Sjómenn í togararalli
Sjómannasamband Íslands, Farmanna-og fiskimannasambandið
og Félag Vélstjóra og málmtæknimanna hafa gefið út
viðmiðunarreglu um hvernig greiða skal hlut fyrir þátttöku í
togararalli Hafrannsóknarstofnunar.
Hlutaskipti skulu reiknast af þeim aflaverðmætum sem fást á
rallinu að viðbættum verðmætum veiðiheimilda sem útgerðin
fær fyrir þátttöku í rallinu.
„Að gefnu tilefni vill Farmanna- og fiskimannasamband Íslands,
Sjómannasamband Íslands og VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna því
árétta við útgerðir þeirra skipa sem þátt taka í togararallinu hvernig uppgjöri
til skipverja skuli háttað vegna þessa verkefnis.
Aflaverðmæti skipsins skal miðast við andvirði þess afla sem seldur er af skipinu
að viðbættu verðmæti þeirra veiðiheimilda sem útgerðin fær á grundvelli
tilboðsins frá Hafrannsóknastfnuninni fyrir að taka þátt í verkefninu.“