Verkfall hjá undirverktökum ALCOA Fjarðaáls
Á þriðjudag fara á fjórða hundrað félagsmenn AFLs í verkfall og stendur það til tæplega miðnættir. Um er að ræða félagsmenn sem vinna við framleiðslu, viðhald og/eða þjónustu hjá undirverktökum ALCOA Fjarðaáls og starfa á athafnasvæði ALCOA við Reyðarfjörð og nærliggjandi iðnaðarlóðum svo og við Mjóeyrarhöfn. Nánar tiltekið á svæði sem afmarkast að ofan af Norðfjarðavegi og að vestan af Digranesi og austan af Krókseyri
Náist ekki samningar í tíma verður síðan ótímabundin vinnustöðun frá 21. apríl.
Vinnustöðvanir verða sem hér segir.
- 14. apríl 2015 frá kl. 12:00 á hádegi til 23:30 14. apríl 2015
- Ótímabundin vinnustöðvun – sem hefst kl. 12:00 21. apríl 2015