AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Iðnaðarmenn samþykkja verkfallsboðun

Félög iðnaðarmanna, þ.m.t. Iðnaðarmannadeild AFLs Starfsgreinafélag,   sem eru með samstarf við endurnýjun á almenna kjarasamningum  við Samtök atvinnulífsins, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, aðildarfélög  Samiðnar , Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög   RSÍ viðhöfðu allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um heimild til verkfallsboðunar.

Atkvæðagreiðslunni  lauk í dag kl. 10:00.

Kosningarnar  náðu til  10.499 félagsmanna í 25 stéttarfélögum og var kosningaþátttakan 44.6%

Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum  sem hefjast  kl. 00:00 10. júní   með tímabundnu verkfalli sem stendur til kl. 24:00 16. júní og síðan ótímabundnu verkfalli 24. ágúst n.k

Já sögðu 75,1%

Nei sögðu 22,1%

Þeir sem ekki tóku  afstöðu 2,8%

Heimild til verkfallsboðunar var því samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og náist ekki ásættanlegur árangur  í viðræðum við atvinnurekendur á næstu dögum,  koma framangreind verkföll til framkvæmda.

Rétt er að vekja athygli að verkfallsboðunin nær ekki til iðnaðarmanna sem starfa hjá ALCOA Fjarðaáli eða undirverktökum þeirra á athafnasvæði fyrirtæksins við Reyðarfjörð. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi