Atkvæðagreiðsla um verkföll
Atkvæðagreiðsla um verkföll stendur nú yfir hjá félagsmönnum í verkamannadeild sem starfa eftir almenna samningum við SA og þeirra sem starfa eftir samningum um veitinga-gististöðum og hliðstæðri starfsemi
Atkvæðagreiðslan er rafræn og hafa allir sem eru á kjörskrá fengið sent til sín lykilorð og leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna. Atkvæðin eru ekki persónurekjanleg þannig að það er ekki hægt að óska eftir nýju lykilorði, ef það eldra glatast. Atkvæðagreiðslan stendur til miðnættis þann 20. apríl n.k.
Telji einhver sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki send kjörgögn þá getur viðkomandi kannað málið hjá AFLi og kært sig inn á kjörskrá og mun kjörstjórn félagsins taka afstöðu til kærunnar í framhaldinu.
Mætum öflug til leiks – greiðum atkvæði