Iðnaðarmenn í verkfall á mánudagskvöld
Samningaviðræður standa yfir í deilu iðnaðarmanna í Samiðn, þ.m.t. í Iðnaðarmannadeild AFLs Starfsgreinafélags og Samtaka Atvinnulífsins. Takist ekki samningar skellur á verkfall á miðnætti á mánudagskvöld. Verkfallið á Austurlandi mun taka til allra iðnaðarmanna innan AFLs Starfsgreinafélags nema þeirra sem starfa hjá ALCOA Fjarðaál og undirverktökum ALCOA sem starfa á athafnasvæði verksmiðjunnar.
Birtar verða fréttir á heimasíðunni á mánudag um framvindu samningaviðræðna og undirbúning verkfalls - komi til þess.