, vinningar og vinninshafar eru:

Rakel Anfinnsd. Heinesen 0705863639 100.000 kr. Eining Iðja
Ingunn Jónsdóttir 3107513409 50.000 kr. AFLi
Jóna Sigurgeirsdóttir 2408572789 Bústaður, Eining Iðja
Þorvaldur Hreinsson 1411565359 Bústaður, Eining Iðja
Afl Sigurður Helgason 0903834779 Bústaður, AFLi
Kári Sigmar Gunnlaugsson 2711654719 Bústaður, AFLi

Rannveig Kristmundsdóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Bjarnfríður Jónudóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Birna Friðrika Jónasdóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Árni Guðlaugur Stefánsson 10.000 kr. Eining Iðja
Benedikt Helgason 10.000 kr. Eining Iðja
Heiðdís Ósk Þrastardóttir 10.000 kr. AFLi
Andrés Einarsson 10.000 kr. AFLi
Stefanía H Ingibjargardóttir 10.000 kr. AFLi
Líney H Skarphéðinsdóttir 10.000 kr. Eining Iðja
Guðgeir Einarsson 10.000 kr. AFLi