AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Víðtækur stuðningur verkalýðsfélaga

Stærstu verkalýðssamtök Breta og stærsta verkalýðsfélag Bandaríkjamanna í iðnaði hafa sent félagsmönnum AFLs sem boðað hafa til verkfalls á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls stuðningsyfirlýsingar.  AFL Starfsgreinafélag hefur átt í samstarfi við United Steel Workers í Bandaríkjunum og Unite í Bretlandi m.a. innan ALCOA GLOBAL UNION NETWORK sem er samskiptanet verkalýðsfélaga víða að úr heiminum sem eiga sameiginlegt að félagsmenn þeirra vinna hjá ALCOA fyrirtækjum.

Tengslanet þetta hefur fundað nokkrum sinnum á liðnum árum í Pittsburgh í Bandaríkjunum í tengslum við aðalfundi ALCOA - og hefur AFL átt fulltrúa á þeim fundum.  Þá hafa m.a. verið samráðsfundir með yfirstjórn ALCOA og fyrir tveimur árum sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna m.a. fundi með Klaus Kleinfeld - CEO ALCOA International.

Félögin innan tengslanetsins upplýsa ævinlega innan hópsins um framgang kjarasamninga og vinnudeilna. Þannig hefur AFL nokkrum sinnum á liðnum árum lýst stuðningi við baráttu félaga okkar annars staðar í þeirra baráttu og fylgt málum eftir með bréfum ýmist til stjórnenda ALCOA Fjarðaáls eða beint til aðalforstjóra. Þannig hefur AFL t.d. komið að baráttu hafnarverkamanna í Mosjöen í Noregi en þar hafa staðið átök síðustu misseri þar sem m.a. verkalýðsfélag hafnarverkamanna hefur verið "læst úti" frá höfninni og aðrir hafa gengið í störf þeirra.

Í samskiptum síðustu daga hefur komið fram að Samtök Atvinnulífsins telja annmarka á verkfallsboðun félagsins og að öllum líkindum lendir deilan fyrir félagsdómi. Við höfum upplýst félaga okkar víðar um heim um nýfallna dóma félagsdóms þar sem verkföll hafa verið lýst ólögmæt á tæknivillum. Fram kemur í bréfi Unite og USW áskorun til félagsdóms um að leyfa verkföll félagsmanna AFLs sem hluta réttmætrar baráttu launafólks fyrir bættum kjörum.

United Steel Workers - sendu afrit af bréfi sínu til stjórnarformann ALCOA á heimsvísu - Klaus Kleinfeld - þannig að barátta okkar er komin á borð aðalstjórnar fyrirtæksins.

Boðuð verkföll félagsmanna AFLs hjá undirverktökum ALCOA Fjarðaáls hefjast 14. apríl komi ekkert óvænt uppá. Á það ber að benda að AFL Starfsgreinafélga hefur tvívegis í síðustu viku skorað á Samtök Atvinnulífsins að mæta okkur við samningaborð til efnislegra viðræðna um væntanlega kjarasamning en við höfum ekki fengið svör við þeim áskorunum okkar. Við höfum ítrekað bent á að okkar vilji stendur ekki til verkfalla heldur til samninga. Kröfum okkar hefur verið mætt með fullkomnu tómlæti og því eru verkföll nauðvörn launafólks sem neitað er um kjarasamning um störf sín.

.

 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi