Um samninginn:
- Kjarasamningurinn felur í sér verulegar launahækkanir við upphaf samnings þar sem að launataxtar hækka um 25.000 kr. eða að meðaltali um 9,78%.
- Launataxtar hækka um 15.000 kr. Þann 1. maí 2016 auk leiðréttingar á launatöflu sem jafngildir 5,9% hækkun að meðaltali.
- Þann 1. maí 2017 hækka launataxtar um 4,5%
- Þann 1. maí 2018 hækka laun um 3%.
- Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 45.000, miðað við þá sem eru í fullu starfi 1. janúar 2019 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
- Lagðar verða til 30 milljónir árlega árin 2016 – 2018 til þess að samræma stofnanasamninga þar sem horft verður til þess að leiðrétta sérstaklega þá hópa sem eru með lægri röðun í launatöflu en aðrir sambærilegir hópar.
- Framlag í fræðslusjóð eykst úr 0,67% í 0,82% sem er mjög jákvætt skref til þess að efla félagsmenn enn frekar í starfi.
- Launataxtar fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum hækka um tæplega 34% á samningstímanum.
- Tekjutryggingin hækkar um 86.000 kr. á samningstímanum og verður komin í 300.000 kr. l. maí 2018.
- Orlofsuppbót hækkar um 21,5% á samningstímanum og fer í 42.000 kr. við upphaf samnings en verður komin í 48.000 kr. í lok samnings.
- Desemberuppbót hækkar um tæplega 21% og fer í 78.000 kr. á árinu 2015 en 89.000 í lok samningstíma.
Samninginn í heild sinni má nálgast hér
Samningurinn verður á næstunni lagður fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félög sem veitt hafa Starfsgreinsambandinu umboð munu halda sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu. SGS hvetur alla félagsmenn á kjörskrá til að nýta atkvæðisrétt sinn og greiða atkvæði með samningnum.
Hjördís Þóra, formaður AFLs, segir að ánægja sé með að búið sé að ganga frá þessum samningi og að hann verði kynntur sem fyrst þeim félagsmönnum sem eftir honum starfa.