AFL starfsgreinafélag

Bein útsending frá ráðstefnu 12. janúar

Radstefna12janStarfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónvarpað verður beint frá ráðstefnunni í gegnum facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og eru félagar um allt land hvattir til að nýta sér tæknina.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Hvað getur starfsfólk gert til að draga úr streitu í vaktavinnu? Getur fólk valið að vinna fulla vinnu eða eru hlutastörf dulbúin kjaraskerðing? Hvernig eru kynjahlutföll meðal starfsfólks með óhefðbundinn vinnutíma? Hefur óhefðbundinn vinnutími áhrif á heilsu starfsfólks og þá hvernig? Þessum spurningum og fleiri verður velt upp á ráðstefnunni en dagskráin er blanda af reynslusögum starfsfólks, kynning á niðurstöðum nýlegra rannsókna og umfjöllun sérfræðinga um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum óhefðbundins vinnutíma. Ráðstefnan fer fram á Hotel Natura og hefst hún klukkan 12:30 og stendur til 16:30. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna ef mætt er á staðinn.

Skráning

Dagskrá 12:30 

Czytaj dalej

Starfsgreina- samband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við sjómenn í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir

SjomennVerkfallÞær vinnudeilur sem sjómenn og útgerðarmenn standa nú í hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir landverkafólk. Fiskvinnslufyrirtæki hafa nýtt sér ákvæði í landslögum sem gerir þeim kleift að senda fiskvinnslufólk á atvinnuleysisbætur vegna „ófyrirséðra áfalla“ í stað þess að njóta kauptryggingar vegna hráefnisskorts eins og hingað til hefur tíðkast. Með þessu spara fyrirtæki sér launakostnað í verkfallinu en að sama skapi geta fyrirtæki ekki vænst þess að fólk snúi aftur til vinnu eftir að deilan leysist. Með því að fara þessa leið eru fiskvinnslufyrirtæki að sýna starfsfólki sínu lítilsvirðingu og rjúfa þann gagnkvæma skilning sem felst í ráðningarsambandi. Þessar aðgerðir margra fiskvinnslufyrirtækja koma misjafnlega niður á afkomu fjölda einstaklinga þar sem atvinnuleysisbætur eru í mörgum tilvikum lægri en kauptrygging. Þá er ótalinn nokkur fjöldi fólks sem á alla jafna ekki rétt á atvinnuleysisbótum, fólk yngra en 18 ára, fólk nýflutt til landsins og fólk sem hefur áður fullnýtt bótarétt sinn. Starfsgreinasambandið mun freista þess að sækja réttindi þessa fólks enda um grófa mismunun að ræða gagnvart þessum hópi sem er sviptur uppsagnarfresti og afkomu í einni sviphendingu.

Það er skýr krafa Starfsgreinasambandsins að fiskvinnslufyrirtæki sýni starfsfólki sínu virðingu og traust og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda ráðningasambandi og tryggja framfærslu starfsfólks. Það ber líka að hafa í huga að mörg fiskvinnslufyrirtæki sem bera nú við ákvæði um „ófyrirséð áföll“ er einnig útgerðarfyrirtæki og sitja því við samningaborðið með sjómönnum.

Ályktunin á vef SGS:

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% um áramót

logo vinumalastofn1Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% frá 1. janúar 2017. Grunnatvinnuleysisbætur eru því 217.208 krónur á mánuði en voru 202.054 krónur. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði eftir hækkun en voru 318.532 krónur fyrir hækkun. Þessi hækkun kemur í kjölfar gagnrýni á að bætur hafi ekki hækkað hlutfallslega jafn mikið og lágmarkslaun, en grunnatvinnuleysisbætur eru nú 83,5% af lágmarkslaunum. Nánar um fjárhæðir atvinnuleysisbóta má sjá hér

Aðalfundur Sjómannadeildar AFLs

Hörð umræða var um stöðu kjaradeilu sjómanna á aðalfundi Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags í gær. Fundamenn töldu að forysta SSÍ hefði verið of fljót á sér að gera kjarasamning þann 14. nóvember sl. og að ekki hefði verið fullreynt að ná fram frekari kröfum sjómanna. Sjomannaf2016Meðal atriða sem fundarmenn töldu að fylgja ætti eftir af fullri hörku eru mönnunarmál á fiskiskipum, lækkun eða afnám olíugjalds, sjómannaafslátt og sjómenn verði í fríu fæði í róðrum.

Mikill einhugur var meðal fundarmanna - en aðalfundur deildarinnar var vel sóttur og komu fundarmenn m.a. frá Höfn í Hornafirði og norðan frá Vopnafirði en fundurinn var haldinn í húsnæði félagsins á Reyðarfirði.

Stjórn deildarinnar til næsta árs er skipuð þeim:

 

Grétar Ólafsson, Vopnafirði, formaður.

Sigurður K. Jóhannsson, Neskaupstað, varaformaður.

Grétar Smári Sigursteinsson, Höfn, ritari.

Jón B. Kárason, Fáskrúðsfirði, meðstjórnandi.

Guðjón Egilsson, Seyðisfirði, meðstjórnandi.

 

Varamenn í stjórn eru:

Guðmundur Óskar Sigjónsson, Reyðarfirði

Óskar Marinó Sigurjónsson, Fáskrúðsfirði

Sævar Jónsson, Vopnafirði.

Jól 2015

Jol2015AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum sínum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.

Gleðileg Jól

Jol2015AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum sínum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.