AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL vinnur í Félagsdómi

AFL vann í vikunni mál fyrir Félagsdómi gegn Fjarðabyggð. Málsatvik eru þau að tveir starfsmenn Fjarðabyggðar hafa meistararéttindi í iðngrein - sem þó tengist ekki núverandi starfi þeirra, töldu sig eiga kröfu á launaauka í samræmi við menntun sína. Í kafla um símenntun í kjarasamningi AFLs við Samband Sveitarfélaga er tekið fram að meistararéttindi í iðngrein sem þó tengist ekki starfi viðkomandi skulu gefa 2 persónustig eða 4% kaupauka. Þetta er sambærilegt á við þann launaauka sem stúdentspróf gefur.

Fyrir nokkru höfðu tveir félagsmenn AFLs samband við félagið þar sem Fjarðabyggð hafði ekki greitt þennan launaauka. Félagið átti í samskiptum við sveitarfélagið um nokkurt skeið án árangurs og varð úr að stefna málinu til Félagsdóms til úrskurðar.  Félagsdómur féllst í einu og öllu á sjónarmið AFLs og vannst málið. AFL Starfsgreinafélag mun nú sækja launaaukann fyrir starfsmennina fjögur ár aftur í tímann.

Málið snerist formlega séð um orðalag í texta kjarasamnings og túlkun á því en hins vegar að mati félagsins um þá virðingu sem borin er fyrir verknámi samanborið við almennt bóknám á borð við stúdentspróf. AFL taldi að með því að meta meistaranám iðnaðarmanna að loknu sveinsprófiað engu á meðan almennt stúdentspróf veitir umrædda kauphækkun, væri verið að sýna verknámi lítilsvirðingu.  Afstaða Fjarðabyggðar með tilliti til þess að sveitarfélagið hýsir einn af verknámsskólum landsins, vakti nokkra undrun. sjá dóminn í heild

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi